7.12.2008 | 14:29
Auðvitað vilja þeir kosningar......
....en með þeim málflutningi eru þeir bara að sýna okkur að þeir hafa ekki hagsmunni þjóðarinnar númer eitt,tvö og þrjú, heldur sína eigin því flokkurinn mælist með "gríðarlegt fylgi" og það er horft til þess að flokkurinn geti jafnvel komist í ríkisstjórn og þar með yrði lokið langri setu Steingríms J í stjórnarandstöðu. En er öruggt að þessi fylgisaukning í skoðanakönnunum myndi skila sér í kosningum? Það er þekkt, þegar fólk er óánægt með störf ríkisstjórnarflokkanna, þá aukist fylgi eins stjórnarandstöðuflokks í skoðanakönnunum, ég held að það séum við að horfa upp á núna og það hefur gerst áður og alltaf verður fylgi VG minna í kosningum en í skoðanakönnunum. Það sem við þurfum síst á að halda nú, í því ástandi sem nú ríkir, eru kosningar. Ég get nú ekki betur séð en að ríkisstjórnin eigi fullt í fangi með að tækla ástandið eins og það er þó ekki bætist við að standa í kosningabaráttu, sem yrði til þess að EKKERT yrði gert í efnahagsmálunum næstu mánuði og ástandið myndi stórversna. Svo get ég ekki séð að VG sé með neina raunhæfa lausn á þeim vanda sem þjóðin á í, hvorki á efnahagssviðinu eða öðru.
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 529
- Sl. sólarhring: 555
- Sl. viku: 2311
- Frá upphafi: 1846985
Annað
- Innlit í dag: 278
- Innlit sl. viku: 1374
- Gestir í dag: 246
- IP-tölur í dag: 241
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhannes
Ég tek undir hvert orð hjá þér. Það hafa fleiri þessa skoðun.
Það er ekki í þágu þjóðarinnar að kjósa núna. Því miður er ekkert framundan nema erfið og hægfara vinna út úr vandanum og kosningar eru ekki patentlausn. Vont getur versnað mikið og kosningar eru ávísun á aukinn vanda. Auðvitað eru "lausnir" VG ekki lausnir. Gömlu Alþýðubandalagsúrræðin hafa aldrei gert gagn hvað þá núna.
Það er mikill popúlismi í Steingrími J. núna. Skiljanlega en það eru ekki hagsmunir heildarinnar að kjósa. Frekar hans áhugamál.
Vlaborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:48
Sæll Jóhann
Ég biðst afsökunar á að nefna þig ranglega Jóhannes í fyrri færslu.
valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:52
Ríkisstjórnar ræksnið sem nú situr er ekkert að gera annað en að taka lán og veðsetja börnin okkar, ég vil kosningar sem fyrst, enda er ríkisstjórnin rúin trausti hér heima og erlendis.
Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 15:58
Það væri í þágu þjóðarinnar að kjósa núna. Það á ekki að þurfa fleiri orð um það.
Jóhannes Ragnarsson, 7.12.2008 kl. 16:09
Á hvern hátt væri það í þágu þjóðarinnar að ganga til kosninga núna, Jóhannes?
Jóhann Elíasson, 7.12.2008 kl. 22:13
Sæll Jóhann, ég er nú hjartanlega sammála þér núna, og ekki er ég sammála Jóhannesi hér að ofan, Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 00:35
Sammála hverju orði Jóhanns. Það er skemmtilegar andstöður í skoðanakönnunum. Þær hinar sömu og mæla mikið fylgi við VG sýna á sama tíma, að 7-8 af hverjum 10 Íslendingum vilja að landinu verði sem fyrst komið inn í ESB - en því er VG náttúrulega alveg mótfallið.
Búandi í ESB-landi finnst mér umræðan heima nokkuð einlit og eins og allt sé hér rósrautt og stabílt. Svo er bara ekki, en það er önnur saga.
Ágúst Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.