Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Föstudagsgrín

Husband and wife are waiting at the bus stop with their nine children. A blind man joins them after a few minutes. When the bus arrives, they find it overloaded and only the wife and the nine kids are able to fit onto the bus.
So the husband and the blind man decide to walk. After a while, the husband gets irritated by the ticking of the stick of the blind man as he taps it on the sidewalk, and says to him, "Why don't you put a piece of rubber at the end of your stick? That ticking sound is driving me crazy."
The blind man replies, "If you had put a rubber at the end of YOUR stick, we'd be riding the bus, so shut the hell up!!


Það er ekki neinn vafi HANN HEFUR SÝNT ÞAÐ AÐ HANN ER BESTUR.....

Þessi frétt segir bara allt sem segja þarf.  Hvað sem menn segja um hann og margt sem hann hefur gert innan brautar orkar tvímælis, en það kemur ekki í veg fyrir það að hann hefur margoft sannað það að hann ber höfuð og herðar yfir aðra menn í þessari grein.
mbl.is Schumacher aftur fljótastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirstaða lífsgæða okkar..

..en hversu margir ætli geri sér grein fyrir þessu í dag?  Kannski þessum krökkum í Lindarskóla sé það ljóst eftir þessa ferð, en mér sýnist ekki vanþörf á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar yrðu sendir minnst einn túr með Dröfninni og það yrði talað hressilega yfir hausamótunum á þeim, svo þeir geri sér grein fyrir þessari staðreynd.  Ekki bera "mótvægisaðgerðirnar vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum" þess vitni að ráðherrar ríkisstjórnarinnar geri sér grein fyrir því að sjávarútvegurinn sé okkar lifibrauð.
mbl.is Það sem Íslendingar lifa á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er bara að fara að undirbúa næsta sumar!!!

Þegar veiðibækur koma og ég tala nú ekki um þegar þær lofa góðu, þær "stytta" bara biðina eftir næstu veiðivertíð svo koma líka út DVD diskar og þetta minnir mann á að það að maður verður að vera duglegur að "hnýta" í vetur.  En veturinn verður "fljótur" að líða.
mbl.is Ekki bara stengur í keng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn vita fyrir hvaða afbrot er fangelsað og hver ekki!

Ef þeir hefðu "asnast" til að stela bíl eða ræna sömu upphæð úr banka hefði dómurinn EKKI verið skilorðsbundinn og tíminn "inni" mun lengri.
mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Uppfærsla frá Kærasta 7.0 til Eiginkona 1.0  Kæra tæknilega aðstoð:  Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll önnur forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ forrit er mjög illa þróað.  Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar mikið minni. Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki lengur. Það stóð ekkert um þetta í leiðbeiningunum fyrir forritið. Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki einu sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0.  Getið þið hjálpað mér??  

Kveðja, Ráðvilltur og Ráðþrota  

 Kæri RR Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum. Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú hefur sett það upp einu sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0 eða  Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í leiðbeiningunum, "Algengar villur". Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið villuhreinsist og keyri eðlilega. Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000. En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi 3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilega gera út af við tölvuna.   Með vinsemd og virðingu, Tæknileg Aðstoð   


Vantar meiri afþreyingu???????

Megum við Íslendingar nokkuð vera að því að glápa á sjónvarp. er ekki nóg afþreyingarefni í boði, væri ekki nær að fjölskyldurnar settust niður og reyndu eitthvað að tala saman og jafnvel að foreldrar færu að kynnast börnunum sínum?
mbl.is Ný sjónvarpsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Home sweet home!!!!

Briatore er líklega eini maðurinn, sem hefur lag á Alonso.
mbl.is Alonso og Renault að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á kannski að bera við háu heimsmarkaðverði enn og aftur?????

En samt hefur gengi krónunnar aldrei verið sterkara.  Það verða að fara að koma almennileg rök frá olíufélögunum.  Ætli Samkeppnisyfirvöld þurfi að fara að gera aðra "rassíu" hjá olíufélögunum?
mbl.is Enn hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju á að trúa?

Ef ég man rétt (sem er nú ekki alveg öruggt, því minni mitt er álíka langt og hjá öðrum Íslendingum), þá gerðu greiningardeildir bankanna ráð fyrir því að gengi Íslensku krónunnar lækkaði árið 2007 og þar með ættu útflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar að rétta aðeins úr "kútnum" en þvert á spár þessara miklu "sérfræðinga" þá hækkar gengi krónunnar og afkoma útflutningsatvinnuveganna versnar og það er orðinn lítill tími eftir af þessu ári svo það er orðið vonlítið að þessi spá gangi eftir.  Á næsta ári er gengi krónunnar spáð 10% lækkun, skyldi eitthvað vera að marka þessar spár og hverjar ætli forsendurnar séu?
mbl.is Glitnir segir ekki heppilegt að stýrivaxtahækkun hafi komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband