Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Það væri löngu búið að láta einhverja "fara" með svona árangur.

Hvað er eiginlega í gangi?  Það er verið að púkka upp á handónýtan þjálfara, sem er bara næs gaur það er tími til kominn að maðurinn sé látinn "taka pokann sinn" og einhver með bein í nefinu taki við t.d Helena Ólafsdóttir sem hefur náð mjög góðum árangri með þau lið sem hún hefur þjálfað.  Því ekki að verða fyrst til að ráða kvenþjálfara fyrir karlalandsliðið, ekki bara kvenmann heldur virkilega hæfan kvenmann.  Hún myndi líka alveg örugglega blása lífi í landsliðið okkar (ekki veitir af).  Persónulega finnst mér Eyjólfur Sverrisson vera búinn að fá mikið meira en nógan tíma til að sýna hve vanmáttugur hann er sem þjálfari.
mbl.is Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þetta að vera hluti af "mótvægisaðgerðunum"??

Ekki ríður nú kjaftæðið og vitleysan við einteyming.  Þó svo að þessi tilraun gangi upp (sem ég stórefast um) hvað á þá að gera við "meðaflann" (hvort verður meðafli?)?.  Kemur þetta ekki til með að stuðla að auknu "brottkasti"? sem samkvæmt HAFRÓ er næsta óþekkt í dag Smile .
mbl.is Hafró og HB-Grandi reyna að aðskilja fiskitegundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var á "felgunni"

Bókstaflega.  En er ekki eitthvað athugavert við uppeldið?  Það eru útivistarreglur í gangi og ég fæ ekki betur séð en að þessar reglur nái yfir þetta "barn".  Greinilega hefur hann verið að "drekka" og "djamma" fram á nótt og svo endað með þessu.  Eitthvað er að einhvers staðar.
mbl.is Fimmtán ára ökumaður á felgunni á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þessi er dagsönn:hjón úr Mosfellsbænum Lögregluþjónn stöðvaði mann á fallegum brúnum Mersedes Benz á Vesturlandsvegi hér í Mosfellsbæ og auk ökumanns sem er virðulegur eldri maður var konan hans í bílnum. Lögreglumaðurinn: "Þú ókst að minnsta kosti á 120 km hraða og veist væntanlega að leyfilegur hámarkshraði er aðeins 90 km á klst." Maðurinn: "Nei þetta er ekki rétt hjá þér, ég var á tæplega 100.." Konan: "Láttu ekki svona elskan mín, þú varst á 140, ég sá það." Lögreglumaðurinn: "Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að annað bremsuljósið er brotið." Maðurinn: "Brotið bremsuljós? Ég vissi það bara ekki!" Konan: "Æ, elskan mín, þú veist að það er búið að vera brotið í nokkrar vikur." Lögreglumaðurinn: "Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að þú hafir ekki verið með öryggisbelti." Maðurinn: "Heyrðu, láttu nú ekki svona ég losaði mig úr beltinu þegar þú stoppaðir mig." Konan: "Elsku kallinn minn , ekki segja svona, þú notar aldrei öryggisbeltið.." Maðurinn er nú greinilega orðinn eitthvað pirraður yfir konunni, hann snýr sér að henni og öskrar á hana: "Reyndu nú að þegja einu sinni!" Lögreglumanninum var farið að finnast þetta nokkuð skemmtilegt svo hann sneri sér að konunni og spurði hana: "Frú, talar maðurinn þinn alltaf svona við þig?" Konan: "Nei, bara þegar hann er fullur."

Loksins er eitthvað af viti í gangi.

Eftir þessum fréttum að dæma er loksins eitthvað að gerast í sambandi við hvalveiðarnar,en eins og við var að búast rísa "Náttúverndar-Ayatollarnir" alveg ókvæða upp og keppast við að koma sínum sjónarmiðum (trúarbrögðum) að, en því miður gleyma þeir (Náttúverndar-Ayatollarnir) að til er nokkuð sem heitir jafnvægi í náttúrunni og með því að banna veiðar á einni dýrategund er verið að ganga á lífslíkur annarrar dýrategundar.  Ég hef nokkru sinnum tjáð mig um hvalveiðimálin hér á blogginu og er ein greinin hérna .
mbl.is Segist vona að samningnum við Japan um hvalkjöt ljúki brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í byrjun næsta árs???

Á þetta "klúður"kannski að taka enda í byrjun næsta árs (en vonandi gleymist það ekki jafnskjótt)?  Með góðum vilja er hægt að lesa út úr fréttinni að ferjan gæti, eftir að vera endurbyggð næstum því alveg og málað yfir þá riðbletti sem eftir voru, árið að hefja áætlunarsiglingar "í byrjun árs"  segir í fréttinni en þar hlýtur að vera átt við byrjun næsta árs því nú er október og ég veit ekki betur en það tilheyri seinni hluta árs.

Ég vona bara að Grímseyingar geti notað þetta "apparat" en þetta "flak" var ekki byggt til þess að vera í siglingum á opnu hafi, eins og sjá má af byggingalagi skipsins, en mér skilst að það hafi verið reynt að bæta úr þessu eftir bestu getu.  Ætli riðið verði komið í gegnum málninguna áður en skipið verður tekið í notkun?


mbl.is Vinna við nýja Grímseyjarferju gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei ekki að gefast upp..

Þeir sem vilja fá bjór og léttvín í verslanir gefast ekki upp.  Vita þeir ekki að reynslan er ekki góð hjá öllum þjóðum af þessu eða vilja þeir kannski ekki vita það?  Íslenska þjóðin er einfaldlega ekki nógu og stór til þess að "tvöfalt" kerfi í vínsölu geti gengið, eða þarf að segja þetta fræðilega, til þess að þetta fólk skilji það?  MARKHÓPURINN ER EKKI NÓGU OG STÓR.  Ég bloggaði um þetta fyrir nokkru síðan hér og fæ ég ekki betur séð en að rökin þar séu í fullu gildi.  Alltaf eru menn að tala um að í þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman við, sé hægt að kaupa léttvín og bjór í matvöruverslunum.  Þetta eru slökustu rök sem hægt er að koma með.  Er þá lífsnauðsyn fyrir okkur að fylgja á eftir algjörlega blint?  Væri ekki viturlegra að tíma Alþingis væri eitt í eitthvað þarfara en að ræða þetta mál?
mbl.is Léttvín og bjór í búðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera að "sópa skítnum undir teppið".

Heimdellingar gera sér fulla grein fyrir því hvað er að gerast og halda að með smá "yfirklóri" sé hægt að redda klúðrinu.  Ef málið er skoðað nánar þá sést að OR hefur verið rekin með umtalsverðum hagnaði undanfarin ár.  Ekki minnist ég þess að það sé markmið opinberra fyrirtækja, að vera rekin með hagnaði, að sjálfsögðu er stefnt að því að opinber fyrirtæki séu rekin réttu megin við núllið en markmið þeirra (opinberu fyrirtækjanna) er að veita þjónustu á kostnaðarverði.  OR hefur verið rekin eins og hlutafélag í mörg ár.  Hvers vegna?
mbl.is Kjörið að nýta hagnað af sölu REI til að minnka álögur á borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki verður séð fyrir öllu..

Það voru engar leiðbeiningar fyrir McLaren liðið,um það hvernig ætti að bregðast við þegar svona aðstæður kæmu upp, í gögnunum frá Ferrari og því fór sem fór.
mbl.is McLaren tekur sökina á brottfalli Hamiltons á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að reina allt!!!

Þarna er Alonso rétt lýst.  Hann veit að titildraumar hans eru úr sögunni og þá reynir hann að gera keppinautinn tortryggilegan.  Ekki aukast vinsældir hans við svona framkomu.
mbl.is Alonso tekur undir gagnrýni á framferði Hamiltons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband