NOSTALGÍA...............................

Ég var staddur í verslun um daginn, sem ekki er í frásögur færandi, nema ég stoppa fyrir framan einhvern tilboðsrekka og meðal þess sem er á tilboði eru KÓKOSBOLLUR.  Ég hugsaði nú með mér að það væri ekki svo galið að kaupa kókosbollur, það væru örugglega 20 ár síðan ég hefði fengið mér kókosbollur.  Ég skellti pakkningu með fjórum kókosbollum í kerruna, lauk svo verslunarferðinni af og borgaði við kassann.  Þegar heim var komið gekk ég frá og með helgisvip settist ég svo niður og ætlaði mér að borða MINNST eina kókosbollu og dreymandi á svip tók ég fyrsta bitann.....en þegar ég renndi þessum bita upp í mig rifjaðist það upp fyrir mér af hverju ég hafði ekki smakkað kókosbollur í 20 ár.  Ég reikna með að þær þrjár sem eftir eru endi í ruslinu eins og afgangurinn af þessari einu, sem ég byrjaði á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta hefir einnig hent mig/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.12.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Drengir, eruð þið búnir að missa glóruna? Konan kom heim með kókosbollur fyrir þrem dögum og ég sporðrenndi þeim á augabragði og hvílíkur unaður! Það er sama með mig og Jóhann, það er ár og dagur síðan ég snæddi kókosbollur en það skal sko ekki líða á löngu þangað til ég panta fleiri.

Baldur Hermannsson, 20.12.2009 kl. 19:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er gott að smekkurinn er misjafn,Baldur mikið óskaplega væri tilveran litlaus ef allir væru steyptir í sama mótið.

Jóhann Elíasson, 20.12.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú hefur lög að mæla. Fjölbreytnin hefur gert mannkyninu kleift að vera kóróna sköpunarverksins.

Baldur Hermannsson, 20.12.2009 kl. 19:46

5 Smámynd: Eygló

Voru þær skemmdar? eða bara finnst þér þær vondar? Ef svo var, hafðirðu gleymt því?

Þið hljótið þá að muna að þetta voru kallaðir 'negrakossar'.
Manni yrði stefnt fyrir mannréttindadómstól eða jafnvel leiddur fyrir aftökusveit fyrir anð nota slíkt orð nú til dags.

Jóhann ég verð þér eilíflega þakklát fyrir að hafa skrifað um kókósbollur! Það er svooo kærkomið að sjá eitthvað annað en rifrildi um málefni sem fólk veit lítið sem ekkert um (þjóðmálin)

Eygló, 21.12.2009 kl. 01:03

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, Eygló ég held að það hafi verið allt í lagi með kókosbollurnar en minna í lagi með mig.  Þegar ég var ungur þá borðaði maður mikið af þessu og drakk kók með, ég hlýt bara að hafa borðað yfir mig af þessu og minnið eitthvað farið að gefa sig en um leið og ég smakkaði á þeim rifjaðist allt upp.  Já ég man vel eftir þessu nafni en einhverra hluta vegna festist það ekki í sessi.

Jóhann Elíasson, 21.12.2009 kl. 08:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kókosbollur eru ekki sama og negrakossar.  Kókósbolllur var einhverskonar kakósull með kókos, meðan negrakossarnir voru súkkulaðihúðaðir með hvítu frauði.  Stökkar og góðar, þetta fæst hvort tveggja ennþá í gamla bakaríinu hér. 

En stundum minnir mann eitthvað sem svo stenst ekki söguskoðun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 09:17

8 Smámynd: Eygló

Í skyndi-söguskoðun kemur fram að ruglist á "..." og kókóskúlum. Sem var óbakað jukk og velt uppúr kókósmjöli, já og fæst enn í bakaríum :)
Þetta fer að ver djúpt hjá okkur.

Eygló, 21.12.2009 kl. 21:14

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Samkvæmt lýsingu Ásthildar voru þetta negrakossar sem frúin mín keypti og ég át með feginssvip. Örþunnt súkkulaðiskæni með kókosmulningi og einkennilegt hvítt frauð inni í því. En þetta var selt sem kókosbollur. The plot thickens.

Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 22:21

10 Smámynd: Eygló

Rólegur Baldur, það er löngu ljóst að þú sporðrenndir kókósbollum (áður fyrr "negrakossum") og það er stundum gott, rétt á meðan. Ekki er mælt með því að drekka kók með þeim, - nema þig langi að leika skilvindu og láta hluta koma útúr nefinu á þér!

Eygló, 21.12.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband