Föstudagsgrín

Íri hafði verið að drekka á barnum allt kvöldið. Að lokum sagði barþjónninn að verið væri að loka barnum. Írinn stendur því upp, en dettur strax aftur á gólfið. Hann reynir einu sinni enn, en með sama árangri. Loks ákveður hann að skríða á fjórum fótum út af barnum. Kannski myndi ferskt loft hressa hann við. Þegar hann er kominn út stendur hann upp, en dettur aftur á götuna, þannig að hann ákveður bara að skríða heim til sín. Þegar hann er kominn heim að útidyrahurðinni heima hjá sér reynir hann að standa upp, en dettur strax aftur. Hann skríður þess vegna inn í svefnherbergi. Þegar hann kemur heim að rúminu reynir hann enn einu sinni að standa upp, en dettur strax í rúmið og sofnar. Morguninn eftir vaknar hann við það að konan hans stendur yfir honum og segir: „Þú hefur verið á fylleríi enn eina ferðina!!!" „Af hverju heldurðu það?" segir Írinn og setur upp sakleysislegan svip. „Það var verið að hringja frá barnum. Þú gleymdir hjólastólnum þínum þar."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hét móðir þín Nanna, ef svo er þá erum við í ætt við hvort annað

Heiður Helgadóttir, 12.9.2008 kl. 08:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er rétt hjá þér, gaman að sjá þig hér á bogginu.

Jóhann Elíasson, 12.9.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

hann er góður hjá þér í dag Jóhann, hafðu góðan dag og kærar kveðjur frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.9.2008 kl. 13:44

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 sko maður er sko hlæjandi /!!!!!hafðu góða helgi og kveðjur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.9.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband