Skipt VERÐUR um bankastjórn, peningastefnan VERÐUR endurskoðuð....

og þar með er ekki allt upptalið, það VERÐUR stofnað "peningastefnuráð".  Það er margt sem VERÐUR  gert á þessum rúmum 80 dögum sem þessi ríkisstjórn hefur til að starfa en ég get ekki séð að það sé HÆGT að koma þessu öllu saman í verk, það eru jú bara 24 tímar í sólahringnum.


mbl.is Einn Seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

En allir aðstoðarmennirnir sem hafa staðið við jötuna,geta þeir ekki gert eitthvert gagn ?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Verða þeir eitthvað skilvirkari en þeir hafa verið hingað til?

Jóhann Elíasson, 1.2.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Breytingar á Seðlabankanum hafði Geir Haarde boðið Ingibjörgu upp á í desemberbyrjun og átti að samþykkja frumvarp um það í febrúar. Það hafa verið erlendir sérfræðingar ásamt innlendum að tak út starfsemi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til að gera ríkisstjórninni tillögur um hvernig best væri að haga þessum málaflokkum til framtíðar. Þessu boði Geirs fylgdu breytingar á yfirstjórn bankans. Þessu var slegið á frest að ósk Ingibjargar vegna veikinda hennar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.2.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Þórður Vilberg Oddsson

Hefur verið skoðað til enda HVERNIG þetta verður framkvæmt og hvaða leiðir eigi að fara til að henda Davíð og félögum út. Talað er um að brjóta annað hvort lög eða taka á sig hugsanlegar kærur með skaðabótum ef um er að ræða ólöglegar uppsagnir. Mér finnst aðeins skorta á "HVERNIG-hlutanum" hjá nýrri stjórn.

Þórður Vilberg Oddsson, 1.2.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband