29.3.2009 | 11:12
Svo bregðast krosstré sem önnur tré!!!!
Allt frá því að ég byrjaði að vinna launaða vinnu 14 ára gamall hef ég, lögum samkvæmt, greitt hluta launa minna í hina ýmsu lífeyrissjóði alveg hugsunarlaust enda var mér sagt að þarna væri ég að leggja fyrir til elliáranna (sem mér fannst þá nokkuð skrítin tilhugsun því á þessum árum er ellin ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um framtíðina, ef maður hugsar um framtíðina yfirleitt). En seinni árin (ég er farinn að nálgast fimmtugt) hafa lífeyssjóðsmálin orðið mér nokkuð hugleikin og sífellt finnst mér að útlitið í þeim málum sé að dökkna svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Það er allt útlit fyrir að elliárin verði ekki eins róleg og áhyggjulaus og mér hafði verið talin trú um fréttir undafarinna daga hafa styrkt þann grun minn svo um munar og er mín tilfynning sú að lífeyrissjóðakerfið sé hreinlega að hrynja eins og spilaborg og eigi ekki minnstan þátt í því sukk og svínarí stjórnenda þeirra og jafnvel lögbrot þeirra í fjárfestingum sjóðanna í gegnum árin og svo á náttúrulega bankahrunið stóran þátt í þessum Hrunadansi. Þeir sem yngri eru geta brugðist við og "reddað sér fyrir horn" en útlitið er síður en svo gott hjá þeim sem komnir eru á þann aldur að þeir séu farnir að taka út lífeyri eða þeir sem eiga stutt í þann aldur, hvað verður um þá? Ég bloggaði um þetta þann 26.03 SJÁ HÉR þá hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið mjög ötull í gagnrýni sinni á lífeyrissjóðina og vinnubrögð þeirra og hafa skrif hans og annar málflutningur (m.a í Silfri Egils) verið mjög málefnalegur og góður, hvet ég alla til að fara inn á bloggið hans og skoða þar það sem hann skrifar. Það er mín trú að lífeyrissjóðirnir séu ekki nægjanlega FJÁRHAGSLEGA STERKIR til að bera það TAP sem þeir ÞURFA að taka á sig vegna bankahrunsins og því komi þeir til með að falla. Það hreinlega er ekki bjóðandi að það eigi að moka yfir skít og skömm síðustu ára með því að SKERÐA ÞAU LÍFEYRISRÉTTINDI sem almenningur hefur unnið sér inn í marga áratugi. Geti lífeyrissjósirnir ekki staðið við suldbindingar sínar eru þeir einfaldlega GJALDÞROTA svo einfallt er það.
Staða lífeyrissjóða afhjúpuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 156
- Sl. sólarhring: 341
- Sl. viku: 2305
- Frá upphafi: 1837289
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 1312
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til að reikna réttindi lífeyrissjóðanna er gerður sérstakur tryggingastærðfræðilegur útreikningur. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekki á færi almennings að gera slíkan útreikning. Þó sjóðirnir hafi tapað einhverju í bankahruninu, ber á það að líta að ávöxtun þeirra undanfarin ár hafi verið það góð að hún geti vegið nokkuð þar á móti. Hitt er svo annað mál að það hefur í gegnum árin verið allnokkur hópur í landinu sem hefur verið andsnúinn sjóðunum í heild. Sú afstaða hefur ekkert með ástand nútímans að gera og þá fullyrðingu að sjóðirnir standi höllum fæti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.3.2009 kl. 14:19
Hvernig lífeyrissjóðirnir reikna út lífeyrisskuldbindingar sínar er ekki höfuðmálið heldur hvort og hvernig ætlunin er að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar. Eins og hefur áður komið fram þá voru lífeyrissjóðirnir mikið framfaraskref á sínum tíma en allt er breytingum háð nema lífeyrissjóðirnir hafa ekki tekið neinu breytingum og að mínu mati hafa þeir bara dagað uppi með því að svara ekki kalli tímans.
Jóhann Elíasson, 29.3.2009 kl. 15:04
Það skiptir einnig máli hvernig lífeyrissjóðirnir reikna út lífeyrisskuldbindingar sínar. Þar er eitt og annað öðru vísi enn við launamenn hefðum viljað.
Þessi lífeyrissjóðir eru ekki það sem launamenn börðust fyrir á 7. áratugnum. Krafan var eftirlaunakerfi eins og tíðkast hefur á Norðulöndum. En ekki sjóðakerfi.
Þessir lífeyrissjóðir eru eitt hið mesta slys sem launamenn hafa orðið að þola í nær 40 ár. Í öll þessi ár hef ég greitt mín 10% í lífeyrissjóð.
Launmenn voru lögþvingaðir til að greiða í lífeyrissjóð. Ástæðan var sú, að það var lausafjárþurrð í ríkisbönkunum eftir aflabrestinn á 7. áratugnum.
Ég er nú hættur afskiptum af þessum launamálum og um lífeyrissjóðamálum.
1980 voru sjóðirnir gjaldþrota. Iðgjöld voru hækkuð gríðarlega
1990 voru verulegir erfiðleikar hjá sjóðunum, þá var farið í æatak til að ná til allra sem áttu að greiða í sjóðina en höfðu til þessa sloppið.
2000 eða upp úr aldamótunum var farið í það að hækka iðgjöldin í áföngum upp í 12% af öllu launum.
Bara að segja þér Jóhann, að sjóðakerfið gengur ekki upp.
Kristbjörn Árnason, 29.3.2009 kl. 15:47
Þakka þér fyrir gott innlegg Kristbjörn, þetta er akkúrat minn punktur og gott að fá það staðfest frá manni sem greinilega fjallar um málið af þekkingu.
Jóhann Elíasson, 29.3.2009 kl. 16:41
Lífeyrissjóðir hafa breyst og orðið að fjármálastofnunum sem lukkuriddarar hafa leikið sér með og látið bakka sig upp í spilafíkn spákaupmennskunnar. Mörgum þessum sjóðum virðist vera stjórnað af lokuðum og fámennum klúbbum. þessa starfsemi er brýnt að opna og koma á lýðræðislegri ákvarðanatöku.
Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 19:11
Mér finnst það eigi að slá þetta rugl allt saman af í heilu lagi og steypa saman í einn sjóð fyrir alla landsmenn þar sem allir standi jafnfætis hvað eftirlaun varðar. Þetta bull getur ekki endað öðruvísi en að það verði tvær þjóðir í landinu, önnur með lífeyrisréttindi og hin að vinna fyrir þeim. Þetta er ekkert minna en galið og að sitja í ofanálag uppi með allar þessar stjórnir og sjálftökufursta á þessu kerfi er nú bara rjóminn á kökuna.
Svo galar þessi hjörð yfir okkur söngva um eigið ágæti og hvað allir öfundi okkur af þeim og öllum þeirra skepnuskap og aldrei kemur upp löngun til að kíkja inní þetta, nema þegar vitleysingarnir hafa tapað svo stjarnfræðilegum upphæðum, að venjulegt fólk áttar sig ekki á tölunum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2009 kl. 22:53
Eg er að verða þeirrar skoðunar að það eigi að hafa einn sjóð sem sér um lágmarks farmfærslu siðan geti folk valið um að leggja meira til
Goður pistill joi
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.3.2009 kl. 23:01
Þið sáuð ef til vill að Lífeyrissjóði ríkissins 40 milljörðum,það er stór postuli Ögmundur ,þetta er ríkistryggt,því ekki okkar sjóðir????Spurning Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.3.2009 kl. 23:19
Þetta a´að vera tapaði
Haraldur Haraldsson, 29.3.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.