Mikill er máttur auglýsinganna!!??!!

Ég fór á nýju Batman-myndina, var búinn að lofa yngri syni mínum því að fara með hann á þessa mynd og maður á að standa við það sem maður lofar þótt strákurinn sé að verða sautján ára, það hefði bara verið mikið gáfulegra hjá mér að keyra hann í kvikmyndahúsið, láta hann hafa pening í bíó og fyrir poppi og kóki og sækja hann svo þegar myndin var búin.  Á meðan hefði ég getað gert ansi margt, t.d farið á einhverja almennilega bíómynd, farið eitthvað í heimsókn eða bara farið heim og lesið góða bók.  Fyrir það fyrsta var myndin LÖNG í öðru lagi þá var myndin LANGDREGIN, það leið mjög langur tími milli þess að eitthvað væri að gerast, lítið var haft fyrir því að kynna persónurnar í myndinni.  Með öðrum orðum MYNDIN VAR BARA EIN STÓR VONBRIGÐI, kannski var maður bara búinn að gera of miklar væntingar til hennar og þar af leiðandi hafi vonbrigðin orðið enn meiri.
mbl.is Enginn bilbugur á Batman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já svona er þetta Jóhann....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.8.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já ekki langar mig á þessa mynd

Kveðja á þig

Einar Örn Einarsson, 4.8.2008 kl. 04:27

3 identicon

Hvað hefur máttur auglýsinganna með þessa mynd að gera? Mér finnst sjálfsagt að sitt sýnist hverjum og misjafn er smekkur mannanna. En hvað fannst syni þínum t.d. um myndina? Myndin er að slá aðsóknarmet hægri og vinstri (þó svo að met Titanic falli seint), hún er að fá bestu dóma (94% á RottenTomatoes þýðir að 94% gagnrýnenda gefa henni jákvæða einkunn) og skv. IMDb síðunni þá er þetta í augnablikinu sú mynd sem kvikmyndaáhugamenn gefa hæstu einkunnina. Að þessu sögðu, er ég ekki að gera lítið úr skoðun þinni á myndinni, enda fáránlegt að ætlast til þess að öllum líki við hana, en hvar kemur máttur auglýsinganna inn í þetta? Hvað þýðir fyrirsögnin á þessari færslu hjá þér?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eitthvað sá Björn Bjarnarsson  Dómsmálaráherra gott við hana????/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.8.2008 kl. 14:02

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Doddi, þú þrætir varla fyrir það að það er búið að auglýsa þessa mynd MJÖG mikið og mér þykir það sannast hér að ef mynd fær góða gagnrýni, þá eigi fólk nú að hugsa sig um áður en það fer að sjá hana.  Að sjálfsögðu hefur það með aðsóknina að gera hvað myndin er mikið sótt, menn væru ekki að auglýsa ef það skilaði engu, það þarf nú enga "snillinga" til að sjá það.

Jóhann Elíasson, 4.8.2008 kl. 14:17

6 identicon

Myndin er vel og mikið auglýst og fær líka fyrnagóða dóma enda ekki við öðru að búast tæknibrellurnar heilla unga fólkið og táningana ekk8i kannski mynd sem ég hef áhuga á enda orðin 40+ og raunsærri í hvað ég vill horfa á.Annrs hef ég rekið mig oft á hvað kvikmyndagagnrýni getur verið mikið bull myndir sem eru að fá fár eða engar stjörnur hafa reynst mér oft á tíðum hin besta skemmtun og hreinustu perlur út frá listfræðilegu sjónarmiði.

Oft er það markaðsmaskínan sem ræður tengslin við þetta fyrirtækið eða hitt og hverjir eiga hagsmuna að gæta í auglýsingaskrumi hollywoodmyndana  og þetta teigir anga sína víða og er eallt að verða eitt global market system sem enginn má fara út fyrir nema þá að hann sé eitthvað óvenjulegur og oft á tíðum bara skrítinn en nóg í bili þetta er bara það sem mér finnst

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband