Kannski verða brimvarnargarðarnir tilbúnir svo þeir geti "farið" í hafið næsta vetur....

Kannski er efnahagur landsins ekki eins bágur og af er látið fyrst við höfum efni á því að HENDA öllum þessum milljörðum í sandinn.  Miðað við efnahagsástandið hefði ekki verið nær að byggja upp núverandi samgöngur milli Lands og Eyja, bæði á öruggari og ekki síður á ódýrari hátt?  Það hefur ekki tekið skip, sem stranda á þessum slóðum, mörg ár að sökkva í sandinn.  Er ekki um að ræða þarna restarnar af mikilmennskubrjálæði okkar að halda að við getum hamið náttúruöflin?
mbl.is 89 manns að störfum við Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll félagi. þetta er með því vitlausara sem gert hefur verið í framkvæmdum hér á landi Jói, allavega líst sjófarendum og reynslu miklum skipstjórum sem hafa verið þarna við suður ströndina ekki á.

Grétar Rögnvarsson, 26.2.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessaður aftur félagi, ég held að þarna sé komin vísasta leiðin til þess að sóa fjármunum svo um munar.  Það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði aldrei að veruleika og mest er ég hræddur um að eftir þessa misheppnuðu og dýru tilraun verði menn EKKI tilbúnir til þess að setja pening í samgöngubætur milli Lands og Eyja.

Jóhann Elíasson, 26.2.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband