Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 21:37
Þrátt fyrir að krónan sé alltaf að styrkjast?
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 10:42
Fjármálaráðherra kemur þetta ekki við!
Vöruskiptin í september óhagstæð um 9,9 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2007 | 15:42
Gaman að velta fyrir sér.
Alltaf svoldið gaman að velta fyrir sér:
Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?
Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkaholistar") nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir geraá fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkaholisti"?
Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?
Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?
Af hverju límist ekki límtúpan saman?
Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?
Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?
Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?
Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?
Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?
Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?
Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?
Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn"
sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?
Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?
Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?
Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?
Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?
Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?
Ef ástin er blind, af hverju eru sexí undirföt þá svona vinsæl?
Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?
Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?
Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 08:20
FÖSTUDAGSGRÍN
Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".
Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:
"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:
"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2007 | 08:44
Verður ferjuhöfn í Bakkafjöru næsta “Grímseyjarferjuklúður”?
- Á blaðsíðu 5 í umræddri skýrslu, er talað um það að aldan fyrir suðurlandi sé sú hæsta sem um getur, en sé lægst við Bakkafjöru vegna þess að Bakkafjara sé í skjóli af Vestmannaeyjum. Þvílíkt bull, á milli Bakkafjöru og Eyja eru rúmlega 5 kílómetrar. Þegar ég var stýrimaður og var farið í var t.d undir Grænuhlíð, fyrir vestan, rekur mig aldrei minni til þess að við fengjum skjól af því að vera 5 kílómetra undan Hlíðinni. Það er hægt að vera í skjóli 100-200 metra frá (fer eftir landslagi) en rúma 5 kílómetra, það er náttúrulega algjört kjaftæði og að byrja á því að bera svona bull fram í byrjun skýrslunnar vekur upp spurningar um hversu mikið sé að marka restina af henni?
- Á blaðsíðum 5 og 6, í skýrslunni, er talað um sandrifið utan við fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru. Þar segir meðal annars Þegar aldan er nægjanlega há á leið sinni yfir sandrifið, fer hún að hryggjast og getur því brotnað á sandrifinu. Öldurnar brotna á um 300 m kafla frá 10 m jafndýpislínunni og inn fyrir hrygginn á sandrifinu. Við það, að aldan brotnar á sandrifinu, lækkar hæð öldunnar verulega, og heldur brotna aldan áfram að berast yfir um 400 m breiðan og 10 -12 m djúpan ál, sem liggur innan við sandrifið. Fjarlægðin frá hrygg sandrifsins að fyrirhuguðu hafnarmynni er um 500 metrar. Oft hef ég farið þarna um í misjöfnum veðrum og hef ég aldrei séð annað en að það brjóti á þessu rifi.
- Á blaðsíðum 5 og 6, í skýrslunni, er talað um sandrifið utan við fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru. Þar segir meðal annars Þegar aldan er nægjanlega há á leið sinni yfir sandrifið, fer hún að hryggjast og getur því brotnað á sandrifinu. Öldurnar brotna á um 300 m kafla frá 10 m jafndýpislínunni og inn fyrir hrygginn á sandrifinu. Við það, að aldan brotnar á sandrifinu, lækkar hæð öldunnar verulega, og heldur brotna aldan áfram að berast yfir um 400 m breiðan og 10 -12 m djúpan ál, sem liggur innan við sandrifið. Fjarlægðin frá hrygg sandrifsins að fyrirhuguðu hafnarmynni er um 500 metrar. Oft hef ég farið þarna um í misjöfnum veðrum og hef ég aldrei séð annað en að það brjóti á þessu rifi. Svo stendur til að bjóða fólki upp á það að siglt verði yfir þetta rif á skipi sem verður u.þb 15 metrum styttra en núverandi Herjólfur er og aðeins með 3,2 metra djúpristu, ekki vildi ég reyna að stjórna skipi við svona aðstæður. Annars hef ég verið að fylgjast með veðurdufli við Bakkafjöru (ásamt fleirum) og samkvæmt upplýsingum frá þessu veðurdufli er ansi oft ófært í Bakkafjöru.
- Þá kemur að sandburði í og við Bakkafjöruhöfn en á blaðsíðu 8 fær þetta atriði, sem ég vil meina að sé höfuðatriði fyrir þessa væntanlegu framkvæmd. Þessi umfjöllun, sem að mínu mati og þeirra sem þekkja svæðið mjög vel er svo yfirborðskennd að ekki verður hægt að verja hana með nokkru móti: Kannað var, hvaða áhrif breytingar á botninum á rifinu hefðu til lengri tíma. Þegar dýpið er minnkað um 2 m á 300 m kafla eftir hryggnum og febrúarveðrið er keyrt í
(ath að leturbreytingar eru alfarið mínar og er efni tekið úr umræddri skýrslu). Ég hef nú ekki sjálfur verið mikið að stunda veiðar á þessu svæði en það hafa aðrir gert og halda því fram að botninn á þessu svæði sé svo síbreytilegur, vegna sandburðar, að sé verið á vissri togslóð sé ekki hægt að treysta á það að botninn sé óbreyttur þegar togað er til baka. Þá er því einnig haldið fram, í skýrslunni, að lega tilvonandi sjóvarnargarða komi í veg fyrir það að sandur berist í tilvonandi höfn, Þar er vísað til rannsókna, sem Siglingastofnun gerði og eiga þær rannsóknir að vera fullkomlega öruggar. Rannsóknir, sem voru gerðar varðandi sjóvarnargarð í Grímsey, sem hvarf í óveðri, fyrir nokkrum árum, áttu líka að vera alveg öruggar. Þá vildu sérfræðingarnir hjá Siglingastofnun ekki hlusta á staðkunnuga menn og það gera þeir ekki heldur núna. Skyldi vera eitthvað samhengi þarna á milli? Það sem mér þykir fyrst og fremst vafasamt við gerð fyrirhugaðra sjóvarnargarða, er að þá á að reisa þá beint ofan á sandinn (ekki er almennilega vitað hve djúpt er niður á fast þarna). Vitað er að sandurinn er á fleygiferð og ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að gera sér í hugarlund að nokkrar steinvölur verði nú ekki mikil fyrirstaða, ef og þegar brimið við suðurströndina nær sér á strik. Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að stjórnvöld hér á landi séu tilbúin til þess að setja stórar fjárhæðir í samgöngur milli Lands og Eyja, ef þessi rándýri tölvuleikur gengur ekki upp í raunveruleikanum. Tapið verður fyrst og fremst Vestmannaeyinga, því miður og eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar, þá er engan vegin vitað hver verður ábyrgur fari allt á versta veg.
Ekki væri mikið mál að fara svona yfir fleiri liði þessarar skýrslu, svo mikið er af staðreyndavillum í henni og þegar einum lið er hrundið, þá bregðast forsendur sem eru fyrir öðrum og svo koll af kolli. En ef ég gerði þetta yrði þessi grein svo löng að það myndi enginn nenna að lesa hana, nú þegar hef ég áhyggjur af því að hún sé orðin of löng.
Fyrir það fyrsta þá er náttúruöflunum sýnd alveg dæmalaus óvirðing með þessum áætluðu framkvæmdum, því mér er ekki kunnugt um það að mannfólkinu hafi tekist að beisla náttúruöflin. Menn hafa staðið öldum saman í Bakkafjöru og horft til Vestmannaeyja. Ef menn hefðu séð þess nokkurn kost, væri löngu búið að byggja þarna almennilega ferjuhöfn. Förum varlega!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2007 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.10.2007 | 21:48
Hvað er sameiginlegt með hundum og nærbuxum?
Hundar eins og nærbuxur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 19:57
Bestur!!!!
Þrautseigja fleytti Räikkönen fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 09:59
"Finido"
Alonso svekktur en hyggst reyna hið ómögulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 12:42
Föstudagsgrín
ÞESSI ER ALVÖRU....
Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn.
Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!".
Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar.
Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni.
Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.
Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...
Þá, sagði hann...
"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.10.2007 | 13:49