Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hefur ekki hitt föður sinn í ÁTTA ár - þarna er GRÓFLEGA brotið á rétti barns til að hafa samneyti við föður sinn!!!!

Og ætla menn bara að sitja hjá og horfa að svona lagað sé látið viðgangast?  Hafa ekki allir rétt á því að umgangast BÁÐA foreldra sína?
mbl.is Syni Bin Ladens vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir inn á milli

Eigum við ekki bara aðeins að gera okkur dagmun, núna í öllu svartnættinu og gleyma því í smá stund hve allt er dökkt og skella okkur á skíði.  Það er gott veður og eftir góðan skíðatúr líður okkur öllum mikið betur.  Kannski Geir og Solla ættu að skella sér líka, þau geta haft lífverðina með.
mbl.is Opið í Tindastóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan eru Austlendingar??

Ég hef alltaf heyrt talað um Austfirðinga hvaðan í ósköpunum koma Austlendingar?
mbl.is Austlendingar þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygginguna af strax!!!!!

Þegar þetta efnahagsástand er svona yfir okkur er það lágmarkskrafa okkar, sem eigum að borga fyrir óstjórnina, spillinguna og bruðlið síðustu ár, að við fáum réttar og fölskvalausar upplýsingar um stöðu mála og um það hvað sé framundan.  En í þessu efni hafa stjórnvöld staðið sig með hreinni hörmung.  Maður hefur það ekki á tilfinningunni að þau séu steinsofandi, ekki heldur að þau séu alveg meðvitundarlaus, heldur að allir í ríkisstjórninni séu í dauðadái og ættu bara að vera á gjörgæslu, þau eru víst frekar stutt frá því að fara í líkhúsið.

Á meðan verðbólgan æðir upp og fólk upplifir það að VERÐTRYGGÐU lánin þeirra hækka um tugi þúsunda á hverjum mánuði, þá talar ríkisstjórnin um TÍMABUNDNA niðurfellingu á verðtryggingunni.  Er ekki í lagi með fólk, hvað er tímabundin niðurfelling á vertryggingunni til langs tíma? Er það þrír mánuðir, sex mánuðir, eitt ár eða tvö ár?  Það hefur hver "spekingurinn" á fætur öðrum komið fram og sagt frá hversu örðugt, misjafnlega örðugt þó, það væri að afnema VERÐTRYGGINGUNA.  Allt ber að sama brunninum, ÞESSI AÐGERÐ YRÐI AÐ ÖLLUM LÍKINDUM BANABITI LÍFEYRISSJÓÐAKERFISINS, með öðrum orðum sagt þá verður að okra á landsmönnum til þess að halda lífinu í einhverju "hundúreltu" lífeyrissjóðakerfi, sem fólkið á sjálft og er þar að auki háð því að sem flestir haldi sínum störfum svo það greiði sín lífeyrissjóðsgjöld og það sem meira er að það geti greitt lífeyrissjóðslánin sín.  Við verðum að taka það með í reikninginn að það eru tvær hliðar á peningnum.  HRYNUR LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ EKKI HVORT EÐ ER EF FÓLK MISSIR VINNUNA OG GREIÐIR EKKI Í LÍFEYRISSJÓÐI OG GETUR EKKI HELDUR BORGAÐ LÍFEYRISSJÓÐSLÁNIN?  Menn hafa komið voða myndugir fram í sjónvarpi og skrifað um það stórar og miklar greinar, að það sé nú ekki hægt að afnema verðtrygginguna með einu pennastriki og hafa nefnt ýmis misgáfuleg rök fyrir þessu.  Ég er nú orðinn það gamall að ég man eftir því þegar vertryggingin var afnumin af LAUNUM með einu pennastriki. Á því voru engin vandkvæði því skyldu vera vandkvæði á því að afnema verðtryggingu á SKULDUM?

Sá orðrómur gengur nú fjöllunum hærra, að það standi til að hækka stýrivextina og þar með komi vaxtastigið í landinu til með að hækka.  Ef þetta er á einhverjum rökum reist, þá spyr ég bara: ER ÞAÐ YFIRLÝST MARKMIÐ STJÓRNVALDA AÐ SETJA ALLT ATVINNULÍF OG ALMENNING Á ÞESSU LANDI Á VONARVÖL OG ÆTLA STJÓRNVÖLD VIRKILEGA AÐ HORFA Á AÐGERÐARLAUS?   Það er kannski rétt að minna á það að ef ekki eru heimili eða atvinnulíf í landinu þá er heldur engin þörf á ríkisstjórn eða Alþingi.  Hve oft þarf að segja þessum "hryðjuverkamönnum" í Seðlabankanum að stýrivaxtastigið hefur engin áhrif á verðbólguna.  Verðbólgan er tilkomin vegna ytri aðstæðna og stýrivextirnir breyta þeim ekkert


Föstudagsgrín

Eins og venjulega fór Eddi snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og steinsofnaði. Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inn í svefnherberginu,klæddan í hvítan kufl.  "Hvað í andskotanum ertu að gera í svefnherberginu mínu ?" segir Eddi reiður.  "Þetta er ekki svefnherbergið þitt," segir maðurinn, "þú ert kominn til himna og ég er Lykla-Pétur." "HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ? Ég vil ekki deyja... ég er allt of ungur og á eftir að gera svo margt," segir Eddi. " Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig til baka á stundinni!"

"Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur. Þú getur aðeins snúið tilbaka sem hestur eða hæna. Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað.  Eddi hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn með einhvern á bakinu, svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem hæna. Það væri ábyggilega letilíf.

"Ég vil snúa aftur sem hæna..." samstundis var Eddi kominn í hænsnakofa með fallegar fjaðrir og allar græjur. En almáttugur hvað honum var illt í afturendanum. Það var eins og hann væri að springa!

Þá kemur haninn....

"Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?

"Allt í lagi býst ég við" Svarar Eddi en mér finnst eins og rassinn á mér sé að springa!

"Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?

Nei hvernig geri ég það?

"Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar haninn. Og Eddi gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa.  skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu. "Vá segir Eddi þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar og byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á gólfinu.

Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra: "Vaknaðu Eddi, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm!"


Siðblindan er algjör. Skyldi hún vera smitandi - eða er hún bara bundin við sjálfstæðisflokkinn?

Auðvitað er manngarminum ekki stætt á öðru en að hætta, menn hafa nú verið látnir fara fyrir minni sakir.  Ef manninum finnst virkilega ekkert að þessum gjörningi sínum þá er ég hræddur um að hann þurfi að fara í ærlega naflaskoðun.
mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita menn ekki hvernig ástandið er????

Þetta er alveg dæmigert fyrir STJÓRNMÁLAMENNINA hér á landi, sama hvar í flokki þeir eru, sífelldur austur og bruðl með almannafé, endalaust TALAÐ um hlutina og EKKERT gert.  Ef þeir vita ekki nú þegar hvert ástandið er í efnahagsmálum þjóðarinnar eru þeir ekki í RÉTTRI vinnu.
mbl.is Ræða alvarlega efnahagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á nú ekki að þurfa að koma með svona yfirlýsingar!!!!

Ég veit ekki til að það leiki nokkur vafi á því að ALLIR eigi að greiða þær skuldbindingar, sem þeir hafa tekið á sig.  Ég efast stórlega um að ég kæmist upp með það að neita að borga þær skuldir sem ég hef komið mér í, ansi er ég hræddur um að ég fengi bágt fyrir.  Kannski eru skuldirnar mínar ekki nógu og háar svo niðurfelling komi til greina.
mbl.is Glitnir mun innheimta skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAR KOM SKÝRINGIN!!!!!

Það hefur þurft að auka virði blaðsins, strákurinn minn fékk tilboð um fría áskrift í mánuð fyrir tæpum sex vikum og þegar hann hætti höfðu morgunblaðsmenn engan áhuga á að vita hvers vegna hann hætti með áskriftina.
mbl.is Lestur á Morgunblaðinu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga þá ekki Alþingismenn að vera á launum í samræmi við það????

Málið er nefnilega það að þingmenn virðast ekki hafa lesið stjórnarskrána í það minnsta láta þeir eins og hún sé ekki til.  Hér á landi hefur Framkvæmdavaldið komist upp með að fara á svig við stjórnarskrána árum og áratugum saman án þess að einn einasti þingmaður hafi hreift mótmælum, sjá hér.
mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband