Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ekki er þetta stór sparnaður, heldur ekki einu sinni í við verðbólguna....

Einhverjir myndu segja að þetta væri eingöngu sýndarmennska.  Ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að "spara" og draga saman í rekstri ráðuneytanna þá er það núna.  En þetta á bara við rekstur ráðuneytanna til þess að halda uppi atvinnu í landinu á hið opinbera að fara út í allar þær framkvæmdir, sem skila arði.
mbl.is Ráðuneyti spari sem nemi 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta fyrsti vísirinn að því að "Bakkafjöruklúðrinu" verði hætt?

Menn séu búnir að sjá að þetta sé ekki framkvæmanlegt með þokkalegu móti og eigi svo að nota "efnahagsástandið" sem afsökun fyrir því að hætt verði við?
mbl.is Gríðarlegt áfall fyrir Eyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin breyting!!!!!!

Það er með öllu ljóst, engin stefnubreyting og til að slá málum á frest er bara stofnuð enn ein nefndin, sem gerir ekkert nema það sem henni er sagt að gera eða gera ekki.  Þessi vinnubrögð er fólk farið að þekkja.
mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Unga parið hafði nú verið saman í nokkra mánuði og sáu ekki sólina hvort fyrir öðru. Þau ákváðu að færa sambandið á næsta stig, og hann fór í apótekið til að kaupa verjur. Þar sem hann hafði aldrei verslað eða notað verjur áður bað hann apótekarann að útskýra fyrir sér notkunarleiðbeiningarnar sem hann og gerði af kostgæfni. Allt gekk svo vel hjá unga parinu og því ákváðu þau að færa sambandið á næsta stig og þá var komið að því að kynna hvort annað fyrir foreldrum hins aðilans. Fyrst bauð hún honum í mat til foreldra sinna. Við matarborðið var ungi maðurinn eldrauður í framan og horfði niður á diskinn sinn án þess að segja nokkuð. Unga konan hvíslaði undrandi að honum: "Ég vissi ekki að þú værir svona feiminn." Hann svaraði um hæl: "Ég vissi ekki að pabbi þinn væri apótekari...."

Þarf nokkuð að ræða það?

Ef nokkuð er eftir hjá okkur, sem heitir sjálfsvirðing, þá segir sig alveg sjálft að við viljum ekki sjá Breta hér til að sjá um eitthvað hel..... loftrýmiseftirlit á svæðinu.  Ef við þurfum að segja okkur úr NATO til þess að sleppa við það að Bretarnir komi hingað, þá verður það bara gert.  Þjóð sem setur HRYÐJUVERKALÖG á aðra þjóð, vill tæplegast sjá um  varnir þeirrar sömu þjóðar?
mbl.is Árétta andstöðu við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fer með rétt mál?????

Eigum við ekki rétt á því að vita hvort eitthvað er til í þessum ásökunum Sigurðar Einarssonar, eða eru bankastjórar Seðlabankans og aðrir opinberir starfsmenn svo hátt yfir okkur almenning hafnir að þeir telji að þeir geti bara sagt okkur að éta það sem úti frýs?
mbl.is Stjórn Seðlabanka ætlar ekki að tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki svolítið seint???????

Þegar búið er að "drulla" upp á bak í hverju einasta máli, sýna hroka og valdníðslu og enginn verið í að verja aðgerðir og aðgerðaleysi erlendis, á eftir margra mánaða ÚRRÆÐALEYSI að ráða sér "BLAÐURSFULLTRÚA" (Tryggvi Þór Herbertsson hætti þegar hann gerði sér ljóst að það átti að vera hans hlutverk) til að svara fyrir "klúðrið". Þarna er ekki um nokkra stefnubreytingu að ræða, þótt ráðinn sé "skeinari" fyrir Geir.
mbl.is Ráðinn fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga bara þessir tveir að segja af sér???????

Það er alveg á hreinu AÐ ÖLL RÍKISSTJÓRNIN, EINS OG HÚN LEGGUR SIG, ætti að segja af sér, það hefur ekki einn einasti af þessum maður eða kona staðið sína plikt, hvað þá orðið að einhverju gagni fyrir land og þjóð.  Margir fleiri ættu að taka "pokann" sinn og ber þar fyrstan að nefna Davíð Oddsson og hina bankastjóra Seðlabankans, allt bankaráð Seðlabankans, forstjóra fjármáleftirlitsins,................................................. það sem þarf er góð tiltekt í öllu opinbera batteríinu.
mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaðrar við LANDRÁÐ!!!!!!

Á meðan er verið að LOKA fiskvinnsluhúsum víðsvegar um landið vegna hráefnisskorts.  Ég þekki það nokkuð vel nýlega var eldri sonur minn, sem vann í fiskvinnslu á Suð vestur horninu, sendur heim vegna hráefnisskorts og viku seinna var öllum sem unnu þarna sagt upp, ástæðan sem var gefin upp var að ekki væri hægt að fá hráefni.  Ég hef áður skrifað um þetta, sjá hér, skoðun mín á þessu athæfi er óbreytt og ítreka ég það bara hér AÐ MEÐ ÞESSU ER BARA VERIÐ AÐ HLEYPA BRETUM OG ÖÐRUM BAKDYRAMEGIN INN Í FISKVEIÐILÖGSÖGUNA. Svo væla menn um það að við MISSUM yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni ef við göngum í ESB, ætli þetta séu ekki sömu mennirnir og eru að senda fiskinn óunninn úr landi, í gámum?
mbl.is Aukinn ýsuafli fluttur út óunninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá kemur bara hart á móti hörðu!!!!!

Þá beitum við bara NATO þrýstingi, í deilu okkar við Breta og Hollendinga, eins og gert var í síðasta þorskastríði gagnvart Bretum og vonandi hafa stjórnvöld manndóm í sér til þess að hótanirnar virki  trúverðugar.  Það er ekki nokkur ástæða til þess að láta kúga sig svona.
mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband