Rugluð tímataka!!!!!!!!!

Auglýst var að tímatakan í formúlu1 ætti að hefjast kl 11:45, þegar 1 hluti hinnar eiginlegu tímatöku var u.þ.b hálfnaður ca kl 12:20, gafst ég upp á að horfa á sjónvarpið, útsendingin var enn "rugluð" og mér skyldist að það hefði verið skilyrði fyrir því að SÝN, nú stöð 2 sport fengi sýningarréttinn á formúlu 1, væri að tímatakan og kappaksturinn væru í opinni dagskrá, má kannski reikna með því að það verði "opnað" fyrir dagskrána á morgun þegar kappaksturinn er hálfnaður eða svo.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem "gleymist" að opna fyrir útsendingu á þessu keppnistímabili en aldrei hafa þeir nú verið jafn "grófir" og í dag.  Ég get skilið það að stöð2 sport séu að reyna að ná sér í fleiri áskrifendur en í þessu tilfelli virkar þessi "taktík" þeirra öfugt á mig (í það minnsta) ég ætla mér að gerast áskrifandi að einhverri erlendri stöð, sem  er með formúluna á dagskrá hjá sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann.

Ég er alveg sammála þér, þetta er skelfilega léleg þjónusta hjá SÝN/Stöð 2 sport. Fyrir utan það næst útsendingin ekki um allt land, t.d. þegar ég bregð mér í sumarbústað þá er engin útsending þar. Ég reyndar gafst upp á þessu Stöðvar 2 dæmi fyrir nokkrum árum og fékk mér disk og áskrift af SKY. Þar er mun betra efni og á lægra verði. Bretarnir halda reyndar mikið upp á sína menn og umfjöllunin er mest um þá. Á næsta ári tekur BBC við F1 útsendingarréttinum sem er öfugt við það sem er að gerast hér á landi. Best væri ef F1 færi aftur á RÚV. Gunnlaugur og Rúnar eru að gera ágætis hluti í sinni umfjöllun en eitthvað grunar mig að efnið sé orðið heldur útþynnt þegar beinar útsendingar eru líka frá æfingunum?

Svo er spurning hvort hægt sé að sjá F1 á Norðurlanda rásunum á Sjónvarpi Símans, DR, NRK SVT?

Haukur (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Haukur, ég er alveg á sama máli enda verða Gunnlaugur og Rúnar það eina sem ég kem til með að sakna þegar ég sný mér alfarið til erlendra stöðva.  Maður getur horft á formúluna á netinu, þá hleður maður niður forriti sem heitir TVU-player og horfir svo á formúluna og aðra íþróttaviðburði á síðu sem heitir starsport.  Ef maður er með gervihnattadisk, þá er formúlan á Bresku stöðinni LTV og á RTL.

Jóhann Elíasson, 5.7.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sæll Jóhann

Kannaði málið hjá stöðinni. Alveg klárt að tímatökur og kappakstur eigi að vera í opinni dagskrá. Mér er sagt að þarna hafi átt sér stað mannleg mistök. Útsendingin hafi verið rugluð fyrstu 20 mínúturnar eða svo. Þó aðeins hjá þeim sem eru með gömul loftnet, eins og sagt var. Þeir sem séu með loftnet digital Ísland hafi hins vegar séð útsendinguna ótruflaða.

Ég horfði náttúrulega bara á frönsku stöðina tf1 hér í landi. Er með gervihnött og fylgist þá oft með RTL-stöðinni sem er með afburða útsendingar. Þeir sýna frá lokaæfingunni á laugardögum og að sjálfsögðu tímatökunum og kappakstrinum. Þeir sýna stundum föstudagsæfingarnar líka.

Ágúst Ásgeirsson, 5.7.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Ágúst, jú ég er með "gamalt" loftnet.  Allur fyrsti hluti tímatökunnar var ruglaður en hlutar tvö og þrjú voru í lagi.

Jóhann Elíasson, 5.7.2008 kl. 16:59

5 identicon

Ég er með afruglara frá símanun, er ekki með áskrift að stöð 2 sport og öll tímatakan hjá mér var í opinni dagskrá.

Haraldur (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband