ÞAÐ ÞURFTI BANKAHRUNIÐ TIL SVO FME FÆRI AÐ SINNA STÖRFUM SÍNUM!!!!

En þetta felst í orðum Gunnars  "Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að mál sem stofnunin hafi fjallað um eftir bankahrun og sent áfram til sérstaks saksóknara séu skýr lögbrot en ekki hafi verið komið auga á það, af einhverjum ástæðum, þegar þau áttu sér stað. „Við erum að tala um refsingar, fangelsisvist allt að tíu árum," "  Eru þá ekki mun fleiri aðilar og eftirlitsstofnanir sem hafa kóað með útrásarvíkingunum en hafa bara "sloppið"?
mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Erum við ekki bara að tala um að á stóli forstjóra FME hafi áður setið hlýðinn varðhundur sem passaði upp á að eftirlitsstofnanir stæðu ekki í vegi fyrir "eðlilegri framrás" viðskiptalífsins?

Guðmundur Benediktsson, 7.9.2009 kl. 09:09

2 identicon

Kannski þurfti bankahrunið til að FME hefði aðgang að gögnunum sem þurfti til að rannsaka?

Gulli (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er örugglega rétt hjá þér Guðmundur.

Jóhann Elíasson, 7.9.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gallinn við þessar borubröttu yfirlýsingar forstjórans er sá, að með þessu gefur hann lögmönnum væntanlegra sakborninga færi á alls konar lagavafningum í þá veru að styrkja stöðu umbjóðenda sinna. Þekkjum við ekki slíka þrætubók úr t.d. svonefndum Baugsmálum? Ég er semsagt aðallega hissa á þessum yfirlýsingum, miðað við hefðir í íslensku réttarfari. 


Ágúst Ásgeirsson, 7.9.2009 kl. 11:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst þessi yfirlýsing styðja það sem ég hef heyrt, að aldrei hafi staðið til að dæma NEINN vegna bankahrunsins til þess séu allt of margir hátt settir einstaklingar flæktir í það og menn í æðstu stöðum "passi" upp á að ekki sé "kafað" of djúpt í hlutina.

Jóhann Elíasson, 7.9.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband