Þetta fer nú að verða eins og að hlusta á gamla RISPAÐA vínilpötu!!!!

Röksemdir Greenpeace eru álíka vel rökstuddar eins og tveggja ára krakki segði "af því bara" þegar hann væri spurður að því af hverju hann hefði gert þetta.  Það hefur verið sýnt fram á það að hvalaskoðanaiðnaðurinn er að skila þjóðfélaginu mjög LITLUM gjaldeyristekjum, þannig að þó MIKILL VÖXTUR yrði í hvalaskoðunum GÆTI sá vöxtur ekki orðið til að bjarga efnahag okkar Íslendinga en hvalveiðar bjarga kannski ekki efnahagnum en þær hjálpa upp á hann.  Árið 2006 skrifaði ég grein um þennan "blómlega" atvinnuveg sem hvalaskoðanir eru og svo á móti hverju hrefnuveiðar gætu skilað þjóðarbúinu sjá hér.  Nokkur gagnrýni kom á það að ég birti ekki kostnaðartölur, sú gagnrýni er alveg réttmæt og á alveg fullkomlega rétt á sér en ástæða þess að ekki eru birtar kostnaðartölur þarna er sú að HVALASKOÐUNARFYRIRTÆKIN fengust ekki til að láta af hendi NEINAR kostnaðartölur, hver ástæðan var er mér ekki kunnugt um.  En þó svo að tölurnar séu frá árinu 2004 eru HLUTFÖLLIN mjög svipuð í dag.
mbl.is Grænfriðungar fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki betur en að flest þessara fyrirtækja séu skuldug upp fyrir haus.  Minnist sameiningar Hvalaskoðunar og Eldingar, en það virtist ekki vera rekstrargrundvöllur fyrir þeim báðum í sömu höfn og að auki eru engar siglingar yfir vetrartímann.  Held að menn ættu að fara að hugsa sig betur um út á hvað þeir eru að setja.

Freyr (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við fáum rengi við fáum rengir  við fáum rengi   verður yndislegt að fá aftur rengi á mannsæmandi verði gott að við erum aftur að fara að nyta það sem landið gefur af sér. Grænfriðungar hafa alltaf fordæmd okkur nú væri lag að sýna aftur myndina hans Magnúsar um rétt innræti þeirra stofnanna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já gamli ven.  Alveg fannst mér dæmalaus framgangan hjá Sigursteini Mássyni í Kastljósinu í kvöld, maðurinn kom með fullyrðingar, sem ekki var nokkur leið fyrir hann að rökstyðja og það sem verra var að "stjórnandi" umræðnanna lét hann komast upp með þessa sýndarmennsku.

Jóhann Elíasson, 28.1.2009 kl. 21:10

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er mikið innvinkaður i sögu þessara hvalveiða seinni ára 1949-byrjaði maður hjá Slippfélaginu i R.vik og þá hvalveiðar á fullu og veiddir um 480-500 hvalir á ári og við þektum þessa flesta sem voru þarna um borð,og hvalur var a´hvers mans  borðum og ódyrsasti maturinn,þetta þótti sjaldsagt og og skaffaði mikla vinnu og allt seldist/svo þegar þessir umkverfissinnar komust á að við væru að klára og ganga svona ´stofninn var þetta ,að atvinnu margar og sníkjum að halda þessu i horfinu að banna hvalveiðar/þetta eru öfgar sem löngu er komið nóg af og engum til Góðs að láta Hvalinn eta fiskin sem við eigum að veiða að stórum hluta,við eigum ekki frekar en Japanir að hlusta á þetta heldur veiða skaplega og skapa vinnu Gjaldeyrir og mat /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.1.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

En ætli svínin,  kjúklingarnir og lömbin, sem eru alin til slátrunar séu sálarlaus?  Þessir "kaffihúsanáttúruverndarsinnar" verða að að fara að gera sér grein fyrir því að matvælin okkar eiga sér ekki uppruna í neytendapakkningum í stór-mörkuðum.

Jóhann Elíasson, 28.1.2009 kl. 21:54

6 identicon

Ætli grænfriðungar hafi ekki notað orðið "sentient" sem þýðir ekki sál heldur skyn. Þorskar og öll önnur dýr hafa skynfæri og finna þess vegna til. Þetta eru rök, sem oft eru notuð fyrir því að veiða ekki eða beita dýr og menn ofbeldi á annan hátt, en þið hlustið auðvitað ekki á þau frekar en nokkuð annað. Grænfriðungar aðhyllast stefnu sem felst í því að beita ekki ofbeldi undir neinum kringumstæðum og halda því fram að ofbeldi skerði málstaðinn og sé honum alls ekki til framdráttar.

Rúnar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er með nokkuð blendnar skoðanir á hvalveiðum og finnst að þær geti verið varhugaverðar. Þar er ég ekki að halda því fram að hvalastöfnar séu í útrýmingarhættu, heldur geta veiðarnar haf mikinn fælingarmátt gagnvart ferðamönnum og einnig gagnvart dýrunum sjálfum á slóðum ferðamanna. Þá er ég að meina að dýrin styggist og ekki verði eins auðvelt að nálgast þau eins virðist vera.

Ég og maðurinn minn erum að byggja upp ferðaþjónustufyrirtæki með 20 tonna eikarbát sem fyrirhugað er að gera út til selaskoðunar af sjó. Skoðunarferðir af sjó eru að mínu áliti að miklu leiti óplægður akur hér við land. Þá er ég að taka um útsýnisferðir með ferðamenn til að skða landið frá sjó. Slíkar ferðir er hægt að fara allt árið, þegar veður leyfir og það hefur verið reiknað úr að eitt starf í ferðaþjónustu skilar fleiri afleiddum störfum, en til dæmis störf í stóriðju.

Hvað varðar þá fullyrðingu að hvalaskoðunatfyrirtækin séu "skuldug upp fyrir haus". Hvaða atvinnugrein á íslandier EKKI skuldug upp fyrir haus við þau rekstrarskilyrð sem ríkja á Íslandi. Sjávarútvegurinn er stórskuldugur og það er ekki talað um að leggja hann niður. Þegar gengi vextir og verðbólga verða orðin eins og siðuðum þjóðum, þá er eg viss um að margskonar rekstur mun ganga vel hér á landi.

Sjávarútvegurinn þarf reyndar fyrst að losna frá kvótaeigandkerfinu, þá verður hægt að reka þá grein af stórum og smáum fyrirtækum. Að ég fari að tala sérstaklega fyrir hvalveiðum, fáið þig mig ekki til að gera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 22:51

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hólmfríður, ég vann rannsóknarverkefni í haust, ásamt fleirum, sem fjallaði um það hvort hvalveiðar hefðu áhrif á hvalaskoðanir.  Helsta niðurstaðan varð sú AÐ ÞAÐ FUNDUST ENGAR VÍSBENDINGAR UM AÐ SVO VÆRI, en það kom okkur, sem unnum þetta verkefni, verulega á óvart að það komu fram vísbendingar þess efnis að HVALSKOÐANIR GÆTU HAFT SKAÐLEG ÁHRIF Á HVALINA.  En það voru heldur ekki neinar vísbendingar um að hvalveiðar hefðu áhrif á ferðamannaiðnaðinn.

Jóhann Elíasson, 28.1.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband