Er orðið AÐGERÐARSINNI annað orð og nettara yfir HRYÐJUVERKAMENN?

Ég veit ekki til að þessir sjálfskipuðu "verndarar" Íslenskrar náttúru hafi nokkuð umboð þjóðarinnar til neinna mótmæla eða nokkurs annars.  Ef þetta "kaffihúsanáttúruverndarlið" er hrætt um að við séum að verða náttúrulaus, þá er nú frekar lítið sem hefst með mótmælum og því að "skemma" tæki og vélar verktaka, verktakarnir eru eingöngu eru að sinna því að reka viðkomandi fyrirtæki en koma ekkert nálægt ákvarðanatöku um viðkomandi verk.  Þessir "lopapeysukommar", sem koma hingað til lands í nafni náttúruverndar, eru ekkert annað en "hryðjuverkamenn" og ætti bara að meðhöndla þá sem slíka.
mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta hljómar svo sannarlega sem færsla " möppudýrs ".

Georg P Sveinbjörnsson, 7.7.2008 kl. 18:24

2 identicon

Ditto - Sérlega djúphugsað hjá "möppudýrinu"!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Möppudýr hehehehe.. en það fólk sem vill mótmæla þessari vitlausu stefnu stjórnvalda í stóriðjumálum eiga reyndar hauk í horni hjá mér, verð að viðurkenna það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst vera stór munur á því að mótmæla eða stunda hér skemmdarverk og vera með önnur skrílsæti.  Þetta á afskaplega lítið sameiginlegt með mótmælum.

Jóhann Elíasson, 7.7.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég ætla að taka upp hanskann fyrir þig, því ég er svo sannarlega sammála þér vinur, það á bara að snúa svona pakki við í Leifsstöð, kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.7.2008 kl. 21:27

6 identicon

Það sem er líkt með aktivista og hryðjuverkamanni er að báðir snúast gegn andstæðingi sem hefur lögin með sér (en ekki endilega réttlætið) og hefur völd og peninga til að valta yfir aðra -og notar sér það. Báðir beita aðferðum sem er ætlað að koma aftan að andstæðingnum og þeir leggja áherslu á nauðsyn þess að GERA eitthvað til að berjast gegn honum en ekki bara tala. Bæði hryðjuverkahópar og hreyfingar aðgerðasinna einkennast af því að innan vébanda þeirra starfa einstaklingar sem eru tilbúnir til að taka áhættu á því að fá á sig dóma og verða fyrir meiðslum eða öðrum skaða.

Stóri munurinn á aktivista og hryðjuverkamanni er hinsvegar sá að hryðjuverkamaður veldur saklausum skaða og beitir ofbeldi en aktivistinn ræðst á stofnanir og fyrirtæki. Afar fáir aktivistar setja sjálfa sig í lífshættu en sjálfsmorðsárásir eru hinsvegar vel þekktar hjá hryðjuverkamönnum. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:46

7 identicon

Annars auglýsi ég hér með eftir margumræddum skemmdarverkum Saving Iceland. Eftir því sem ég best veit þá hafa allar fjárkröfur sem komið hafa fram vegna meints tjóns af völdum Saving Iceland verið vegna vinnustöðvunar. Ekki ein einasta krafa vegna skemmdarverka hefur komið fram, utan gagnákæra á mann sem kærði lögregluna fyrir að aka viljandi utan í sig og var sakaður um að hafa skemmt bílinn. Hann var sýknaður af þeirri kröfu enda voru myndirnar af meintu skemmdarverki teknar mörgum vikum síðar.

Ég tek það fram að ég er fylgjandi skemmdarverkum á hendur álfyrirtækjum og orkufyrirtækjum sjálf. Þessir fjársterku risar hafa eyðilagt stór landsvæði og lagt fjölda mannslífa í rúst og ég græt það þurrum tárum þótt þau þurfi að setja einhverja þúsundkalla í að þrífa málningarslettur. En mín afstaða breytir því ekki að þessi umræða um skemmdarverk Saving Iceland er einfaldlega þvæla. Allavega enn sem komið er.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:52

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eva, þetta er akkúrat það sem aktivistar gera, þeir valda saklausum skaða með skemmdarverkum sínum, hver er þá munurinn á þeim og hryðjuverkamönnum?

Jóhann Elíasson, 8.7.2008 kl. 10:07

9 identicon

Hvaða skemmdarverk ertu að tala um? Geturðu nefnt mér eina kröfu sem hefur komið fram frá smáfyrirtæki eða einstakling?

Annars er ég því ósammála að verktakar sem taka þátt í að eyðileggja náttúru landins og greiða veg glæpafyrirtækja á borð við Alcan og Alcoa að landinu, séu saklausir.

Það eru stórfyrirtækin sem eyða skógum og skemma ár sem eru skemmdarvargarnir. Ekki þeir sem reyna að tala til þeirra með því að höfða til efnishyggjunnar sem er greinilega það eina sem þeir skilja.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:20

10 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Verktakar eru að vinna vinnuna sína Eva, leggja drög að frekari hagsæld og velmegun sem þessi fyrirtæki eru að stuðla að.  Þeir eru vissulega sekir um það að vinna vinnuna sína, thats it. 

Auðvitað eiga friðsöm mótmæli rétt á sér, skoðanir þessara kjánalegu samtaka hafa rétt á sér en skemmdarverk og glæpsamleg athæfi líðast ekki og ber á taka hart á slíku.  Vinstri menn, kommar, listamenn fela glæpi þessara samtaka og kalla borgaralega óhlýðni...... svo er vælt hástöfum ef lögreglan tekur harkalega á þessu fólki...  

Annars skiptir þetta litlu máli, fæstir hlusta né bera virðingu fyrir þessum samtökum enda sést það á fámenni mótmælanna á þeirra vegum.  En við eigum ekki að líða glæpi, jafnvel þó svo um hálfgerða óvita sé um að ræða

Örvar Þór Kristjánsson, 8.7.2008 kl. 11:03

11 identicon

Semsagt: engin dæmi um öll þessi skemmdarverk.

Vonandi stendur það til bóta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:22

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eva, þú vilt fá dæmi um skemmdarverk aðgerðarsinna ok: Þeir skemmdu vélar og tæki á Kárahnjúkum. þeir trufluðu vinnu verktaka á Kárahnjúkum, þeir klifruðu upp í krana og tæki á framkvæmdasvæði Alcoa á Reyðarfirði og stöðvuðu vinnu þar tímum saman.  Þú segir væntanlega"menn hafa ekki hlotið neina dóma fyrir þetta og því er þetta ekki marktækt" ástæða þess a ekki hefur verið dæmt í þessu er sú að það er dýrt að fara með mál fyrir dómstóla og það er einfaldlega metið svo að þrátt fyrir að "aðgerðasinnar" verði dæmdir til að greiða bætur, þá eru þeir alls ekki borgunarmenn fyrir einu né neinu, þar af leiðandi er ekki haldið áfram með mál á hendur þeim.  Sem sagt að það er nóg af dæmum um skemmdarverk "aðgerðarsinna".

Jóhann Elíasson, 8.7.2008 kl. 11:34

13 identicon

Vinnustöðvun er sú aðferð sem hingað til hefur verið mest áberandi. Það er ekki skemmdarverk að klifra upp í krana.

Það ganga ýmsar sögur um Saving Iceland liða og mistrúlegar. T.d. hefur því verið haldið fram að við fáum greitt fyrir mótmælaaðgerðir, að ekkert okkar sé í vinnu, að við séum á kafi í dópi og ýmislegt annað sem á sér enga stoð í veruleikanum. Á meðan engar kærur hafa komið fram vegna skemmdarverka, verður að líta á það sem samskonar sögusagnir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:05

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru skemmdarverk að stöðva vinnu og þeir sem voru á staðnum þegar umræddir atburðir áttu sér stað líta ekki á þetta sem einhverjar "sögusagnir".

Jóhann Elíasson, 8.7.2008 kl. 16:23

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég tek ofan fyrir ÖLLUM sem hafa þor og dug til að standa upp í hárinu á risafyrirtækjum sem tröllríða öllu sem græða má á og eira engu þegar gróðavon fyrir gíruga hluthafa og eigendur er góð. Mantran um að græðgi sé góð og að ekki lifi menn á hugsjónunum einum er örþreytt og hljómur hennar verður holari með hverju árinu sem líður og fólki verður ljósari purkunalaus yfirgangur risafyrirtækja um allan heim...og ekki koma með gömlu steypuna um að þessi ofurfyrirtæki skapi svo mikla vinnu í vanþróuðum löndum, arðán er þeirra ær og kýr og að blóðmjólka ódýrt vinnuafl og auðlindir. 

Georg P Sveinbjörnsson, 8.7.2008 kl. 17:37

16 identicon

Mig rámar í frétt af skemmdarverkum á tækjum "blásaklauss" fyrirtækis fyrir frekar stuttu síðan.  Ætlunin var að angra eitthvað álfyrirtæki, en tækin sem skemmd voru tilheyrðu fyrirtæki sem var að leggja skolplögn í nágrenninu.  Hvort  þeir sem stóðu fyrir þessum skemmdarverkum tilheyrðu Saving Iceland veit ég ekki, en þeir gáfu sig út fyrir að vera að berjast fyrir verndun náttúru Íslands. Mótmæli gegn hverskyns óréttlæti eru í lagi, skemmdarverk ekki.

Dagný (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:12

17 identicon

Ég man ekkert eftir þessu. Er hugsanlegt að það sem þig rámar í sé skemmdarverk sem var framið uppi í Mosfellsdal í kjölfar mótmæla Varmársamtakanna (sem Saving Iceland komu hvergi nærri)?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:25

18 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Eva, þetta er hreint út sagt bull, ef eithvað er þá ættum við að virkja hverja einustu sprænu sem rennur til sjávar, við verðum að hugsa til framtíðar, ekki lifum við öll á því að mótmæla.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 22:40

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Helgi Þór segir "Eva, þetta er hreint út sagt bull, ef eithvað er þá ættum við að virkja hverja einustu sprænu sem rennur til sjávar, við verðum að hugsa til framtíðar, ekki lifum við öll á því að mótmæla"

Hver er nú að bulla, það væri fráleit skammsýni að virkja hverja sprænu eins og þú virðist vilja, jafnvel öfgafyllstu virkjunarsinna sjá lengra en svo og vita að það væri afar heimskulegt. Ég þekki engan sem lifir á því að mótmæla ( ekki kaupa hráar lygasögur um að saving Iceland fólkið sé á launum), meira að segja kempan Helgi Hóseason lifir ekki á því. 

Georg P Sveinbjörnsson, 9.7.2008 kl. 23:12

20 identicon

Mikið ofboðslega vildi ég að ég gæti lifað á því að mótmæla. Endilega sendið mér nafn og símanúmer hjá þeim sem vilja borga.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:18

21 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það eru óteljandi auðævi sem renna til sjávar og heitavatnið minn eini, já ég stend á mínum skoðunum með að við eigum að virkja og við eigum að nýta ferska vatnið sem rennur líka til sjávar, þessar auðlindir geta gert okkur að auðugustu þjóð í heimi ef rétt er staðið að málum.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 23:19

22 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Frekar held ég að fólkið í landinu ætti að hægja aðeins á sér, staldra jafnvel við og hætta mannskemmandi kapphlaupi um glópagull og huga að því sem gefur meiri líffyllingu en það sem mölur og ryð fá grandað. En vissulega ber að nýta í hófi, en fátt þykir mér fánýtara en að þumbast við verða ríkasta þjóð í heimi og ekki öllu fórnandi fyrir það.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.7.2008 kl. 02:43

23 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Það er nú einu sinni þannig að það er lína milli þess hvað telja má friðsamleg mótmæli og hins að ganga út yfir öfgar til að vekja athygli eingöngu.

Því miður skilur það lítið sem ekkert eftir sig kjánahátt þegar slíkur öfgadellugangur á sér stað.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 01:19

24 identicon

Við þurfum jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Allir hafa rétt til að hafa skoðun á málinu og tjá skoðanir sínar, en ofbeldi og skemmdarverk eru undir engum kringumstæðum réttlætanleg, hver sem í hlut á.  Þetta atvik sem mig rámar í átti sér stað nálægt Straumsvík ef ég man rétt, á síðasta ári.

Dagný (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband