Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Of seint um rassinn gripið þegar allt er dottið!!!!!!!

Auðvitað hefði Geir átt að ráða sér efnahagsráðgjafa fyrir löngu síðan en ekki þegar skaðinn af aðgerðarleysinu í efnahagsmálum er orðinn því sem næst óbætanlegur.  En er Geir búinn með þessu að viðurkenna vandamálið?  Fyrst þegar fréttirnar um ráðninguna komu á RÚV hélt ég að svo væri en þá kom viðtal við Tryggva Þór Herbertsson, þá varð mér ljóst að hans hlutverk var eingöngu að réttlæta aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, því miður.  Einhvers staðar var sagt:"þar lagðist lítið fyrir góðan dreng".  Ekki bjóst ég (og fleiri) við því að Tryggvi Þór Herbertsson myndi gangast við því að verða einhvers konar "blaðursfulltrúi" forsætisráðuneytisins.
mbl.is Segir ráðningu efnahagsráðgjafa sýna vandræðagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkafólkið enn á ferð.

Þessir verktakar á svæðinu eru bara að uppfylla samninga, en það er umhugsunarefni ef farið er út í umdeildar framkvæmdir að verktakar skuli þurfa í tilboðum sínum, að gera ráð fyrir því að "kaffihúsanáttúruverndarsinnar" stöðvi vinnu og vinni skemmdarverk á vélum og tækjum í þeirra eigu.  Nei þetta "lið" ætti bara að halda áfram að vera á einhverju kaffihúsinu í 101 og vera þar halda áfram að lepja sitt "Soyjalatté" ef það stendur í svona löguðu þá kólnar bara "Soyjalattéið" á meðan. 
mbl.is Mótmæli í Helguvík friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þrjár konur, ein af þeim ljóska, voru að ræða um dætur sínar á unglingsaldri.  Sú fyrsta sagði: “Ég fékk áfall í síðustu viku.  Ég var að taka til í herberginu hennar Lísu og fann pakka af sígarettum undir koddanum hennar, ég vissi ekki einu sinni að hún reykti”.“Ég lenti nú í því verra” sagði sú næsta “Ég var að þrífa herbergið hennar Gullu og fann vodkaflösku undir rúminu hennar, ég vissi ekki einu sinni að hún drykki.”“Mín saga er nú verri” sagði þá ljóskan “Ég var að taka til í herberginu hjá Pókahontas Dís og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég fann í náttborðsskúffunni hennar – ég fann pakka af smokkum.  Og ég vissi ekki einu sinni að hún væri með typpi!”

Hann er ungur og lofar rosalega góðu.

Hann vantar þetta "litla" til að komast íi hóp hinna "stóru".  Hann á eftir að komast á verðlaunapall og því miður þá sé ég ekki að bílinn sé í það góðu standi að hann ráði við það nema að einhverjir hinna "stóru" verði fyrir verulegum skakkaföllum.  Svo vantar strákinn stöðugleika, það er ekki nóg að standa sig vel í einu móti og eiga svo nokkur léleg þar á eftir.  Annars virðist óheppnin elta strákinn, því hver hefur gleymt atvikinu í Mónakó þegar hann var búinn að keyra mjög vel en þá keyrði Raikkonen aftan á hann og hann féll úr leik, fleiri svipuð atvik hafa átt sér stað og það virðist ætla að verða þrautin þyngri fyrir hann að nálgast verðlaunapallinn.  En eins og sagt er "eftir því sem áföllunum fjölgar styttist í árangur".
mbl.is „Þessi strákur á eftir að verða stórt nafn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk spáir í veðrið

Ellefu manns (konur eru líka menn svo það fari ekkert á milli mála) vilja stýra þessu batteríi sem verður til við sameiningu Veðurstofunnar og Vatnamælinga Orkustofnunar.  Sameiningin á að eiga sér stað þann 1. ágúst næst komandi og á hin nýja stofnun að bera nafn Veðurstofu Íslands.  Það vekur athygli að aðeins er einn umsækjandi um starfið frá Vatnamælingum Orkustofnunar en það vekur upp spurningar um hvort men þar á bæ séu mjög ánægðir með fyrirhugaða stofnun.
mbl.is Ellefu sækja um starf veðurstofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn virðast hafa misjafnan skilning á því hvað hagræðing er....

Það virðist vera í hugum margra að eina hagræðingin, sem er til, sé að segja upp fólki.  Þegar svo er þá vaknar upp sú spurning hvort viðkomandi séu "hæfir" til að reka þau fyrirtæki sem þeim er trúað fyrir.  Í flestum tilfellum er það "einfaldasta og fljótlegasta" leiðin til "hagræðingar" að segja upp fólki, það að fara yfir reksturinn og finna liði þar sem hægt er að spara og jafnvel að vera án, er tímafrekt og því miður er það yfirleitt fólkið sem er á lágum launum, sem er sagt upp ekki stjórnendur eða millistjórnendur, er "ballestin" ekki orðin eitthvað vitlaus og verður skútan þá ekki "svög"?


mbl.is Fyrirtæki hagræða í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað gefa HRYÐJUVERKAMENNIRNIR ekkert upp hvað þeir gera!!!

En hvað veldur því að þetta "lið" kemur til Íslands að mótmæla?  Ætli það hafi eitthvað með það að gera að íslensk stjórnvöld taka alls ekki hart á þessu liði og það er meira litið á þetta lið eins og "misheppnaða auðnuleysingja"?  En þetta lið reynir ekki að fara til landa í Austur Evrópu eða Kína þar sem þörfin er mun meiri en hér á landi, því að í þessum löndum yrði tekið nokkuð "harkalega" á þeim.
mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti ekki að afnema stimpilgjöldin alveg??????

Þegar "útlagastjórnin" var mynduð, var það í stjórnarsáttmálanum að það ætti að afnema stimpilgjöldin en raunin er sú að þau eru aðeins afnumin hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og meira að segja, ef par er að kaupa sína fyrstu íbúð, þá eru stimpilgjöld ekki felld niður ef annar aðilinn hefur átt íbúð áður. Hvað hefur breyst?
mbl.is Markaðurinn glæðist lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Ungt par sat í stofunni heima hjá stúlkunni, seint að kvöldi og voru að drekka rauðvín og borða osta sem sagt bara huggulegt kvöld við kertaljós og ekki skemmdi snarkið í arninum fyrir.  Þegar komið var vel framyfir miðnætti varð ungi maðurinn að sinna kalli náttúrunnar og spurði því stúlkuna hvar klósettið væri.  Stúlkan sagði honum það en sagði jafnframt að klósettið væri við hliðina á svefnherbergi foreldra hennar og því væri “betra”, svo þau vöknuðu ekki, að hann “notaði” bara eldhúsvaskinn.  Eins og flestir karlmenn þá gerði hann það sem konan sagði, en eftir smástund var kallað úr eldhúsinu: “Áttu ekki klósettpappír?”


Er orðið AÐGERÐARSINNI annað orð og nettara yfir HRYÐJUVERKAMENN?

Ég veit ekki til að þessir sjálfskipuðu "verndarar" Íslenskrar náttúru hafi nokkuð umboð þjóðarinnar til neinna mótmæla eða nokkurs annars.  Ef þetta "kaffihúsanáttúruverndarlið" er hrætt um að við séum að verða náttúrulaus, þá er nú frekar lítið sem hefst með mótmælum og því að "skemma" tæki og vélar verktaka, verktakarnir eru eingöngu eru að sinna því að reka viðkomandi fyrirtæki en koma ekkert nálægt ákvarðanatöku um viðkomandi verk.  Þessir "lopapeysukommar", sem koma hingað til lands í nafni náttúruverndar, eru ekkert annað en "hryðjuverkamenn" og ætti bara að meðhöndla þá sem slíka.
mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband