Þurfa lögin um stjórn fiskveiða þá ekki að standast stjórnarskrána??????

Alþingi ber að sjá til þess að lagafrumvörp, sem eiga að öðlast lagagildi séu í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins, það hefur EKKI verið gert í tilfelli laga um stjórnun fiskveiða, þannig að það má ganga út frá því að þau lög séu ekki í gildi.  Því er hægt að segja, kinnroðalaust, að Ásmundur hafi ekki brotið nein lög en hinsvegar hefur mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, kveðið upp þann úrskurð að kvótakerfið Íslenska sé mannréttindabrot.  Hver er þá að brjóta lög á hverjum?
mbl.is Bátur Ásmundar færður til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæstiréttur hefur dæmt það svo að lög um stjórn fiskveiða brjóta ekki gegn stjórnarskránni þannig ég veit ekki hvert þú ert að fara með þetta.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur nú komið í ljós að Hæstiréttur Íslands og Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna eru ekki alveg á sama máli, er þá alveg á hreinu að dómur hæstaréttar sé sá eini sanni?

Jóhann Elíasson, 7.8.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

mannréttindarnefnd sameinuðuþjóðanna er kokteilsboðastofnun. hún hefur enginn áhrif lagalega eða bindandi. þetta er nefnd og þannig er allt sem kemur frá henni álit. svona svipað og álit frá seasheperd og greenpeace. ekki dómur. það er bara eitt dómsstig sem getur hnekkt þessu og sent aftur til hæstaréttar og það er mannréttindar Dómsstóllinn í Evrópu, og þá bara kannski. 

Dómur hæstaréttar eru í öllu nema örfáum undantekningartilfellum bindandi og loka málum.  Jóhann véfengir þú hæstarétt sem æðstadómsstig þjóðarinnar?

þar ofan í lag þá var álit hennar á þá vísu að upphafleg úhlutun hafi verið ósanngjörn því þeir sem ekki stunduðu veiðar fengu ekkert? 

Bíddu það væri svona svipað og ég myndi krefjast þess að fá að skjóta 1 hreindýr á ári án þess að vera með veiðileyfi eða hafa nokkurntíman farið á veiðar. 

Fannar frá Rifi, 7.8.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

einnig. afhverju berðu ekki lög um sameign þjóðarinnar saman við stjórnarskránna. eru þetta þá ekki ólög hin messtu þar sem stjórnarskráinn geirir allan eignarrétt heilagan. þ.e.a.s. allt sem þú kaupir átt þú.

allar ríkisstjórnir sem setið hafa síðan 1991 hafa samþykkt að fá skatt af kaupum og sölum á kvóta með sama hætti og við kaupum og seljum íbúðir eða bíla. þannig að klárlega standast lög um sameign þjóðarinnar ekki stjórnarskrá. 

Fannar frá Rifi, 7.8.2008 kl. 15:48

5 identicon

Það er Hæstiréttur Íslands sem ákveður hvað er gildandi réttur á Íslandi og hvað stenst stjórnarskrá en ekki Mannréttindanefnd Sþ. Ergo lögin stangast ekki á við stjórnarskrá.

Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fannar, þú þarft lítið að fræða mig um hlutverk hæstaréttar.  Það er alveg rétt hjá þér að hæstiréttur er "æðsta" dómstig hér á landi og vegna þess að dómum hæstaréttar Íslands hefur svo oft verið snúið af mannréttindadómstólnum í Strassburg og margir aðilar sem hafa fjallað um dóma hæstaréttar, þá verð ég að svara þessari spurningu þinni JÁTANDI, ég véfengi hæstarétt sem æðsta dómstig þjóðarinnar.  Það er rétt hjá þér að úrskurðir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki lagalegt gildi, en þessi stofnun nýtur virðingar og yfirleitt er tekið tillit til úrskurða hennar, nema í tilfelli ríkisstjórnar Íslands, og ég hef ekki séð það að nokkrum manni hafi dottið það í hug áður að líkja henni við Greenpeace og WWF.

Jóhann Elíasson, 7.8.2008 kl. 16:10

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

"þessi stofnun nýtur virðingar"

nei nú genguru alveg fram af mér. þessi stofnun? Darfur og Súdan. skoðaðu hvað þessi stofnun hefur verið að fjalla um Darfur og Súdan þar sem þjóðarmorð fer fram. Ekki einu sinni beðnir vinnsamlega um að minnka drápin. 

þessi stofnun er svona álíka gagnsamleg og Þjóðarbandalagið var í ágúst 1939. 

-------------------------------

það eru ein lög í landinu. dómar hæstarétts eru ígildi laga. 

Ef við förum hvert og eitt að velja og hafna hvað lögum og dómum við fylgjum, hvernig mun landið enda? einn ákveður að umferðarlög og lög um hægri rétt séu bull og annar að lög um friðheldi einkalífsins séu einnig bull. 

------------------------------------

ég bara þessa stofnun saman wið WWF og Greenpeace vegna þess að það er líkt með þessum stofnunum að þær úrskurða ekki neitt. þær gefa sitt álit. álit sem hverjum og einum er frjálst að fara eftir ef hann svo kýs. ef ekki þá er hægt að henda því út í hafsauga. 

Fannar frá Rifi, 7.8.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þangað til ég veit betur sting ég upp á því að Fannar hafi fallið á prófunum í vor. Svona ummæli dæma sig sjálf og koma svo sem ekkert á óvart frá hægriöflunum, þarna opinberar Fannar boðskapinn sem boðaður er í reykfylltum bakherbergjum sjálfstæðismanna sem er í sjálfum sér virðingarvert.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 17:24

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það er sorglegt að sjá sambærilega óvirðingu hjá Íslendingi sem hreikir sér af að setjast við hlið stjórnvalda í Súdan og Darfúr í kappi við að ófræja nefnd sem Íslensk stjórnvöld staðfestu árið 1979 að væri lögbær til úrskurðar um mannréttindi hér á landi.

Það er svo mikill æsingur og rökvillur í skrifum Fannars að þær lýsa vel erfiðu hugarástandi hans. Hann segir að - dómar hæstarétts eru ígildi laga. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Dómar Hæstaréttar eru einungis niðurstöður í ákveðnu deilumáli, sem uppi var vegna ákveðinna forsendna á ákveðnum tíma og fjalla einungis um niðurstöður þeirrar deilu.

Menn mættu muna illyrði Davíðs forðum, þegar honum fannst Hæstiréttur vera farinn að taka sér löggjafarvald.

Það er auðvelt að rökstyðja að framkvæmd fiskveiðistjórnunar hefur frá 1990 aldrei farið eftir þeim einu samþykktum sem Alþingi hefur gert um skiptingu heildarafla milli skipa.

Það eru svo margháttuð lögbrot framin við stjórn fiskveiða að fullvíst má telja að slík eigi sér varla samjöfnuð í siðmenntuðu samfélagi.

Enda sýnum við oft hvað við erum lítið siðmenntuð. 

Guðbjörn Jónsson, 7.8.2008 kl. 17:42

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

menn meiga túlka mín orð eins og þeir vilja og reyna koma með eitthvað persónulegt skítkast. það bendir samt alltaf til málefnalegrar þurðar hjá viðkomandi.

með þessa nefnd þá er ég að benda á að hún gagnrýndi Súdan ekki neitt. þrátt fyrir þjóðarmorð í Darfur. Meir að segja var fulltrúi Súdans skipaður í þessa nefnd. 

Það er svona svipað og að Hitler yrði gerður að heiðursborgara í Ísrael. 

En hvernig er það. Seldi Ásmundur "gjafa"kvóta fyrir milljónir og vill núna fá allt gefið til baka aftur?

en það er til ein mjög einföld lausn á þessu öllu saman. 

---------------------------------------------

Eitt ríkis útgerðarfélag sem Alþingi/ríkisstjórnin/sjávarútvegsráðherra reka fyrir þjóðinni. Þá erum kominn með fullkomna nýtingu til sameiginlegs góða handa allri þjóðinni um þessa sameign okkar. Engir aðrir en þeir sem eru að vinna fyrir ríkisútgerðina meiga veiða, vinna og selja fisk. 

yrði þetta ekki lausn á öllu saman?

Fannar frá Rifi, 7.8.2008 kl. 19:19

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Fannar Ásmundur svaraði þessari spurningu sjálfur í dag, Það vil einfaldlega þannig til að fyrir tíma frjálsa framsalsins og veðsetningu aflaheimilda þá voru skipin verðgildi sjálfs síns, eða ertu kannski á annarri skoðum með það líka?

Ef ég tók rétt eftir þá seldi Ásmundur 1991 sem sagt áður en vitleysan byrjaði fyrir alvöru, eða er það kannski þvæla líka? Goðið (Friðrik J.) tjáði sig í dag um þetta mál og hefði alveg mátt nefna það í leiðinni hvernig verðmætasköpunin var áður en mönnum datt til hugar að verðleggja sameignina (fiskinn í sjónum) en að sjálfsögðu sleppti hann því, hvernig skyldi standa á því?

Hallgrímur Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég styð allar aðgerðir gegn þessu fiskveiðikerfi sem er tómt rugl en þetta með að Ásmundur þessi hafi selt 1991 áður en vitleysan byrjaði er bara ekki rétt. Auðvitað græddi hann á kvótanum þá. Bankarnir voru löngu búnir að viðurkenna verðmæti kvótans áður en það komst í lög að hann mætti veðsetja. Ég veit fjölmörg dæmi um það. Þannig að erfitt er að vorkenna mönnum sem seldu frá sér lífsbjörgina og ætlast svo til þess að fá hana aftur á silfurfati. Það er bara einfaldlega ekki það sem ég og aðrir hafa upplifað. - Baráttukveðjur til andstæðinga þess fáránlega kerfis.

Haraldur Bjarnason, 7.8.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég sagði einhversstaðar að honum Fannari hefði lítið farið fram í vetur og það staðfestir hann hér, enn og aftur. Þetta með ríkiskvótann er kannski það besta sem frá honum hefur komið lengi. Kannski er það eina ráðið, að kaupa inn aftur allan kvótan á einhverjum tíma, viðurkenna mistökin sem gerð voru með "besta fiskveiðikerfi í heimi" og leigja hann síðan út?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2008 kl. 07:34

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Uppstokkunar á þessu kerfi er löngu tímabær,það verða þó allir að viðurkenna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.8.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband