Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Klúður - aulaskapur - Alveg sama.

Samræðustjórnmálin eru í hávegum höfð, samræður og hjalað yfir kaffibollum en ekkert gert, í það minnsta vildi Steinunn Valdís ekki tala um ÁBYRGÐ fyrr en væri búið að ræða málið.
mbl.is Grímseyjarferja „klúður á klúður ofan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

“Mótvægisaðgerðirnar”

Í sjónvarpsfréttunum á RUV í gærkvöldi  var fjallað um “mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, en þann 06.07.07 þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti um aflasamdráttinn á næsta fiskveiðiári, sagði hann að ríkisstjórnin myndi tilkynna um mótvægisaðgerðir, sem væri ætlað að koma til móts við þann niðurskurð í aflaheimildum sem væri framundan.  En ekkert hefur borið á þessum mótvægisaðgerðum ennþá, Eina sem hefur verið gert er að flýta samgöngubótum, sem koma jú til framkvæmda árið 2010 og seinna, þetta eru náttúrulega engar mótvægisaðgerðir, þeir sem lenda í niðurskurði 2007og 2008 þurfa væntanlega ekki nýja vegi 2010 og seinna.  Svo hélt ríkisstjórnin því fram að þegar var ákveðið að lækka skuldir Byggðastofnunar um 1.200 milljónir, væri um að ræða “mótvægisaðgerð” en sannleikurinn er sá að Byggðastofnun var orðið ókleyft að sinna lögboðnu hlutverki sínu, vegna þess að eiginfjárstaða stofnunarinnar var orðið lægra en lög kveða á um og því var nauðsynlegt að gera þessar ráðstafanir til þess að Byggðastofnun gæti sinn hlutverki sínu samkvæmt þeim lögum, sem um hana gilda.  Önnur blekking var þegar Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins tók formlega til starfa á Ísafirði í sumar, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins varð til, á Alþingi Íslendinga í vetur, en í vetur voru samþykkt lög um sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og RB og samkvæmt þessum lögum er unnið (ég veit ekki til þess að nokkrum manni hafi verið ljós þessi kvótaniðurskurður í vetur þegar þessi lög voru samþykkt).Svo ekkert bólar ennþá á þessum “mótvægisaðgerðum” ennþá.  Einhverra hluta vegna er ég ekkert hissa.

Spyker - Alonso ll

Er þetta ekki bara undanfari þess að liðið verði selt?  Fýlupokinn og hrokagikkurinn Alonso væri fínn þar sem aðalökumaður.  Því þrátt fyrir að maðurinn sé alveg afspyrnuleiðinlegur karakter þá verður að viðurkennast að hann er fantagóður ökumaður og gæti aðeins hresst upp á gengi liðsins.
mbl.is Spyker setur aðalhönnuð af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandvirkni er dyggð.

Ég er búinn að vera í Skagafirði síðan á þriðjudag og kom aftur í gærkvöldi.  Ég passaði mig á því að lesa engin blöð, heldur ákvað ég það að fylgjast bara með fréttum sjónvarpsins á meðan ég væri þarna.  Svo þegar ég kom til baka fór ég í gegnum blaðabunkann, það sem einna fyrst vakti athygli mína var grein, sem Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ritaði í Fréttablaðið þann 22 ágúst.  Í þessari grein sinni gagnrýnir hann harðlega ummæli Grétars Mars Jónssonar, varðandi ummæli hans um sjólag og gerð ferjuhafnar í Bakkafjöru.  Elliði vill meina það að vegna þess að hann hafi farið nokkrar ferðir með Herjólfi og verið sjóveikur og svo ekki sé nú talað um að hann hefur líka verið með sjóveik börn, þá þekki hann engu minna til sjávar og aðstæðna til sjós en Grétar Mar.  Ég segi bara þvílíkur hroki er í manninum, heldur hann virkilega að hann eftir nokkrar ferðir með Herjólfi, að hann hafi sömu þekkingu á sjávaröflunum og maður sem hefur stundað veiðar sem skipstjóri í tugi ára? Annað í þessari grein hans er á svipuðum nótum og það dæmir sig nú eiginlega sjálft en ég ætla nú samt að eyða smá tíma í að ritskoða þessar rangfærslur hans og þá sérstaklega vil ég vita um hvaða opinberu heimildir hann er að vitna í því þegar maður vitnar í heimildir á ekki að vera að afbaka þær heldur eiga þær að vera óbreyttar því maður breytir þeim ekki eftir þörfum eins og Elliði Vignisson gerir og daðrar hann þar óspart við "skáldagyðjuna".

