Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Rugluð tímataka!!!!!!!!!

Auglýst var að tímatakan í formúlu1 ætti að hefjast kl 11:45, þegar 1 hluti hinnar eiginlegu tímatöku var u.þ.b hálfnaður ca kl 12:20, gafst ég upp á að horfa á sjónvarpið, útsendingin var enn "rugluð" og mér skyldist að það hefði verið skilyrði fyrir því að SÝN, nú stöð 2 sport fengi sýningarréttinn á formúlu 1, væri að tímatakan og kappaksturinn væru í opinni dagskrá, má kannski reikna með því að það verði "opnað" fyrir dagskrána á morgun þegar kappaksturinn er hálfnaður eða svo.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem "gleymist" að opna fyrir útsendingu á þessu keppnistímabili en aldrei hafa þeir nú verið jafn "grófir" og í dag.  Ég get skilið það að stöð2 sport séu að reyna að ná sér í fleiri áskrifendur en í þessu tilfelli virkar þessi "taktík" þeirra öfugt á mig (í það minnsta) ég ætla mér að gerast áskrifandi að einhverri erlendri stöð, sem  er með formúluna á dagskrá hjá sér.

Föstudagsgrín

Maður hringir í 112 og segir: “Er þetta hjá slökkviliðinu?”  Já er svarað hinu megin á línunni.“Þið verðið að drífa ykkur það er kviknað í húsinu mínu!”“Hvernig komumst við til þín?”“Eigið þið ekki ennþá stóru rauðu bílana?”

Eru einhverjir brestir að koma í glerbúrið hjá hryðjuverkamönnunum í Seðlabankanum???

Eða eru þeir byrjaðir á endurmenntunarnámskeiði í hagfræði? En þetta er þó alla vega byrjunin.  Vonandi eru þeir búnir að átta sig á því að vegna smæðar Íslensku krónunnar á Alþjóðlegum markaði, hefur þetta "brölt"með stýrivextina, afskaplega lítil áhrif á gengi krónunnar en það hefur mjög mikil áhrif á heimilin í landinu og fyrirtækin og þá til hins verra.

Það hefur komið fram í máli Forsætisráðherra, að það verði að koma bönkunum og fyrirtækjunumtil hjálpar, í þessum "hremmingum" í efnahagslífinu en það hefur enginn talað um að það þurfi að koma heimilunumtil bjargar.  Afborganir af lánum til heimilanna eru að hækka um tugi þúsunda króna og í mörgum tilfellum hundruð þúsunda króna.  Það segir sig alveg sjálft að það stendur ekkert heimili undir þessum hækkunum, þá tapar fólk eignum sínum, bankar og lánastofnanir sitja uppi með "yfirveðsettar" fasteignir, sem aftur leiðir til þess að fasteignaverð lækkar.  Einhvers staðar segir; Að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn.  Ef engin heimili eru, þá eru ekki bankar og fyrirtæki, þetta spilar nefnilega allt saman og ef eitt af þessu vantar í jöfnuna þá gengur dæmið ekki upp.

Forsætisráðherra sagði það að fólki væri bara nær, það hefði tekið á sig meiri skuldbindingar en það var fært um að standa við.  Jú gott og vel, það má að einhverju leiti taka undir þetta.  En fóru ekki bankar og fjármálastofnanir og ríkisstjórnin á undan og "hvöttu" fólk, beint og óbeint, til meiri eyðslu, með því að láta í veðri vaka að "Íslenska efnahagsundrið" væri eilíft og komið til þess að vera.  Ég er ekki að mæla því bót að fólk eyði um efni fram en er ekki of mikil einföldun að segja að fólk hefði átt að vita betur? Nú erum við að bíta úr nálinni með vitlausa efnahagsstjórnun undanfarinna ára, en ekki get ég séð að við höfum neitt lært af því sem á undan er gengið.


mbl.is Stýrivextir áfram 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bregðast krosstré sem önnnur tré.

Svo lengi sem ég man eftir mér (sem er nú orðið lengra en ég kæri mig um að muna), hefur verslunin "Veiðimaðurinn" í Hafnarstræti verið einn af "föstu" punktunum í miðbænum og víst er að þaðan eiga margir veiðimenn og aðrir góðar minningar.  Vissulega hafa orðið miklar breytingar á versluninni í gegnum árin en manni mætti alltaf gott viðmót og allt var gert til að leysa úr málum viðskiptavinanna á sem bestan og öruggastan  máta.  Ég vil þakka eigendum og starfsfólki "Veiðimannsins" góð og vel unnin störf í gegnum árin og fullyrði að þeirra verður saknað ennfremur vil ég óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.
mbl.is Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir hafa sinn tíma.

En sjálfsagt eru mjög skiptar skoðanir á því hvort tími Davids Coulthards sé búinn.  Ef þetta er staðreyndin, þá verður mikill sjónarsviptir af þessum heiðursmanni, því ég held að hans verði fyrst og fremst minnst fyrir það hversu mikill heiðursmaður hann hefur alltaf verið utan brautar og innan.  Árangur hans, eftir að hann fór frá McLaren hefur verið viðunandi en ekki mikið meira en það er alveg á hreinu að hann átti sín "gullaldarár" hjá McLaren, en síðan hann fór þaðan hefur leiðin verið niður á við.
mbl.is Coulthard á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband