Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007 | 07:54
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2007 | 15:04
Virðing Alþingis!!???
Þetta var til umfjöllunar á síðustu starfræksludögum Alþingis þegar þingmenn voru 60 (til hvers var verið að fjölga þeim?).
Einhverjir uppátækjasamir menn tóku sig til og klæddu sig í jólasveinabúning og mættu í Alþingishúsið og gáfu þingmönnum epli. Eitthvað fór þetta uppátæki fyrir brjóstið á einhverjum og var brugðið á það ráð að hringja í lögregluna og var beðið um það að jólasveinar yrðu fjarlægðir úr Alþingishúsinu. - Lögreglan sendi 60 manna rútu á staðinn. Mér sýnist þjóðin hafa svipaðar taugar til Alþingis og þá. Menn/konur verða að ávinna sér virðingu og sýna fram á að það sé innistæða fyrir henni.
28.11.2007 | 10:45
Málefnaþurrð !!!!!!!!
Ekki meira blátt og bleikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2007 | 11:07
Og allt í sómanum...
Yfirdrátturinn einn hækkaði um 2,5 milljarða í október einum og þrátt fyrir þetta kemur Forsætisráðherra skælbrosandi fram í sjónvarpinu og segir að efnahagur þjóðarinnar standi á traustum grunni og hafi aldrei verið betri. Stendur ekki til að kippa "hausnum aðeins upp úr sandinum" og kíkja aðeins útfyrir "glerbúrið"?
Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa lítil sem engin áhrif á verðbólguna, viðskiptahallinn eykst stöðugt, einkaneyslan vex (einkaneyslan er öll tekin að láni og meira til), erlend lán hækka, ekkert lát virðist vera á framkvæmdum hins opinbera, útflutningsatvinnuvegir eru á horriminni vegna óstöðugs gengis, lítil og meðalstór fyrirtæki ráða ekki lengur við skuldbindingar sínar vegna okurvaxtastefnunnar, húsnæðismarkaðurinn er á heljarþröm, til þess að komast hjá "vaxtaokrinu" er almenningur farinn að taka húsnæðis- og neyslulán í erlendri mynt og svo er bara sagt að allt sé í góðum gír og farið í kokteilpartí í Seðlabankann.
Erlend lán 112 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2007 | 17:52
Í rétta átt.......................
Gæslan á Keflavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2007 | 10:04
Föstudagsgrín
konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá
aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá
prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá
hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná
mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í... og gaf aftur í Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að
mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn. Löggan kom að honum leit á
ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur"
sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni
ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns.
Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"
Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir
nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var, skal ég segja þér, svo hræddur um
að þú værir að skila henni"
"Góða helgi" sagði löggan
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2007 | 12:53
Hvað breyttist?
S&P hafnar gagnrýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2007 | 08:57
Hvert er hlutverk GREININGARDEILDA bankanna?????
...eru þær kannski "áróðursmaskínur" stjórnvalda? Manni dettur það helst í hug þegar maður les svona lagað eins og bullið sem greiningardeild Kaupþings sendir frá sér. Það er og verður fall á Íslenskum hlutabréfum, gengi krónunnar er eins óstöðugt og hugsast getur, það eru blikur á lofti á fasteignamarkaðnum, vextir eru í hæstu hæðum og líkur á hækkun stýrivaxta, verðbólga hefur ekki mælst meiri lengi vel og vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd eykst alltaf, SAMT ER UNDIRSTAÐA ÍSLENSKA HAGKERFISINS ENN TRAUST OG STAÐA OPINBERRA FJÁRMÁLA ALDREI BETRI EN NÚ.
Þvílík afneitun, sem forsætisráðherra var í þegar viðtal var tekið við hann í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, þetta er kallað meðvirkni og er ég hræddur um að maðurinn þurfi að fara í meðferð til að fá bót á þessum ósköpum. Þegar meðferðinni er lokið þarf hann að fara með "dýralækninum" í "hrossalækningar" á efnahagskerfi þjóðarinnar ef ekki á illa að fara.
Undirstaða íslenska hagkerfisins enn traust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 14:31
Menn þurfa ekki að vera hissa - skrítið að þetta skyldi ekki gerast fyrr...
Lánshæfishorfur ríkissjóðs versna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 11:00
Víða leynast snákar..
Snákur finnst við húsleit á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |