Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
12.8.2007 | 12:59
Mótvægisaðgerð náttúrunnar????
Mikill makrílafli í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2007 | 18:10
Hver ber ábyrgðina?
Þetta er nú meiri sorgarsagan og manni dettur bara í hug að maður sé að lesa "stórlygasögu" þegar maður les fréttaskýringu "Blaðsins" um aðdraganda kaupanna á þessu "hræi", viðgerðirnar og endurbæturnar. Þrátt fyrir að Ólafur Briem, skipaverkfræðingur hjá Siglingamálastofnun (mjög vandaður maður og virtur og sérstaklega fær á sínu sviði) og fleiri aðilar segðu að það væri algjört glapræði að kaupa þetta skip var skipið samt keypt. Skipið var keypt í lok Nóvember árið 2005 fyrir 102 milljónir króna og hætt er við því að samanlagt kaupverð og viðgerða og endurbótakostnaður verði um 600 milljónir króna en til samanburðar væri kostnaður við nýsmíði áætlaður 350 - 400 milljónir króna miðað við 29 metra skip.
En þá er komið að þætti samgönguráðuneytisins, sem er vægst sagt með ólíkindum. Það er ljóst að hlutur fyrrverandi Samgönguráðherra er þarna langstærstur, Þegar ákvörðun er tekin um kaupin er Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra og greinilega er hann ábyrgur fyrir allri vitleysunni, en það er ekki hægt að lýta framhjá aðgerðum eða aðgerðarleysi núverandi Samgönguráðherra. Í kosningabaráttunni í vor var hann óþreytandi við að gagnrýna kaupin á þessu skipi og talaði hann mikið og fjálglega um hvað þetta hefðu nú verið slæm kaup, en nú kveður svo við að hann vill ekki tjá sig um málið fyrr en skýrsla frá Ríkisendurskoðun kemur. Hefur maðurinn ekki sjálfstæða skoðun á málinu eftir að hann varð Samgönguráðherra?
Með því að kaupa þetta ónýta hræ sýna stjórnöld, Vegagerðin og allir sem að þessu komu, Grímseyingum mikla lítilsvirðingu og landsmönnum er gefinn "fingurinn". Hverjir stjórna þessari sóun? Þurfti að skaffa skipasmíðistöðinni, sem vinnur verki, mikið verkefni? Ég vona að ekki verði staðið svona að því að leysa samgöngumál Vestmannaeyinga.
Svört skýrsla um Grímseyjarferjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 07:15
Þetta FITTAR ekki alveg.
Nú hefur verið talað um það að þessi gjöld bankanna séu alltof há og hugsanlega eigi almenningur að fá greiddar bætur vegna þess að FIT-kostnaðurinn sem hefur verið greiddur í gegnum árin, hafi verið of hár, en ekki man ég til þess að fjallað hafi verið um brot bankanna gagnvart hinu opinbera. Bankarnir vitna í tékkalög frá 1933 (Lög 94/1933) ég hef lesið þessi lög fram og til baka og ég get ekki með nokkru móti fundið neina heimild til gjaldtöku vegna innistæðulausra úttekta, hins vegar segir í 73 grein þessara laga: Refsa skal með sektum eða allt að 3 mánaða fangelsi, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum hegningarlögum, þeim:
a. sem gefur út tékka án þess að innstæða sé fullnægjandi á reikningi hans hjá greiðslubankanum, sbr. 4. gr., eða
b. sem án sérstakrar ástæðu afturkallar tékka eða ráðstafar innstæðu og hindrar á þann hátt, að tékki, sem hann hefur þegar gefið út, greiðist við sýningu innan sýningarfrestsins, sbr. 29. gr. Samkvæmt þessari grein sækja bankarnir heimild sína, til þess að láta viðskiptavini sína greiða FIT-kostnað, að sögn Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra FFS. En sé þessi grein laganna skoðuð, þá er hún eingöngu að gefa DÓMSTÓLUM leiðbeiningar um þann refsiramma sem er við þessum brotum. Bankarnir eru þarna,að mínu mati, að taka sér refsiheimild og ég veit ekki betur en að það varði við lög. Þá hafa þessar sektir ekki runnið til ríkissjóðs og að því er ég best veit þá liggja við því þung viðurlög að skila ekki vörslusköttum til ríkisins, en það virðist ekki vera sama hver á í hlut. Ef einhver greiðir ekki sektirnar sínar er hann umsvifalaust fangelsaður. Hvernig stendur á því að bankarnir komast upp með þetta áratugum saman? Ég þori að fullyrða það að það sem bankarnir hafa ekki greitt til ríkisins skiptir tugum milljóna króna, einhvern tíma hefði verið gengið eftir slíkum upphæðum af mikilli hörku.
Er ekki fullt tilefni til að fari fram rannsókn á þessu FIT-máli og ef það kemur eitthvað í ljós þá verði gripið til aðgerða?
Ég las það í Blaðinu í gær að Viðskiptaráðherra, Björgvin G Sigurðsson, ætlar að endurskoða þessi lög og gera á þeim endurbætur. Hann kemur fyrir sem röggsamur, duglegur og mjög vel gefinn ungur maður og treysti ég því að hann taki vel á þessu máli.9.8.2007 | 08:07
Mclaren situr þá uppi með hann eitthvað áfram.
Umboðsmaður Alonso segir hann ekki á lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukin áhætta tengd Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2007 | 12:20
Er það að framfylgja lögum "mótvægisaðgerðir"?
Í gær tilkynnti iðnaðarráðherra, það sem hluta af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar, að það ætti að aflétt 1.200 milljón króna skuld af Byggðastofnun, auk þess ætti að leggja 200 milljónir til nýsköpunarverkefna á tveimur árum. Og til þess að kóróna dæmið var Nýsköpunarmiðstöð opnuð á Ísafirði í gær og var talað um það sem hluta af þessum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Er virkilega ætlast til þess að landmenn gleypi þetta hrátt? Fyrir það fyrsta þá er ríkisstjórnin bara að framfylgja lögum um Byggðastofnun og gera henni kleyft að starfa samkvæmt því hlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum, en eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var orðið það lágt að stofnuninni gat ekki lengur sinnt því hlutverki sem henni er ætlað skv. lögum. Þessi ráðstöfun gerir Byggðastofnun kleift að sinna því hlutverki sem henni er ætlað. Auk þess kom fram hjá stjórnarformanni Byggðastofnunar, að stofnunin aðhefst ekkert fyrr en viðskiptabanki fyrirtækisins, sem á í erfiðleikum, "treystir" sér ekki lengur til að aðstoða viðkomandi fyrirtæki. Nýsköpunarsjóður starfar samkvæmt lögum, sem voru sett um hann á Alþingi síðastliðinn vetur, þegar Iðntæknistofnun og RB sameinuðust. Þarna er saga "mótvægisaðgerðanna" komin.
Tilkynningin um niðurskurðinn á afla næsta fiskveiðiárs kom 06.07.07 en ennþá hefur ekkert bitastætt komið frá stjórnvöldum um það hvernig eigi að bregðast við núna tæpum mánuði eftir að var tilkynnt um þennan mikla niðurskurð. Ég hef skrifað um það hérna áður á blogginu að ég held að það verði engar svokallaðar "mótvægisaðgerðir" ég hef ekki séð neitt hingað til sem bendir til að þær verði nokkrar og þangað til breytist skoðun mín ekki.
Iðnaðarráðherra: 1.200 milljóna kr. skuld Byggðastofnunar verði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.8.2007 | 16:01
Hann hefði betur farið á sjóstöng..........
Ölvaður og réttindalaus ökumaður í umferðaróhappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)