Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sundurlaus og villuráfandi hjörð!!!

Reyndar er ég (aldrei þessu vant) sammála Ingibjörgu Sólrúnu með það að kosningar eru alls ekki tímabærar núna, þeim sem eru við stjórn virðis ekkert veita af því að einbeita sér að fullu að fjárhagsvandaum, þeir/þau mega síst af öllu við að fara að hugsa um kosningabaráttu núna.
mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þunnur þrettándi!!!

Heldur þetta lið virkilega að það eigi að njóta einhverra sérréttinda? það er nokkuð ljóst að ekki hafa þessir eiginhagsmunaseggir unnið fyrir þeim.  Hvað veldur að þetta fólk þarf önnur kjör en almenningur?
mbl.is Gengur of skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!!!!!!!!!

Eru menn loksins að gera sér grein fyrir því að það þurfa ALLIR að bera byrðarnar?  Ekki bara almenningur.
mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður".  --"En en, ég er verkfræðingur..."  "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !".  Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.  Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."  Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það".  Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".

"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig!"

 "-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."


Hvað er verið að teygja lopann??????

...... eða er svona rosalega mikið mál að ná samkomulagi, í þessu máli, sem allir geta sætt sig við?


mbl.is Frumvarp um eftirlaun á leiðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi "mjúka" snertilending varð nú ansi hörð ........

....ég hefði ekki viljað upplifa "BROTLENDINGU" eða kannski þetta hafi verið brotlending?  En að það verði allt komið í gang árið 2010, eins og ekkert hafi gerst Geir er greinilega að tala um eitthvað sem hann hefur ekki hugmynd um og hvað hefur hann fyrir sér í þessu?  Margt ruglið hefur hann sagt í gegnum tíðina en þetta "toppar" það allt saman og það eru bara tilmæli, þess efni, að hann útskýri þessi ummæli sín nánar og það á mannamáli.
mbl.is Uppsveiflan hefst 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hún ekki líka við að hún og Geir verði að vera samstíga við að segja þjóðinni ekkert?????

Miðað við fréttir síðustu daga virðist vera nokkuð mikið sem þau "Þingvallahjúin" vilja bara halda fyrir sig.
mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi eiga Vestmannaeyingar að sætta sig við þetta????

"Bakkafjöruklúðrið" var notað til þess að "réttlæta" þann skort á samgöngum við Eyjar, sem eru í dag og Eyjamönnum sagt að þetta lagaðist allt þegar Bakkafjaran kæmist í gagnið.  En nú er útlit fyrir að Bakkafjaran hafi verið blásin af (sem betur fer segja sumir) og hvað er þá framundan í samgöngumálum Vestmannaeyinga?
mbl.is Tekur 34 vikur að fá varahluti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vildi hann fara í James Bond - leik?

..... og fara á bak við þing og þjóð? Hver er eiginlega ástæðan fyrir þessum undirlægjuhætti við Norðmenn?  Ég get alveg fullyrt það að Norðmenn lána ekki krónu nema þeir sjái sér verulegan hag í því.  Ekki þarf nú meira til en að skoða samskiptasögu Íslands og Noregs til að sjá hver niðurstaðan hefur verið í gegnum árin.
mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið að þarna væri kominn nýr tekjustofn fyrir Landhelgisgæsluna????

Í niðurlagi fréttarinnar er sagt að Sómölsku sjóræningjarnir telji sig vera að stunda "strandgæslu", kannski ætti fjársvelt Landhelgisgæslan á Íslandi að kanna þennan möguleika á fjáröflun.
mbl.is Baksvið: Hverjir eru sómölsku sjóræningjarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband