18.1.2009 | 21:29
Einhvern tíma var það gert að REKA þá með skömm sem ekki gátu valdið þeim störfum sem þeir höfðu verið valdir til!!!!!!!
Það kom fram í Silfri Egils, í dag að nokkuð margir VISSU nákvæmlega í apríl að hverju stefndi í efnahagslífi þjóðarinnar en kusu að stinga viðkomandi skýrslu undir stólinn (þessi stóll hlýtur að vera orðinn ansi valtur því það er komið svo mikið undir hann) og gera ekki neitt. Þeir sem þarna eru þeir alverstu og ættu að svara fyrir gjörðir/aðgerðarleysi eru: Forstjóri fjármálaeftirlitsins, bankastjórn Seðlabankans og ríkisstjórnin öll en þó sérstaklega fjármálaráherra og viðskiptaráðherra. þetta fólk ætti strax að hætta störfum og það ætti að setja það í einangrun þar til rannsókn á þætti þeirra yrði lokið síðan á 17 júní yrði þetta lið sett í "gapastokka" á Austurvelli og almenningur fengi tækifæri til þess að kasta í það eggjum, skyri og öðru sem til félli. Það er alltaf að koma fram vísbendingar um að þáttur stjórnvalda og eftirlitsstofnana í efnahagshruninu var mun meiri en hafði verið látið í veðri vaka. NÚ RÚMLEGA HUNDRAÐ DÖGUM SÍÐAR HEFUR ENGINN SÆTT ÁBYRGÐ Á ÞV'I SEM GERÐIST OG EKKERT SEM BENDIR TIL AÐ SVO VERÐI AÐ ÖLLU ÓBREYTTU. Það er bara ósköp einfalt: Ef þú ert að sjóða graut á hæsta hita þá verður að LÆKKA hitann undir honum þegar suðan kemur upp annars SÝÐUR upp úr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 2199
- Frá upphafi: 1837565
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 1260
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér. En sannaðu til Jóhann, sá einstaklingur sem var fjármálaráðherra þegar einkavinavæðingin stóð sem hæst og orðin forsætisráðherra þjóðarinnar þegar öll aðvörunarljós voru farin að blikka um yfirvofandi bankahrun og gjaldþrot þjóðarinnar - verður að ollum líkindum hylltur af trylltum lýðnum og endurkjörinn með lófaklappi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku.
Atli Hermannsson., 18.1.2009 kl. 21:50
Sennilega er þetta alveg rétt hjá þér Atli en maður má þó láta það eftir sér að falla í dagdrauma þó ekki sé nú meira.
Jóhann Elíasson, 18.1.2009 kl. 22:05
Þetta er allt hið ömurlegast mál. Frá A til Ö
Og ættu margir, mjög margir að hætta afskiptum af stjórnmálum og fjármálum bæði hjá ríki og einkaaðilum.
Svo ætti fól svona yfirleitt, bæði Íslendingar og Evrópubúar, að vera vanlátari í vali hvar þeir vilja ávaxta pund sitt. Ekki bara fara eftir einhverjum sem hringir eða erlendum bönkum sem eru í útrás. maður verður að hafa vit fyrir sér sjálfum, og vera svo ekki að kenna alltaf öðrum um.
Minni ég á að Ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið meirihlutastjórnir, svo að við bara kusum þetta yfir okkur, þá þau séu súrir ávextirnir sem þau gefa af sér.
Auðvitað hylla Sjálfstæðismenn þann sem verður kosinn formaður flokksins. sama gerðu Framsóknarmenn í dag. Og Samfylkingin mun gera það líka. Annað væri ekki eðlilegt. Svo þegar komið er inní kjörklefann, þá kýs hver eftir sinni sannfæringu og það á að hald næstu 4 árin
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:08
Ekki gleyma því úr hvaða jarðvegi "álitsgjafarnir" eru sprottnir. Það þarf alltaf að skoða það áður en maður gleypir hrátt það sem þeir hafa að segja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 23:02
Gunnar ég hef ekki eins mikla ástæðu til að vantreysta "álitsgjöfunum", sem eru erlendir og prófessorar við virta erlenda háskóla, þeim virðist vera annt um orðspor sitt og skólanna sem þeir starfa við öfugt við Íslenska ráðamenn, heldur en þetta spillingarlið sem hefur tekið þjóðina "ósmurt" í ra...... mánuðum og jafnvel árum saman.
Jóhann Elíasson, 18.1.2009 kl. 23:12
Þeir eru nú margir prófessorarnir....
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 23:17
Heill og sæll Jóhann. Er að mörgu leiti sammála þér nema þetta með 17.júni og gapastokka mér hugnast ekki sú leið þó ég sé ekki sáttur við þetta fólk , þetta er lögreglumál eins og maðurinn sagði . En við höfum möguleika á að breyta þessu í næstu kosningum og þess vegna eigum við að reyna að kreista fram nýjar kosningar sem fyrst.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.1.2009 kl. 23:25
Heill og sæll Jóhann - ég skil mikið vel reiði þína og tilfiningar gagnvart stöðunni. Þáttur Egills í dag varpaði hins vegar ekki nýju ljósi til mín um aðdraganda eða eðli bankahrunsins. Gunnar bendir á góðan punkt hér að ofan. Annað er hitt, að í þættinum var dregin upp álitsgjöf frá mars 2008. Löngu fyrir þann tíma var staðan orðin þess eðlis að okkar yndislega mannfélag átti einungis vonina eina eftir um að lánalínur héldust opnar fyrir bankana og ríkið að draga á.
Ég spurði á bloggi mínu um daginn um skipurit íslenskrar stjórnsýslu með tilliti til kerfislægrar áhættu. Í fréttaannálum um ártamótin var ég minntur á orð Geirs Haarde frá apríl 2008. Þar segir hann blátt áfram að hann telji alls ekki að stærð bankanna ( bankakerfisins) sé vandamálið (ógnin). Ég hef aðeins fylgt eftir þessum orðum yfirmanns Seðlabankanns ( Geirs) og komist að því að einhver armur ,,málsmetandi ráðgjafa" taldi stjórnvöldum trú um að mikið öryggi lægi í stærð bankanna. Að stærð þeirri tryggði enn betur ,,lítil" líkindi fyrir vandræðum bankakerfisins. Þessi orð Geirs verðum við vissulega að vigta í ljósi þess að þau eru látin falla í apríl 2008 þegar hann gat vissulega ekki sagt neitt annað nema þá til að valda skaða. Enn og aftur, hin óbærilega staða var komin upp löngu fyrr.
Mín niðurstaða til þessa er sú að óbærilegt sé að búa við það í framtíðinni að regluverðir kerfislægrar áhættu séu kjörnir fulltrúar. Fulltrúar sem grunda starfsöryggi sitt á lýðhylli. Kerfislægt hrun eins og við erum að upplifa er vissulega ekki líklegt í heimsþorpinu aftur á okkar vakt, en ansi slæmt til þess að vita að umræða um kerfislæga áhættu hafi ekki rist dýpra innan stjórnsýslunnar, í stjórnmálaumræðunni, meðal fjölmiðla og kjósenda.
Fjármálaeftirlitið ( FME) hefur sitt regluverk. Hver hannaði regluverkið?
Í Kastljósi í desember sagði Jónas (forstjóri FME) að FME bæri ekki ábyrgð á því að lög sem verið hafa í vinnslu frá árinu 2007 væru ekki komin fram. Lög sem hefðu getað tryggt betur réttarstöðu íslenska ríkisins gagnvart innistæðutryggingum á Icesave reikningum. Hverjir voru að dúllast með það verk?
GN-Einar
Einar Vilhjálmsson, 19.1.2009 kl. 00:04
Gott innleg Einar. Sérstaklega þessi punktur:
"Mín niðurstaða til þessa er sú að óbærilegt sé að búa við það í framtíðinni að regluverðir kerfislægrar áhættu séu kjörnir fulltrúar. Fulltrúar sem grunda starfsöryggi sitt á lýðhylli"
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 00:10
Þetta er eins og löng martröð að verða.
Einar Örn Einarsson, 19.1.2009 kl. 00:45
Góður pistill Jóhann.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.1.2009 kl. 00:52
Sammála þessu Jóhann,en fólkið i landinu verður að fá kosningar til að segja álit sitt,og það er aðal málið ,allavega ekki seinna en i vor/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.1.2009 kl. 01:01
Kosningar verða eftir að rannsóknarnefndin hefur skilað niðurstöðum sínum í nóvember.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 01:04
"Ég hef aðeins fylgt eftir þessum orðum yfirmanns Seðlabankanns ( Geirs) og komist að því að einhver armur ,,málsmetandi ráðgjafa" taldi stjórnvöldum trú um að mikið öryggi lægi í stærð bankanna. Að stærð þeirri tryggði enn betur ,,lítil" líkindi fyrir vandræðum bankakerfisins."
Einar. Sé þetta rétt hjá þér, má gera ráð fyrir að Geir hafi stutt Icsave innrás Landsbankans í Holland sem þá var í undirbúningi.
Atli Hermannsson., 19.1.2009 kl. 01:16
Algjörlega sammála þér hér Jóhann minn. Fyrst þetta fólk vill ekki fara sjálfviljugt á auðvitað að reka það og hefði átt að hafa gerst fyrir löngu, og ekki gleyma Geir og Ingibjörgu, þau verða að fjúka um leið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.