Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
5.7.2008 | 12:31
Rugluð tímataka!!!!!!!!!
4.7.2008 | 09:50
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2008 | 11:34
Eru einhverjir brestir að koma í glerbúrið hjá hryðjuverkamönnunum í Seðlabankanum???
Eða eru þeir byrjaðir á endurmenntunarnámskeiði í hagfræði? En þetta er þó alla vega byrjunin. Vonandi eru þeir búnir að átta sig á því að vegna smæðar Íslensku krónunnar á Alþjóðlegum markaði, hefur þetta "brölt"með stýrivextina, afskaplega lítil áhrif á gengi krónunnar en það hefur mjög mikil áhrif á heimilin í landinu og fyrirtækin og þá til hins verra.
Það hefur komið fram í máli Forsætisráðherra, að það verði að koma bönkunum og fyrirtækjunumtil hjálpar, í þessum "hremmingum" í efnahagslífinu en það hefur enginn talað um að það þurfi að koma heimilunumtil bjargar. Afborganir af lánum til heimilanna eru að hækka um tugi þúsunda króna og í mörgum tilfellum hundruð þúsunda króna. Það segir sig alveg sjálft að það stendur ekkert heimili undir þessum hækkunum, þá tapar fólk eignum sínum, bankar og lánastofnanir sitja uppi með "yfirveðsettar" fasteignir, sem aftur leiðir til þess að fasteignaverð lækkar. Einhvers staðar segir; Að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Ef engin heimili eru, þá eru ekki bankar og fyrirtæki, þetta spilar nefnilega allt saman og ef eitt af þessu vantar í jöfnuna þá gengur dæmið ekki upp.
Forsætisráðherra sagði það að fólki væri bara nær, það hefði tekið á sig meiri skuldbindingar en það var fært um að standa við. Jú gott og vel, það má að einhverju leiti taka undir þetta. En fóru ekki bankar og fjármálastofnanir og ríkisstjórnin á undan og "hvöttu" fólk, beint og óbeint, til meiri eyðslu, með því að láta í veðri vaka að "Íslenska efnahagsundrið" væri eilíft og komið til þess að vera. Ég er ekki að mæla því bót að fólk eyði um efni fram en er ekki of mikil einföldun að segja að fólk hefði átt að vita betur? Nú erum við að bíta úr nálinni með vitlausa efnahagsstjórnun undanfarinna ára, en ekki get ég séð að við höfum neitt lært af því sem á undan er gengið.
Stýrivextir áfram 15,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 09:43
Svo bregðast krosstré sem önnnur tré.
Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.7.2008 | 14:26
Allir hafa sinn tíma.
Coulthard á útleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |