Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
30.8.2007 | 08:51
Klúður - aulaskapur - Alveg sama.
Grímseyjarferja klúður á klúður ofan" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2007 | 09:33
“Mótvægisaðgerðirnar”
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 08:50
Spyker - Alonso ll
Spyker setur aðalhönnuð af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2007 | 16:10
Vandvirkni er dyggð.
Ég er búinn að vera í Skagafirði síðan á þriðjudag og kom aftur í gærkvöldi. Ég passaði mig á því að lesa engin blöð, heldur ákvað ég það að fylgjast bara með fréttum sjónvarpsins á meðan ég væri þarna. Svo þegar ég kom til baka fór ég í gegnum blaðabunkann, það sem einna fyrst vakti athygli mína var grein, sem Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ritaði í Fréttablaðið þann 22 ágúst. Í þessari grein sinni gagnrýnir hann harðlega ummæli Grétars Mars Jónssonar, varðandi ummæli hans um sjólag og gerð ferjuhafnar í Bakkafjöru. Elliði vill meina það að vegna þess að hann hafi farið nokkrar ferðir með Herjólfi og verið sjóveikur og svo ekki sé nú talað um að hann hefur líka verið með sjóveik börn, þá þekki hann engu minna til sjávar og aðstæðna til sjós en Grétar Mar. Ég segi bara þvílíkur hroki er í manninum, heldur hann virkilega að hann eftir nokkrar ferðir með Herjólfi, að hann hafi sömu þekkingu á sjávaröflunum og maður sem hefur stundað veiðar sem skipstjóri í tugi ára? Annað í þessari grein hans er á svipuðum nótum og það dæmir sig nú eiginlega sjálft en ég ætla nú samt að eyða smá tíma í að ritskoða þessar rangfærslur hans og þá sérstaklega vil ég vita um hvaða opinberu heimildir hann er að vitna í því þegar maður vitnar í heimildir á ekki að vera að afbaka þær heldur eiga þær að vera óbreyttar því maður breytir þeim ekki eftir þörfum eins og Elliði Vignisson gerir og daðrar hann þar óspart við "skáldagyðjuna".
Ég veit ekki hvort Elliði Vignisson hefur nokkuð verið að hugsa þegar hann skrifaði umrædda grein eða hvort þekkingu hans er bara svona ábótavant en þá hefði nú verið skynsamlegra hjá honum að opinbera ekki á þennan hátt vanþekkingu sína heldur hefði hann átt að afla sér þessarar kunnáttu sem hann vantaði upp á.
Elliða skal bent á að Siglingastofnun hefur gert mörg og alvarleg mistök með því að fara ekki eftir því sem "heimamenn" og skipstjórar sem til þekktu hafa sagt þeim. Þar má nefna sjóvarnargarð sem var byggður í Grímsey, heimamenn sögðu að þetta gæti ekki gengið en ekki var hlustað á þessa "heimsku og vitlausu" sjómenn sérfræðingar höfðu reiknað annað út, en viti menn í fyrsta brimi hvarf þessi sjóvarnargarður. Margt fleira væri hægt að týna til en þetta litla dæmi ætti að duga fyrir Elliða. Svo ætti Elliði kannski að gera sér grein fyrir því að tölvulíkön Siglingastofnunar vanmeta oft á tíðum náttúruöflin. Tölvuleikur er ekki raunveruleikinn.
- Elliði segir að samkvæmt skýrslu Det Norske Veritas, sé áhættan af því að sigla milli Bakkafjöru og Eyja 1/6 minni en að sigla milli Þorlákshafnar og Eyja. Ég þurfti að lesa þessa staðhæfingu hans tvisvar sinnum áður en ég trúði því að ég hefði lesið rétt svo fáránleg er þessi staðhæfing hans. Vissulega er áætlaður siglingatími milli Bakkafjöru og Eyja aðeins 1/6 af siglingatímanum milli Þorlákshafnar og Eyja en það gerir ekki nokkur heilvita maður að taka áætlaðan siglingatíma og deila með styttingu hans og fá þar með út siglingalegt öryggi áætlaðrar leiðar.
- Ekki ætla ég mér að fara mikið út í kostnaðaráætlanir (Vegagerðin er sjálfsagt búin að skila kostnaðaráætlun, sem er álíka nákvæm og kostnaðaráætlunin fyrir Grímseyjarferjuna). En það er allt í lagi að Elliði viti af því, vegna þess að þá eru bændur í Þykkvabænum búnir að reyna að græða upp landið þarna í mörg ár en ekki tekist og svo skal hann hafa það til hugleiðingar að ef það væri hægt að gera þarna almennilega höfn þá væri það löngu búið. Ef aðalhagsmunamál Elliða Vignissonar er að samgöngur til Eyja séu sem bestar ætti hann að kynna sér Bakkafjörudæmið betur í stað þess að níða skóinn af mönnum sem benda á staðreyndir.
- Ég er nokkuð sammála Elliða um það að ekki sé þörf á að lengja sjóvarnargarðana frá því sem áætlanir Siglingastofnunar ger ráð fyrir, einfaldlega vegna þess að það stendur til að reisa þessa sjóvarnargarða á sandi og sandurinn fyrir utan suðurströndina er á sífelldri hreyfingu og það er sama hvað þessir sjóvarnagarðar verða langir eða stuttir, þeir koma til með að hverfa í hafið, ég veit ekki um neina nýja tækni til þess að halda þeim á sínum stað.
- Maður reiknar ekki út þannig að algilt sé hvar "grunnbrot" hefjast svoleiðis fer eftir staðháttum á hverjum stað. Margir hafa fylgst með bátum í innsiglingunni til Grindavíkur í slæmu veðri og hugsa til þess með hryllingi, ef Bakkafjörudæmið verður að veruleika þá má reikna með líkum aðstæðum þar meðan sjóvarnargarðarnir verða til staðar svo þegar þeir fara versna aðstæður til muna að lokum fyllist Bakkafjöruhöfnin af sandi og þá þarf að hefja aftur ferjusiglingar milli Þorlákshafnar og Eyja.
Elliði fullyrðir mikið í þessari grein sinni og staðhæfir mikið og við lestur þessarar greinar þá fær maður sterka tilfinningu fyrir því að Elliði sé mikill sérfræðingur í þessum málum og sé að kenna Grétari Mar af visku sinni. Hann ætti að hafa það í huga að ábyrgð í þessu er mikil og við verðum að vanda okkur.
21.8.2007 | 13:37
Efnahagsstefna landsins er gjaldþrota
19.8.2007 | 13:14
Spyker - Alonso
Spyker-liðið líklega til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2007 | 08:54
Enn og aftur....
Vissu að kostnaðurinn yrði meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 19:44
Ábyrgð.... er eitthvað ofan á brauð.......
Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 10:32
Enn á að hengja bakara fyrir smið.....
Fjárlaganefnd fundar um Grímseyjarferju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2007 | 11:38
Ábyrgð..... er það eitthvað ofan á brauð???????
Vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |