Það á að halda dauðahaldi í Bakkafjöruklúðrið sama hvað það kostar......

Enn eru sjálfstæðismenn og þeirra fylgifiskar við sama heygarðshornið í þessu Bakkafjörudæmi.  Það er nokkuð mikið um það að yfirvöldum hafi verið bent á það hversu hæpin þessi framkvæmd sé en allt kemur fyrir ekki TÖLVULEIKIR Siglingastofnunar sýna nefnilega að þetta sé hægt og því kjósa þeir að trúa eins og nýju neti.  Og nú á að gera enn meiri farsa úr þessu með því að kaupa 11 ára gamla "innanfjarðaferju" frá Danmörku, sem ætlað er að sigla á opnu hafi á einhverri erfiðustu siglingaleið sem til er.  Hvaða fáránleik taka þessir "snillingar" upp á næst, til þess að fullkomna eigin aulahátt?  Það hefur verið fjallað mikið um þessa framkvæmd og eins og gefur að skilja eru um hana afskaplega skiptar skoðanir og á það jafnt við um heimamenn sem aðra, ég hef nokkuð "bloggað" um þetta og meðal annars þann 24.10.2007, sjá hér.
mbl.is Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nota bara áfram Þorlákshöfn og kaupa eina svona

http://www.wright-international.com/wil1337-highspeedcatamarancarferry.php

Benni (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þessi tvíbyttna þolir ekki mikinn sjó og þyrfti oft að aflýsa siglingum.

Hörður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 21:22

3 identicon

meða við myndefni sem eg hef seð er eg ekki viss

Benni (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband