Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Það kemur allt með kalda vatninu!!!!!

Ég get ekki séð annað, samkvæmt meðfylgjandi frétt, en að verið sé að koma Íbúðalánasjóði út af húsnæðismarkaðnum í rólegheitunum.  Það er búið að vera lengi í "pípunum" að færa viðskiptabönkunum húsnæðismarkaðinn og nú er búið að finna lævísa leið til þess.  Samkvæmt þessu á að gera viðskiptabönkunum það mögulegt að vera á "húsnæðismarkaðnum" til "jafns" við Íbúðalánasjóð.  En hvað þýðir þetta í raun?  Jú, því er fljótsvarað, viðskiptabankarnir koma eingöngu til með að sinna húsnæðismarkaðnum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu og Akureyri og kannski Reykjanesi, um landsbyggðina fær svo Íbúðalánasjóður að sjá um áfram.  Með öðrum orðum, það verður full samkeppni á húsnæðismarkaðnum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu og Akureyri og kannski Reykjanesi en aftur á móti engin á landsbyggðinni.  Þetta hefur í för með sér enn enn sterkari skil þess að það verða tvær þjóðir í þessu landi.  Sennilega lækkar húsnæðisverð á landsbyggðinni við þessa breytingu og hin þjóðin í landinu kemur til með að verða enn betur bundin átthagafjötrum en verið hefur.  Kannski er þetta hluti af "mótvægisaðgerðum" ríkisstjórnarinnar?
mbl.is Kerfi sem virðist gefast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki flókið mál Geir, stjórnarandstaðan er á móti BÁÐUM ríkisstjórnunum.

En það er spurning hvort báðar ríkisstjórnirnar hafi þann þingmeirihluta sem þarf til?
mbl.is Tvær ríkisstjórnir við völd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grillað um helgina.

Þeir voru fljótir að veiða fyrstu hrefnuna, enda er mikið af henni og stútfull af þorski, sem HAFRÓ segir að sé ekki til.  Svo er næst að fara að veiða hnúfubakinn, sem hámar í sig loðnuna eins og honum sé borgað fyrir það, dæmi eru um að erfitt hafi reynst að kasta á loðnutorfur fyrir ágangi hnúfubaka og enn fleiri dæmi eru um það að hnúfubakar hafi þvælst í nætur skipa, stórskemmt þær og jafnvel eyðilagt.  Mér skilst að kjötið af þeim sé líka mjög gott á grillið.

Annars hugnast mér best tillaga bloggvinar míns, Hafsteins Viðars Ásgeirssonar, en hann lagði það til að  Íslendingar myndu fá Japani eða Kóreubúa, sem verktaka í hvalveiðar, það yrði í samningi sem gerður yrði við þá að þeir fengju að hirða "hræin" af öllum þeim hvölum sem þeir veiddu, þannig losnuðum við öll leiðindi varðandi sölu og -markaðsmál og myndum sjálfir eingöngu veiða fyrir innanlandsmarkað.


mbl.is Fyrsta hrefnan veidd á Faxafló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin fyrir kjána?

Össur segir hvergi ástæðuna fyrir því að hann er óánægður með ákvörðun Einars.  Það eina sem er komið á hreint er að ráðherrar Samfylkingarinnar eru á móti hvalveiðum án þess að nefna það hvers vegna.  Ef Samfylkingin rekur "stefnu/stefnuleysi" sitt eftir því hvar þeir halda að þeir skori hæst á "vinsældalistum" þá er Samfylkingin fyrir kjána.
mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðan hvenær er það stórfrétt að fresta þurfi brottför á miðin?

Oft hefur verið frestað brottför á skipum sem ég hef verið á, af mismunandi ástæðum, án þess að fjölmiðlar fjalli sérstaklega um það.  Er svona lítið í fréttum að það sé reynt að "tína" allt upp?
mbl.is Veiðimenn ekki farnir af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hagsmuni er hún eiginlega að tala um?

Það hefur sýnt sig undanfarin ár að hrefnuveiðar okkar hafa ekki haft nein áhrif á eitt né neitt það eina sem hefur heyrst í eru einhverjir "vælukjóar" úr röðum "Náttúruverndar-Ayatolla" og hvalverndunarsinna, sem þrugla um eitthvað heimsendakjaftæði, sem svo verður aldrei.  Nú talar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um að við séum að fórna einhverjum hagsmunum með því að veiða nokkrar hrefnur, sem eru stútfullar af þorski og vel aldar, því HAFRÓ gat ekki með nokkru móti fundið þorskinn en hrefnan finnur hann, kannski að ISG geti frætt okkur um það hverjir þessir hagsmunir eru?  Hún ætti kannski að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið komi til með að bregðast við mannréttindabrotum stjórnvalda.
mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árlega VÆLIÐ byrjað.

Árni Finnsson ætti  nú heldur að einbeita sér að því "vernda" Íslenska náttúru en að ganga erinda hvalaskoðunarfólks og Greenpeace.  Er það gott til afspurnar að þessi forvígismaður náttúruverndar skuli alltaf gelta þegar honum er sigað?
mbl.is Hrefnuveiðar tilgangslausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer "grilvertíðin" að byrja......

og ekkert veit ég betra á grillið en hrefnukjöt en ég er ansi smeykur um að 40 dýr verði eins og dropi í hafið á þennan markað.  Til þess að anna eftirspurn á heimamarkaði hefði þurft í það minnsta tvöfalt meira magn og talan 100 dýr hefur verið nefnd.  En hvað sem því líður þá er það mikið tilhlökkunarefni að fá nú loksins hrefnukjöt aftur, segja má að þar sé einn af vorboðunum kominn.  En það fylgir alltaf böggull skammrifi, nú byrjar hið árlega "væl" í hvalaskoðunarmönnum.
mbl.is Hrefnukvóti gefinn út í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar.  Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórn á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentímetrum frá búðarglugga.  Í nokkrar sekúndur er allt hljótt í bílnum.  Síðan segir bílstjórinn: “Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei gera aftur.  Þú hræddir næstum úr mér líftóruna!”.  Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: “Fyrirgefðu ég vissi ekki að smápikk í öxlina myndi valda þessum viðbrögðum”.“Æ fyrirgefðu”, sagði bílstjórinn “Þetta var nú reyndar ekki þín sök.  Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár”.

Fjölmiðlar ala á "hryðjuverkaógninni"!!!!!!!!

Með því að þessi maður fær alla þá athygli sem hann vill.  Væri ekki ráð að fjölmiðlar skoðuðu hver þeirra þáttur er í uppgangi Íslamista?
mbl.is Ávarp frá bin Laden boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband