Hvaða hagsmuni er hún eiginlega að tala um?

Það hefur sýnt sig undanfarin ár að hrefnuveiðar okkar hafa ekki haft nein áhrif á eitt né neitt það eina sem hefur heyrst í eru einhverjir "vælukjóar" úr röðum "Náttúruverndar-Ayatolla" og hvalverndunarsinna, sem þrugla um eitthvað heimsendakjaftæði, sem svo verður aldrei.  Nú talar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um að við séum að fórna einhverjum hagsmunum með því að veiða nokkrar hrefnur, sem eru stútfullar af þorski og vel aldar, því HAFRÓ gat ekki með nokkru móti fundið þorskinn en hrefnan finnur hann, kannski að ISG geti frætt okkur um það hverjir þessir hagsmunir eru?  Hún ætti kannski að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið komi til með að bregðast við mannréttindabrotum stjórnvalda.
mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér með þetta.  Ingibjörg Sólrún er einhvernveginn úti á túni með sjávarútvegsmálin, og ætti alfarið að láta þau mál eiga sig.  Hún ber ekkert skynbragð á þau eða í hvaða farvegi þau eru.  Svo getur hún bara farið í teboð til Condolísu Rice Og kjaftað frá sér allt vit um allt annað.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hún er að spá í kosningabaráttuna sína í öryggisráðið.

Sigurjón Þórðarson, 19.5.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stærstu mistökin, síðan kvótakerfið var lögbundið, er framboð Íslands í Öryggisráðið, sem ég man ekki betur en að Ingibjörg Sólrún gagnrýndi mikið þegar hún var í stjórnarandstöðu.  Hvað hefur breyst?

Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Þórður

komst í stjórn, það er breytingin

Þórður, 19.5.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Jæja það kom að því Jói nú er kjaftstopp... En það verður vonandi ekki lengi...

Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stórhlægilegt Jóhann, ráðherrann virðist hafa villst á tegundum ef eitthvað er eða er kanski á leiðinni að taka upp hanskann fyrir Sandsílið næst vegna dragnótarinnar he he....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband