25.3.2008 | 11:32
Lengi getur vont versnað!
Nú er "Bubbi kóngur" búinn að hækka stýrivextina þvert ofaní það sem hann hafði sagt síðast þegar hann hækkaði þá. Þetta brölt hans með stýrivextina hefur haft afskaplega lítil mælanleg áhrif á verðbólguna og er þá ekki kominn tími til að það verði athugað hvað annað er hægt að gera í baráttunni við verðbólguna?Ég veit ekki betur en að staðan sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar sé að mestu tilkomin vegna þess að lausafjárstaða banka og fjármálastofnana sé slæm, vegna skorts á lánsfjármagni, í stað þess að gera bönkum og fjármálstofnunum kleift að laga lausafjárstöðu sína með því að lækka stýrivextina þá eru þeir HÆKKAÐIR og þar af leiðir það er kynnt enn betur undir þeirri fjármálakreppu sem uppi er. Er nema von að menn tali um hryðjuverkamennina í Seðlabankanum og svo virðist engin samvinna milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Fórnarkostnaðurinn við að halda í Íslensku krónuna er bara einfaldlega of hár.
Stýrivextir hækka í 15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 40
- Sl. sólarhring: 482
- Sl. viku: 1822
- Frá upphafi: 1846496
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1120
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er óstjórn stjórnenda bankana og græðgi þeirra sér til handa sem er að sigla öllu hér í þrot núna. Það er hvorki krónunni né Seðlabankanum að kenna.
Vittu til. Þessir guttar eiga eftir að hoppa frá borði og skilja okkur eftir með bankana sem rjúkandi rúst, bankana sem þeir fengu á silfurfati.
GOLA RE 945, 25.3.2008 kl. 11:47
Heldur þú virkilega að krónan eigi engan þátt í þeim óstöðugleika sem er í Íslensku efnahagslífi? Þá ertu nú meira úti á þekju en ég hefði haldið. Það hvernig er komið vegna græðgi og óstjórnar útrásarprinsanna og "leppa" þeirra sem stjórna áttu bönkum og fjármálastofnunum er ekki eingöngu um að kenna hvernig staðan er heldur einnig að peningastefna Seðlabankans er engin og efnahagsstefna ríkistjórnarinnar er svo bágborin að hún er ekki til að setja öðru megin á haltan hund. Ég hef líka margoft talað um það á blogginu mínu að útrásarprinsarnir (sem margir héldu fram að væru svo snjallir og rosalega hagsýnir) ætluðu sér að láta almenning í landinu borga fyrir "afglöp" sín í fjárfestingum.
Jóhann Elíasson, 25.3.2008 kl. 13:10
Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar, frá fyrstu ríkisstjórn Davíð Oddsonar að stjórna ekki efnahagsmálum. út af fyrir sig getur það talist stefna. Braskarar og frjálshyggjuliðið hefur stjórnað för og sölsað allt undir sig í skjóli og með stuðningi ríkisstjórnarinnar. Ljótt er, ef satt er að þetta sama græðgislið hefur gert árás á krónuna þannig að hún féll. Þetta lið er búið að búa þannig um hnútana að þeir græða á öllum sveiflum, hvort sem er upp eða niður, enda stýra þeir því að einhverju leiti.
Ég ætla bara rétt að vona að einhver stjórni seðlabankanum sem hefur vit á því og Davíð sé blaðafulltrúi, þó starfsheitið sé annað útá við.
Ég hef fylgst með því sem þú hefur skrifað um útrásarprinsana og tek undir hvert orð.
Ef þetta lið fengi að leika lausum hala í öðrum löndum væri þar allt í kalda koli, sama hvort gjaldmiðilinn heitir króna, eða eitthvað annað. Þeir stjórnast af taumlausri græðgi í stundargróða.
Það er vandfundið meðalhófið varðandi vextina. Varla viljum við fá annað tímabil Steingríms Hermannssonar og Framsóknarflokksins, með verðbólguna þriggja stafa og neikvæða vexti.
Vonandi verður þessi lækkun á krónunni til þess að þið vestfirðingar náið að rétta aðeins úr bakinu. Sú var tíðin að fjórði hver fiskassi sem fluttur var út, var frystur á vestfjörðum. En það var fyrir tíma kvótakerfis og menn efnuðust á framleiðslu verðmæta, en ekki á braski með verðlausa pappíra.
Margt af þessum pappírum eru eins og handsprengja sem búið er að taka pinnann úr og er hent á milli manna, bara að passa að hún sé í höndunum á einhverjum öðrum þegar hún springur.
GOLA RE 945, 25.3.2008 kl. 15:31
Já mér finnst vandræðagangurinn vera farin að vera dálítið augljós.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 15:57
Það er sannarlega hægt að taka undir með henni Golu, hún hefur greinilega marga fjöruna sopið...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 16:38
Hinn frjálsi markaðsdans er eins og sigling í ég veit ekki hvað mörgum vindstigum.
Hér á árum áður hefði gengið verið fellt, punktur....
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.3.2008 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.