Ég veit ekki hvort Elliði Vignisson hefur nokkuð verið að hugsa þegar hann skrifaði umrædda grein eða hvort þekkingu hans er bara svona ábótavant en þá hefði nú verið skynsamlegra hjá honum að opinbera ekki á þennan hátt vanþekkingu sína heldur hefði hann átt að afla sér þessarar kunnáttu sem hann vantaði upp á.

Elliða skal bent á að Siglingastofnun hefur gert mörg og alvarleg mistök með því að fara ekki eftir því sem "heimamenn" og skipstjórar sem til þekktu hafa sagt þeim.  Þar má nefna sjóvarnargarð sem var byggður í Grímsey, heimamenn sögðu að þetta gæti ekki gengið en ekki var hlustað á þessa "heimsku og vitlausu" sjómenn sérfræðingar höfðu reiknað annað út, en viti menn í fyrsta brimi hvarf þessi sjóvarnargarður. Margt fleira væri hægt að týna til en þetta litla dæmi ætti að duga fyrir Elliða.  Svo ætti Elliði kannski að gera sér grein fyrir því að tölvulíkön Siglingastofnunar vanmeta oft á tíðum náttúruöflin.  Tölvuleikur er ekki raunveruleikinn

  1. Elliði segir að samkvæmt skýrslu Det Norske Veritas, sé áhættan af því að sigla milli Bakkafjöru og Eyja 1/6 minni en að sigla milli Þorlákshafnar og Eyja.  Ég þurfti að lesa þessa staðhæfingu hans tvisvar sinnum áður en ég trúði því að ég hefði lesið rétt svo fáránleg er þessi staðhæfing hans.  Vissulega er áætlaður siglingatími milli Bakkafjöru og Eyja aðeins 1/6 af siglingatímanum milli Þorlákshafnar og Eyja en það gerir ekki nokkur heilvita maður að taka áætlaðan siglingatíma og deila með styttingu hans og fá þar með út siglingalegt öryggi áætlaðrar leiðar.
  2. Ekki ætla ég mér að fara mikið út í kostnaðaráætlanir (Vegagerðin er sjálfsagt búin að skila kostnaðaráætlun, sem er álíka nákvæm og kostnaðaráætlunin fyrir Grímseyjarferjuna).  En það er allt í lagi að Elliði viti af því, vegna þess að þá eru bændur í Þykkvabænum búnir að reyna að græða upp landið þarna í mörg ár en  ekki tekist og svo skal hann hafa það til hugleiðingar að ef það væri hægt að gera þarna almennilega höfn þá væri það löngu búið.  Ef aðalhagsmunamál Elliða Vignissonar er að samgöngur til Eyja séu sem bestar ætti hann að kynna sér Bakkafjörudæmið betur í stað þess að níða skóinn af mönnum sem benda á staðreyndir.
  3. Ég er nokkuð sammála Elliða um það að ekki sé þörf á að lengja sjóvarnargarðana frá því sem áætlanir Siglingastofnunar ger ráð fyrir, einfaldlega vegna þess að það stendur til að reisa þessa sjóvarnargarða á sandi og sandurinn fyrir utan suðurströndina er á sífelldri hreyfingu og það er sama hvað þessir sjóvarnagarðar verða langir eða stuttir, þeir koma til með að hverfa í hafið, ég veit ekki um neina nýja tækni til þess að halda þeim á sínum stað.
  4. Maður reiknar ekki út þannig að algilt sé hvar "grunnbrot" hefjast svoleiðis fer eftir staðháttum á hverjum stað. Margir hafa fylgst með bátum í innsiglingunni til Grindavíkur í slæmu veðri og hugsa til þess með hryllingi, ef Bakkafjörudæmið verður að veruleika þá má reikna með líkum aðstæðum þar meðan sjóvarnargarðarnir verða til staðar svo þegar þeir fara versna aðstæður til muna að lokum fyllist Bakkafjöruhöfnin af sandi og þá þarf að hefja aftur ferjusiglingar milli Þorlákshafnar og Eyja. 

Elliði fullyrðir mikið í þessari grein sinni og staðhæfir mikið og við lestur þessarar greinar þá fær maður sterka tilfinningu fyrir því að Elliði sé mikill sérfræðingur í þessum málum og sé að kenna Grétari Mar af visku sinni.  Hann ætti að hafa það í huga að ábyrgð í þessu er mikil og við verðum að vanda okkur.


Efnahagsstefna landsins er gjaldþrota

Enn á ný hefur umræðan um upptöku evrunnar skotið upp kollinum og nú í kjölfar óróleikans í efnahagslífinu.  En þess skal getið að þessi óróleiki tengdist Íslensku krónunni ekkert, heldur var um alheims fyrirbæri að ræða, en hitt er svo annað mál að viðkvæmni krónunnar gagnvart áföllum er alveg gífurleg og einhver sú mesta sem þekkist á gjaldeyrismörkuðum heimsins. Þeim Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, hefur verið tíðrætt um “stöðugleika” á Íslandi síðustu árin og efnahagsstefna síðari ára hafi skilað þjóðinni miklu “góðæri” sem ekki þekkist í öðrum löndum og þar sé aðallega að þakka styrkri efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins.  Þetta eru mestu öfugmæli sem sögur fara af en því miður eru einhverjir sem leggja trúnað á þetta (í það minnsta hlaut Sjálfstæðisflokkurinn umboð kjósenda til að fara með stjórn efnahagsmála áfram).  En Staðreyndin er sú að hér á landi er hagvöxtur undanfarinna ára drifinn áfram af vaxandi einkaneyslu, sem síðan er fjármagnaður með lántökum.  Ef skoðuð er raunveruleg staða efnahagsmála hér á landi kemur í ljós að opinber rekstur hefur þanist út og útgjöld hins opinbera aukist gríðarlega (samkvæmt skilgreiningu er hið opinbera ríki og sveitarfélög).  Ekki virðist hafa verið gert neitt til þess að koma böndum á rekstur hins opinbera og ekki er neitt sem bendir til að það verði gert - þvert á móti.Það er ekki nein atvinnugrein sem þolir til lengdar þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar enda erum við að sjá hvert fyrirtækið af öðru leggja upp laupana og þá sérstaklega útflutningsfyrirtæki í sjávarútvegi.  Hvað gerir svo ríkisstjórnin?  Því  er fljótsvarað: EKKERT.  Vegna kvótaniðurskurðarins, sem tilkynntur var 06.07.2007, áttu að koma til  mótvægisaðgerðir, sem áttu að hafa áhrif til þess að áhrif niðurskurðarins á minnkun aflaheimilda kæmu ekki eins hart niður á sjávarbyggðum landsins, en það eina sem hefur komið af þessum svokölluðu “mótvægisaðgerðum” er að nokkrum samgöngubótum verður flýtt, annað hefur ekki komið fram nema blekkingar, svosem að Byggðastofnun var gert kleyft að starfa samkvæmt lögum og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins var settur af stað samkvæmt lögum sem sett voru á Alþingi í vetur, en með sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og R B varð Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins til.  Hafi ráðherrar ríkisstjórnarinnar haldið að það væri í lagi að bíða með “mótvægisaðgerðirnar” þar til Alþingi kæmi saman, þá skjátlaðist þeim mikið, því viðskiptalífið hefur afskaplega litla þolinmæði.  Á meðan þessi vingulsháttur er í gangi sveiflast gengi krónunnar, eins og pendúll og Seðlabannkinn heldur stýrivöxtum upp úr öllu valdi til þess að hamla verðbólgu, en á meðan “blæðir” útflutningsatvinnuvegum landsins út.  Ráðherrar landsins verð að fara að gera sér grein fyrir því að efnahagsmálin eru margir samhangandi þættir og ekki dugi til árangurs að einblína bara á einn þátt og halda að með því sé hægt að hafa góð tök á efnahag landsins.Þess vegna hníga æ fleiri rök að því að við ættum að taka upp evru og ganga í ESB.  Þá færi minni tími í arfavitlausar efnahagsaðgerðir og stjórnkerfið gæti orðið mun virkara t.d eru alltaf að koma reglugerðir frá Brussel sem segja okkur að, vegna EES samningsins verðum við að gera hitt og þetta til að framfylgja reglum ESB, væri ekki hagræði að því að hafa fulltrúa í Evrópuráðinu svo við vissum af því að það væri að koma reglugerð sem við ættum að uppfylla?  Margir halda því einnig fram að með ESB aðild myndum við missa forræðið yfir fiskimiðunum. Hvaða forræði? Í dag hefur fámenn klíka forræðið yfir fiskimiðunum og ráðstafar þeim án þess að þjóðin hafi nokkuð um það að segja.  Svo er það eitt sem hefur mjög neikvæð áhrif á afkomu sjávarútvegsins en það er bann við fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi á Íslandi, því sjávarútveginn vantar fjármagn inn í greinina og þá á ég ekki við rándýrt lánsfjármagn heldur eigið fé. 

Spyker - Alonso

Hvernig væri nú ef Hannes Smárason eða Björgúlfur Thor myndu nú kaupa Spyker- liðið og ráða Alonso sem ökumann?  "Einhvers staðar verð vondir að vera".
mbl.is Spyker-liðið líklega til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur....

Alltaf er að koma meira og meira upp á yfirborðið í þessu "Grímseyjarferjumáli" og það er víst ef það verður "grafið" meira á enn meira eftir að finnast.  Ætlar fyrrverandi Samgönguráðherra að berja hausnum endalaust í steininn og halda því fram að hann beri enga ÁBYRGÐ?

mbl.is Vissu að kostnaðurinn yrði meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð.... er eitthvað ofan á brauð.......

Auðvitað ber fyrrverandi Samgönguráðherra enga ábyrgð á "Grímseyjarferjuklúðrinu", að eigin sögn....
mbl.is Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn á að hengja bakara fyrir smið.....

Ekki veit ég hvaða hlutverki Kristján Þór Júlíusson, átti að gegna í "Kastljósinu" í gærkvöldi hann gerði lítið annað en að tafsa og bera orð sín til baka, þegar hann var að reyna að bera blak af samflokksmönnum sínum varðandi "Grímseyjarferjuklúðrið".  Það á margt eftir að koma fram varðandi þetta "ferjuklúður" en það er nokkuð ljóst  að ekki voru "síðbúnar kröfur" heimamanna það sem var aðal orsakavaldur þess að kostnaður við endurbæturnar á þessu "ónýta skipi" fór úr böndunum, eins og Ríkisendurskoðun vill meina í skýrslu sinni.  Skyldi eitthvað skýrast eftir þennan fund?
mbl.is Fjárlaganefnd fundar um Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð..... er það eitthvað ofan á brauð???????

Allavega er sá sem ber ábyrgðina ekki látinn bera hana, heldur einhverjir undirmenn sem engu ráða, en eru ágætis blórabögglar.
mbl.is Vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband