HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ "SÉRSTAKUR" SAKSÓKNARI HAFÐI EKKI TEKIÐ ÞETTA UPP????

Það kemur fram í þessari frétt, að þarna var um klárt lögbrot að ræða en samt sem áður hafa þessi mál EKKI verið til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu eða sérstökum saksóknara?  Þrátt fyrir að það hafi verið margsinnis bent á það, fyrir og í aðdraganda bankahrunsins, að bankarnir væru að taka stöðu á MÓTI krónunni var aldrei um neinar aðgerðir að ræða af hálfu Fjármálaeftirlitsins.  Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu dómstóla í þessu máli, þótt þarna sé um augljóst lögbrot að ræða vil ég minna á það að réttur er ekki það sama og réttlæti.
mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það var ekki "augljóst lögbrot" að taka stöðu á móti krónunni - þvert á móti má jafnvel segja að bankarnir hafo verið neyddir til að gera það til að verja sig, því þeir gerðu sér grein fyrir því að krónan var allt, allt of hátt skráð.

Hafi verið um lögbrot að ræða, þá er það spurningin um það hvort þeir hafi otað gengistengdum lánum að fólki án þess aðp vara það við  á sama tíma og þeir voru að verja sig segn fyrirsjáanlegu gengisfalli

Púkinn, 10.9.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki verið nógu og skýr í framsetningu minni en ég átti við það að bjóða uppá gengistryggð lán var augljóst lögbrot en aftur á móti það að taka stöðu á móti krónunni er ekki brot á lögum heldur reglum.  Ég biðst afsökunar á þessari ónákvæmni minni.

Jóhann Elíasson, 10.9.2009 kl. 14:18

3 identicon

Ekki nóg með það heldur hefur FME ekki svarað erindi Hagsm.samtaka Heim. um þessi ólögmætu lán, þ.e. FME er beðið um álit sitt á lögunum sem segja að gengistryggð lán sé ólögleg. Bréfið var sent í maí. Hvers vegna svara þeir ekki? Allir sofandi?

Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta viljaleysi til að kafa ofan í sannleikan er að verða óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband