Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Eitthvað er nú forgangsröðunin undarleg!!!!

Mitt í efnahagsþrengingunum er það efst á baugi hjá sjálfstæðismönnum að ræða það á Alþingi hvort eigi að selja áfengi í matvöruverslunum og koma matvælalöggjöf ESB í gegn.  Svo eru menn hissa á því að það sé mótmælt.  Í hvaða ævintýraheimi býr þetta fólk eiginlega?


mbl.is Takast á um matvælafrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vöknuðu síðan upp í helvíti. Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn.

"Hvað eruð þið eiginlega að gera?" spyr Djöfullinn, "Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur?"
Gaurarnir svara: "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn." Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir enn í úlpunum og með húfurnar og vettlingana. "Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?"
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn!
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt"

Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór. Djöfsi verður steinhissa og segir: "Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"
"Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli."

Alveg óður af bræði strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna séu þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það getur vart annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæfði samt að mestu veinin.

Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi. Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra  Ole Ole  af mikilli gleði.
"Ég skil ekki", sagði Djöfsi, "ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði",  "Hvað í fjáranum er að ykkur tveimur?"
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum:  "Ha, veistu það ekki?  Ef  það frýs í helvíti,  þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani í fótbolta, loksins, á Parken!"


Góðar fréttir......

Mitt í allri "fréttaflórunni", þar sem lítið er fjallað um annað en mótmæli á Austurvelli, mótmæli við Þjóðleikhúskjallarann, bágt efnahagsástand og annað sem er miður, kemur góð frétt, um styrkveitingu til Fjölsmiðjunnar, þar sem fólkið þar vinnur alveg stórkostlegt starf og óeigingjarnt, í þágu ungs fólks og unglinga sem hefur ekki fundið sinn stað í lífinu.  Ég vil hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Fjölsmiðjunnar og vita hvort það getur ekki orðið að liði, ekki er nauðsynlegt að gefa heldur er Fjölsmiðjan með margs konar þjónustu á hagstæðu verði, sem fólk getur nýtt sér og um leið er verið að styrkja gott starf.
mbl.is 11 milljóna styrkur til Fjölsmiðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert fyrir yfirgang Norðmanna!!!!!

Hvað ætli sé nú að angra þessa "frændur okkar og vini"?  Eru það einhver ný vinnubrögð að færa skip til hafnar vegna gruns um að veiðidagbók sé ekki rétt færð?  Svo vilja sumir fara í myntsamstarf með þessum mönnum.
mbl.is Íslenskur togari færður til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti ekki að vera frétt að Alþingi þurfi að sýna aðhald eins og aðrir.....

En þá veltir maður því fyrir sér hvernig standi eiginlega á þessu langa fríi á störfum Alþingis á þessum tímum?  Er Alþingi svo mikið án tengingar við þjóðina, að ekki sé HÆGT að hnika til starfstíma þess, sama á hverju gengur í þjóðfélaginu?
mbl.is Alþingi lækkar kostnað sinn um 215 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhvern tíma var það gert að REKA þá með skömm sem ekki gátu valdið þeim störfum sem þeir höfðu verið valdir til!!!!!!!

Það kom fram í Silfri Egils, í dag að nokkuð margir VISSU nákvæmlega í apríl að hverju stefndi í efnahagslífi þjóðarinnar en kusu að stinga viðkomandi skýrslu undir stólinn (þessi stóll hlýtur að vera orðinn ansi valtur því það er komið svo mikið undir hann) og gera ekki neitt.  Þeir sem þarna eru þeir alverstu og ættu að svara fyrir gjörðir/aðgerðarleysi eru: Forstjóri fjármálaeftirlitsins, bankastjórn Seðlabankans og ríkisstjórnin öll en þó sérstaklega fjármálaráherra og viðskiptaráðherra.  þetta fólk ætti strax að hætta störfum og það ætti að setja það í einangrun þar til rannsókn á þætti þeirra yrði lokið síðan á 17 júní yrði þetta lið sett í "gapastokka" á Austurvelli og almenningur fengi tækifæri til þess að kasta í það eggjum, skyri og öðru sem til félli.  Það er alltaf að koma fram vísbendingar um að þáttur stjórnvalda og eftirlitsstofnana í efnahagshruninu var mun meiri en hafði verið látið í veðri vaka.  NÚ RÚMLEGA HUNDRAÐ DÖGUM SÍÐAR HEFUR ENGINN SÆTT ÁBYRGÐ Á ÞV'I SEM GERÐIST OG EKKERT SEM BENDIR TIL AÐ SVO VERÐI AÐ ÖLLU ÓBREYTTU. Það er bara ósköp einfalt: Ef þú ert að sjóða graut á hæsta hita þá verður að LÆKKA hitann undir honum þegar suðan kemur upp annars SÝÐUR upp úr.

Ekki eingöngu bundið við Ísland.....

....munurinn er bara sá að á Íslandi er ekki REFSAÐfyrir svona brot en það er gert í öðrum löndum jafnvel Zimbabve, því hefur Arthur þessi Nadel, ekki starfað í réttu landi.
mbl.is Sjóðsstjóri gufar upp og peningarnir líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri en dýralæknirinn með hausinn á kafi í ra........ á sér!!!!!

Þar hittu Spaugstofumenn vel á það þegar þeir túlkuðu  það  að forsætiráðherra heyrði bara það sem hann vildi heyra (móðir mín kallaði þetta fyrirbrygði HENTIHEYRN).  Það virðist, því miður ekki vera vinnandi vegur að koma honum í skilning um það, að efnahagshrunið hér á landi ER EKKIalfarið tilkomið vegna efnahagslægðarinnar sem hrjáir heimsbyggðina nú mundir heldur er hrunið hér á landi að LANG STÆRSTUM hluta heimatilbúið og ríkisstjórnin og allar eftirlitsstofnanir, sem áttu að gæta hagsmuna þjóðarinnar, brugðust skyldum sínum og enn þann dag í dag, rúmlega hundrað dögum eftir hrunið, situr sama gegnspillta liðið sem fastast og passar upp á að ekki  komi hlutir upp á yfirborðið sem það sjálft tók þátt í.
mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki TVÖFALDUR í roðinu heldur MARGFALDUR.......

Það er alveg greinilegt, að maðurinn veit ekkert í hvaða fót hann á að stíga.  Hver einasti maður, sem er með lágmarksþekkingu og meðalgreind, veit það að "stofnstærðarmælingar" HAFRÓ eru gjörsamlega ómarktækar.  Það myndu fást alveg jafn áreiðanlegar upplýsingar um stofnstærð þorsksvið Íslandsstrendur, með því að fara á leikskólann Hjalla í Hafnarfirði og spyrja Olgeir Karl Valdimarsson (hann er fjögurra ára en kannski geri ég honum rangt til að bera hann saman við HAFRÓ-kálfana því hann hefur ekkert gert af sér sem réttlætir þetta).  Allir með meira en hálf fimm í kollinum vita að það er miklu meiri fiskur í hafinu en "spekingarnir" hjá HAFRÓ segja og hafa "reiknað" út.  Hvernig skildi eiginlega standa á því að Íslensk fiskiskip fara ekki lengur á þær "togslóðir" sem HAFRÓ er með togararallið sitt á og byggir stofnstærðarmælingar sínar á?  Kannski sjávarútvegsráðherra sé nú aðeins að rumska en hann hafði ekki kjark til að hafa ályt mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar, þegar hann tók ákvörðun um  aukningu þorskveiðiheimilda.
mbl.is Hægt á uppbyggingu þorskstofnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og er alveg rétt ályktað hjá þeim......

Það er allur heimurinn, utan Íslands, orðinn alveg gáttaður á því að þessi spilling og óráðsía skuli enn þá viðgangast.  Einhvers staðar annars staðar væri búið að leiða menn út í handjárnum og þeir fengju að svara til saka - en ekki hér á landi, síðast í dag bárust af því fréttir að Straumur hefði brotið gjaldeyrislög og það er ekkert gert.  Er skrítið þótt erlendis sé talið að fjármálastofnunum, hvaða nafni sem þær heita, sé stjórnað af óreiðumönnum?
mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband