12.8.2009 | 15:00
EN HVER ERU RÖKIN GEGN "LEIÐRÉTTINGU" SKULDA HEIMILANNA?????
Viðskiptaráðherra vill ekki ljá máls á því að skuldir almennings fái nokkra leiðréttingu eða umfjöllun enda er um svo "smánarlega" lágar upphæðir að ræða í hverju tilviki, bara nokkrar milljónir getur í einstaka tilfellum farið í einn til tvo tugi milljóna en það er ekkert mál að DÆLA MILLJÖRÐUM af opinberu fé í fyrirtæki sem útrásarvíkingarnir voru búnir að þurrausa og fyrirtæki sem voru með STERKA eiginfjárstöðu áður en útrásarvíkingarnir læstu klónum í þau. Eitthvað fer nú lítið fyrir SKJALDBORGINNI sem átti að slá um heimilin í landinu. Viðskiptaráðherra hefur EKKI komið með NEIN haldbær rök fyrir því að EKKI eigi að koma heimilum til bjargar.
Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- EINA VITIÐ - OG STANDA EINU SINNI ALMENNILEGA Í LAPPIRNAR......
- ÞÓ SVO AÐ MÍNIR MENN HAFI UNNIÐ LEIKINN, ÞÁ VERÐA ÞEIR AÐ FAR...
- ER EKKI TIMI TIL KOMINN AÐ VIÐ ENDURSKOÐUM FISKVEIÐISTJÓRNUNA...
- AF HVERJU EIGA ÍSLENDINGAR AÐ TAKA MÁLSTAÐ DANA Í ÞESSARI DEI...
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 21
- Sl. sólarhring: 277
- Sl. viku: 1100
- Frá upphafi: 1857580
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 617
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru afskaplega einföld rök fyrir því hvers vegna niðurfelling skulda er ekki skynsamleg: hún þýðir einfaldlega að skuldin flyst yfir á einhvern annan. Rúmur helmingur húsnæðisskulda er t.a.m. hjá íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðum. Hver mun tapa ef þær skuldir verða lækkaðar? Væntanlega skattgreiðendur, tilvonandi lántakendur og núverandi og tilvonandi lífeyrisþegar. Munum að ef við fáum tilboð sem hljómar eins og það sé of gott til að vera satt (svona eins og myntkörfulán), þá er það það oftast. Þetta gildir líka um niðurfellingu skulda.
Gísli (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:23
Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg en að slá skjaldborg um hag útrásarvíkinga og dæla hundruðum milljarða inní einkarekin fyrirtæki sem voru rekin eins og spilavíti sem þeir skildu eftir gjaldþrota eftir að húsið "vann"(stal) pottinum(arðgreiðslur, afskriftir kúlulána ofl) er mun meira skynsamlegra því almenningur borgar það til dauðadags, þessi ríkisstjórn er skömm fyrir íslenskt lýðveldi, afsögn strax.
Samkvæmt lögum þá voru myntkörfulán bönnuð, það var bannað að tengja íslensku krónuna við erlenda mynt, ég er sjálfur með myntkörfulán sem ég tók 2007 upp á 1900 þús og er núna í 3.3 milljónum, greiðslubyrðin fór úr 35 þús í 100 þús ... það er verið að undirbúa málsóknir hef ég heyrt en maður getur varla beðið lengi, ég fer að fara á hausinn.
Ég finn svo mikið til með fólki sem tók kannski 20 milljónir að láni í erlendri mynt og er að fá fá stjarnfræðilegar rukkanir inn um gluggann og eina "ráðið" er að skuldajafna lánið ... hvaða lausn er það ? hengja í snörunni kannski, ég hélt að þegar lán væri tekin þá væri ákvæði um riftun ef breytingar á lánaforsemdum breytast stórkostlega.
Sævar Einarsson, 12.8.2009 kl. 15:38
En þegar eru settir peningar til að hreinsa upp skítinn eftir útrásarvíkingana, yfirfærist það ekki yfir á aðra? Gísli heldurðu virkilega að ég sé einhver hálfviti? Ég veit alveg um hvað ég er að tala þarna, "leiðrétting" á skuldum heimilanna er alls ekki eins flókin í framkvæmd og margir hafa viljað halda fram og svo má færa rök fyrir að sú aðgerð sé "þjóðhagslega hagkvæm" þegar til lengri tíma er litið.
Jóhann Elíasson, 12.8.2009 kl. 15:38
Mér dettur ekki í hug að þú sért hálfviti, en trúi því heldur ekki alveg að þú sért töframaður. Hvernig sérð þú fyrir þér að hægt sé að "leiðrétta" (þ.e. væntanlega að lækka) húsnæðisskuldir lánþega hjá Íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðum án þess að eignir lánadrottnanna (ríkis og lífeyrisþega) skerðist. Minn litli heili getur ekki skilið að það verði auðvelt -- og hélt ég þó að ég væri ekki hálfviti. Það er alveg rétt að hreinsunin eftir útrásarvíkinga flutti fjármagn frá mér til annarra, en ég á erfitt með að sjá að það réttlæti það að gengið sé á eignir lífeyrissjóða (les: lífeyrisþega) og ríkisins (les: skattgreiðenda).
Gísli (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:03
Gísli: Það lagði enginn út viðbótarfé til að hækka skuldirnar, heldur varð sú viðbót til "úr lausu lofti". Þessvegna á enginn lögmæta endurkröfu verði þessar hækkanir endurskoðaðar. Leiðrétting lána þýðir þess vegna ekki að skuldin flytjist yfir á einhvern annan, það er misskilningur.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 16:41
Auk þess eru Japanir búnir að afskrifa mikið af skuldum íslenska ríkisins.
Gísli. Skuldir sem ógerlegt er að innheimta hjá íbúðaeigendum mun enginn koma til með að greiða. Svo má endalaust bulla um að einhverjir aðrir muni koma til með að greiða þær.
Árni Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 17:20
Nú er ég alveg hættur að skilja. Guðmundur, þessi hækkun úr engu heitir verðtrygging og var sett á vegna þess að lán og innistæður brunnu upp í verðbólgunni. Ef við leggjum hana af hljóta vextir að hækka verulega á móti, því hver lánar peninga sem skila minna en verðbólgan? Ég man vel þá tíma þegar lán voru gjöf, og mæli ekki með þeim! Ég er síðan alveg sammála því að skuldir sem ekki er hægt að greiða mun ekki innheimtast. En það er einmitt það sem Gylfi er að tala um -- þeirra mál verður taka til sérstakrar skoðunar. En það er ekki sama og lækka allar skuldir, enda mun sú aðgerð ekki bjarga nema hluta þeirra sem eiga í vandræðum.
Gísli (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:42
Bankarnir hirða sitt af almenningi skiptir engu að þeir hafi fengið sínar skuldir niðurfelldar. Enda sést eins og í Kastljósinu áðan, að það eru sömu mennirnir og settu okkur á hausinn sem sitja enn í skilanefndum og stjórnum bankanna og deila og drottna. Nú þarf að fara að gera eitthvað róttækt, koma þessum andskotum frá, og samfylkingunni með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:25
Gísli: Ef ég keypti bíl fyrir tveimur árum á 2,5 milljónir, en núna hvíldu á honum 3 milljónir þrátt fyrir að ég hefði borgað af honum allan tímann. Þá fékk ég aldrei lánaðar þessar >500.000 kr. sem munar sem þýðir að það lagði enginn fram þann pening neinstaðar, talan á greiðsluseðlinum hækkaði bara án þess að lánveitandinn hafi lagt út meiri pening í samninginn. Á sama tíma hafa launin mín staðið í stað þannig að það myndi taka mig mun lengri tíma (talið í vinnustundum) en upphafega var um samið að borga bílinn. Bílaumboðið er búið að fá borgað fyrir bílinn, fjármögnunarfyrirtækið er búið að leggja út kaupverðið, það lagði enginn út neinn pening umfram upphaflegu viðskiptin. Það þýðir að ef lánið yrði endurskoðað þannig að ég endurgreiði ekkert nema það sem ég fékk upphafega lánað með sanngjörnum vöxtum (og sleppi því að endurgreiða fölsuðu hækkunina) þá er samt enginn af okkur að tapa neinu. Ef ég myndi hinsvegar greiða samninginn fullu (núverandi) verði þá er ég að tapa og lánveitandinn að græða, án þess að hann hafi með nokkrum hætti unnið fyrir þeim hagnaði heldur væri það ég sem væri að vinna fyrir auknum hagnaði í vasa lántakandans.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2009 kl. 01:55
Það hljómar ekki mjög sannfærandi að "engir peningar séu til til að létta skuldabyrði heimilanna" þegar
Kröfurnar eiga að vera
annaðhvort...
taka til baka niðurfellingar á skuldum glæpamannanna, Sjóvá, 365, kúlulánaliðsins, Straums o.s.frv.
eða
krefjast að heimilin í landinu fái sömu fyrirgreiðslu og elítan.
Theódór Norðkvist, 13.8.2009 kl. 02:23
Guðmundur Ásgeirsson, þakka þér kærlega fyrir að útskýra þetta á mannamáli, vonandi skilur Gísli þetta.
Sævar Einarsson, 13.8.2009 kl. 10:41
Leiðrétting er ekki það sama og niðurfelling...
Ef 10% heimila fara í þrot, þá er það sennilega dýrara en 20% leiðrétting sem nefnd hefur verið....
Það má vera að einhverjir "græði" meira en aðrir, en við skulum hafa í huga að það er jafnvel búið að afskrifa hluta þessara lána erlendis allt að 80%
Sú saga gengur meira að segja á götuni að lán í jenum sem Lýsing notaði til að fjármagna bíla og heimili einstaklinga hafi verið afskrifuð 90% af lánveitendum í Japan, en engu síður er ennþá rukkað 100% í Jenum og þar af leiðand 160% ef gengið er tekið inn í myndina...
Er ekki kominn tími á að skoða þetta ofan í kjölin?? Það á að vera eitt af núverandi hlutverkum ráðherra, og mætti líta á það sem hluta af "skjaldborginni" sem enn hefur ekki sést....
Eiður Ragnarsson, 13.8.2009 kl. 16:11
Maður en ansi smeykur um að mörg erlend lánafyrirtæki séu búinn að afskrifa lán til íslenskra lánafyrirtækja sem halda áfram að rukka inn afskrifuð lán, þetta þarf að grandskoða, það er ekki heil brú í því að maður sé að borga af láni sem búið er að afskrifa, eðlilegast væri að maður myndi borga upphaflega lánveitanda svo hann fái greitt fyrir sitt tap.
Sævar Einarsson, 13.8.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.