Hvað með það að erlendir aðilar megi ekki eiga í Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum??

Eru þessi lög alveg marklaus, hvað erum við að gera með löggjafarvaldið þegar lögin sem eru sett eru þverbrotin og enginn virðist sjá nokkra ástæðu til þess að fylgja þeim?  Eru menn ekki búnir að sjá það að KVÓTAKERFIÐ með sinni frjálsu framsalsheimild og heimild til þess að VEÐSETJA kvóta, er búið að koma okkur í þessar ógöngur?  Nú er búið að hleypa útlendingum bakdyramegin inn í fiskveiðilögsöguna með þessu bulli og svo keppast menn við að "mæra" þennan ófögnuð.
mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú er lag að ríkið taki kvótann yfir aftur.  Hann er jú eign þjóðarinnar samkvæmt landslögum ekki satt!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er það svo að nú sé alg þegar veðin eru komin í hendur erlendra banka. Vona að svo sé og styð það heilshugar að innkalla kvótann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er það svo að nú sé lag þegar veðin eru komin í hendur erlendra banka. Vona að svo sé og styð það heilshugar að innkalla kvótann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jói. Útlendingar eiga fullt af sjávarútvegsfyrirtækjum og hafa átt lengi. Þeir eiga í tryggingafyrirtækjum og olíufyrirtækjum og fleiri fyrirtækjum, sem aftur eiga í útgerðarfyrirtækjum.

Haraldur Bjarnason, 7.1.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þetta ekki það sem er kallað að fara "bakdyramegin" inn í einhvern bransa, Halli?

Jóhann Elíasson, 7.1.2009 kl. 17:34

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er náttúrulega afhjúpun á vitleysunni i allri sinni mynd Jóhann, og ágætt að kom upp á yfirborðið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2009 kl. 00:50

7 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Óbein aðild útlendinga er búin að vera lengi við líði. Verði Samfylkinguni að ósk sinni um ESB aðild, þá verður stutt í að eignini verði bein, þ.e. Portúgalar og Spánverjar eignast þetta allt fyrir skít á priki.

Sigurbrandur Jakobsson, 8.1.2009 kl. 09:26

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gott mál að erlend fyrirtæki geti ekki ráðskast með íslenska kvótakerfið.

Magnús Paul Korntop, 8.1.2009 kl. 23:43

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mýtan um að verðmæti landaðs afla hafi aukist með kvótakerfinu er röng. Það er aftur á móti rétt að fljótlega eftir að aflaheimildum var úthlutað komu fiskmarkaðirnir til sögunnar. Þá fóru sjómenn og útgerðarmenn að skilja að meðferð aflans skipti máli því ef bátur varð uppvís að því að landa ítrekað slæmum fiski og illa ísuðum féll verðið hjá bátnum í réttu hlutfalli. Þetta veit ég betur flestum öðrum því ég var matsmaður á ferskan fisk fram yfir 1990.

Árni Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 23:44

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, hvað finnst þér um þá skoðun mína að upphafið að bankahruninu sé kvótabraskið? Það er gott að vera vitur eftir á, en mér finnst þetta.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 02:06

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki í minnst vafa um að þetta er rétt hjá þér Helgi.

Jóhann Elíasson, 9.1.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband