Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Þá opnast tækifæri...

Ef þetta er rétt hjá Bjarna þá opnast þarna tækifæri til þess að fækka bankastjórum Seðlabankans, því það sér það náttúrulega hver maður að það er alveg út í hött að hafa ÞRJÁ bankastjóra, þegar  svo ofan í allt hlutverk Seðlabankans er alltaf að minnka í Íslensku efnahagslífi og þess fyrir utan þá hefur Íslenska þjóðin ekki efni á því að reka svona "dýrt eftirlaunaheimili" fyrir afdankaða pólitíkusa sem Seðlabankinn er og þar að auki er það lágmarkskrafa að þessir afdönkuðu pólitíkusar VITI eitthvað örlítið um það sem þeir eiga að fjalla um. T.d Bandaríkin, en þar eru íbúar u.þ.b eitt þúsund sinnum fleiri en á Íslandi, þar er aðeins einn Seðlabankastjóri, sem hefur umtalsvert meiri völd en ÞEIR ÍSLENSKU og virðist hann alveg ráða við starfið.  Sama má segja um Noreg þar er aðeins einn bankastjóri í Norska Seðlabankanum og virðist hann valda því vel.  En munurinn er bara sá að bæði í Bandaríkjunum og Noregi eru fagmenn við stjórnina.
mbl.is Nýr seðlabankastjóri í vetur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt hvalveiðar hafi verið bannaðar, þá gengur náttúran sinn vanagang...

Frá því að hvalveiðibannið tók gildi 1986 hefur orðið gríðarleg aukning "hvalreka" um allt land.  Bæði bendir þetta til mikillar fjölgunar hvala umhverfis landið og einnig bendir þetta til þess að HARÐARI barátta sé um minnkandi æti í hafinu og þeir einstaklingar sem þar fara halloka drepast einfaldlega úr hungri, svoleiðis dauði getur tekið vikur og jafnvel mánuði.  Kannski að Greenpeace og fleiri öfgasamtökum finnist það betri dauðdagi og mannúðlegri en að þeir verði veiðimönnum að bráð þar sem dauðastríðið tekur aðeins nokkrar mínútur?
mbl.is Búrhvalshræ í Ólafsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkafjaran er varsöm!!

Og þetta er bara byrjunin á vafasömum fréttum frá Bakkafjöru, fyrirhugaðar framkvæmdir við ferjuhöfn eru ekki einu sinni hafnar.
mbl.is Meiddist þegar bátur var sjósettur í Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill er máttur auglýsinganna!!??!!

Ég fór á nýju Batman-myndina, var búinn að lofa yngri syni mínum því að fara með hann á þessa mynd og maður á að standa við það sem maður lofar þótt strákurinn sé að verða sautján ára, það hefði bara verið mikið gáfulegra hjá mér að keyra hann í kvikmyndahúsið, láta hann hafa pening í bíó og fyrir poppi og kóki og sækja hann svo þegar myndin var búin.  Á meðan hefði ég getað gert ansi margt, t.d farið á einhverja almennilega bíómynd, farið eitthvað í heimsókn eða bara farið heim og lesið góða bók.  Fyrir það fyrsta var myndin LÖNG í öðru lagi þá var myndin LANGDREGIN, það leið mjög langur tími milli þess að eitthvað væri að gerast, lítið var haft fyrir því að kynna persónurnar í myndinni.  Með öðrum orðum MYNDIN VAR BARA EIN STÓR VONBRIGÐI, kannski var maður bara búinn að gera of miklar væntingar til hennar og þar af leiðandi hafi vonbrigðin orðið enn meiri.
mbl.is Enginn bilbugur á Batman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þá gömlu góðu daga þegar verð á mjólk og bensíni fylgdust að hér á landi.

Einu sinni var það þannig var það nú þannig að verð á mjólk og bensíni fylgdust að en nú er öldin önnur, ætli þeir dýrðardagar komi nokkurn tíma aftur?  En mér fannst þessi samanburður nú ekki alveg sanngjarn í þessari frétt, nær hefði verið að gera samanburð á hlutfalli viðkomandi vöru og launa milli landa en þá er hætt við að útkoman hefði orðið önnur.
mbl.is Er ódýrasta mjólkin á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru góð laun???

Eru það ekki nokkuð góð laun hjá manni, sem ekki er æðsti stjórnandi banka/fjármálastofnunar, að vera með milli 110.000 og 120.000 krónur á tímann?  Var inn á vísi.is, þar var birtur listi yfir 11 launahæstu bankamennina og er hann hér :

Ellefu launahæstu bankamenn landsins

1. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings 741,6 milljónir
2. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis 516 milljónir
3. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss 373,2 milljónir
4. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 354 milljónir
5. Lárus Welding, forstjóri Glitnis 318 milljónir
6. Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis á Íslandi 296,4 milljónir
7. Baldvin Valtýsson, Landsbankanum í London
8. Guðmundur Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Property Group í Danmörku 268,8 milljónir
9. Jón Kristinn Oddleifsson, Landsbankanum 258 milljónir
10. Tómas Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 256,8 milljónir
11. Finnur Reyr Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 242,4 milljónir

Það vekur athygli að þrátt fyrir að Bjarni Ármannsson sé löngu hættur störfum hjá Glitni er hann í öðru sæti listans, en eftirmaður hans, Lárus Welding er aðeins í 5 sæti, en þær eru sennilega ekki þarna 300 milljónirnar sem hann fékk fyrir að byrja í vinnunni.  En vinnur nokkur maður svo vel að hann eigi skilið að fá svona tímakaup?


Föstudagsgrín

-         Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?

-         Engan, bjórdósin á að vera opin þegar konan færir þér hana!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband