Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Því miður eru TVÆR hliðar á peningnum......

En var ekki kostnaðarauki útgerðarinnar, við að sækja þessa aukningu, ekki MEIRI en sem nam þessum 10,7 milljörðum?  Hvernig væri nú að fjölmiðlar fjalli nú um ALLAR hliðar mála, ekki bara þá sem er "MATREIDD" ofan í þá?
mbl.is Aflaverðmæti stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 Það var einu sinni tveir Hafnfirðingar að mæla fánastöng með reglustiku þá gengur maður framhjá og segir " af hverju leggið þið ekki bara fánastöngina niður og mælið hana þannig. þá segja þeir "kjáninn þinn við erum að mæla hæðina ekki breiddina"

Heimsmarkaðsverð LÆKKKAR......

- En samt hækkar verðið hér á landi.  Er hægt að kenna efnahagsástandinu um allt?
mbl.is Verð á eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krísutilboð?????

Því hefur heyrst fleygt að svo mikil lausafjárþurrð sé hjá IE, að þetta útspil sé neyðarúrræði félagsins til að ná sér í lausafé, tæknilega séð sé félagið gjaldþrota.
mbl.is Iceland Express með útsölu á flugmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar tákn um veruleikafyrringu og heimsku!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þessi turn, fyrir það fyrsta, skyggir á innsiglingarljósin inn í gömlu höfnina í Reykjavík, sem eru  á turni Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem sýnir vel þá veruleikafyrringu sem hefur hrjáð þá sem þetta skipulag unnu.  Auðvitað ætti að RÍFA þennan turn, það er ekki nóg með að hann valdi ónæði hjá fólki þegar gola er heldur er hann í ofanálag forljótur og flestum til ama og leiðinda.
mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekkert að aðhafast?????

Þegar "einkabankarnir" þrír lentu í erfiðleikum, voru tæknilega ekki orðnir gjaldþrota heldur voru í greiðsluerfiðleikum, voru næturfundir hjá ríkisstjórninni og Seðlabankamönnum (aðallega var það Davíð Oddsson sem spilaði aðalhlutverkið) og farið var í að þjóðnýta bankana með hraði og þeim skipuð skilanefnd. Nú er komin upp sú staða að Seðlabankinn er gjaldþrota og þá virðist ekki vera nein ástæða til aðgerða, er nema von að menn séu hissa?
mbl.is „Glöggt er gests augað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara Seðlabankinn eftir af ríkisbönkunum.........

Hvenær skyldi bankastjórastaðan þar verða auglýst. Eins og fram hefur komið þá tekur ríkið yfir skuldbyndingar til þess að koma í veg fyrir gjaldrot hans, þá er bara að skipa skilanefnd yfir hann og eins og með hina bankana verða bankastjórarnir leystir frá störfum, því það eru náttúrulega þeir sem eru ábyrgir fyrir þessari stöðu bankans í dag og sjálfsagt að nota tækifærið og fækka þeim niður í einn.
mbl.is Bankastjórastöður auglýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrnarskaðar eru ólæknandi.....

Því miður Geir, það er bara gerð krafa um það að maður/kona, sem gegnir embætti forsætisráðherra, hafi öll skynfæri í lagi. 
mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað kemur hann af fjöllum eins og hinir jólasveinarnir....

Eru ekki allir komnir með upp í kok af þessum pólitísku ráðningum?
mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um afganginn af rekstri ríkissjóðs í "góðærinu"?????

Eitthvað fer nú lítið fyrir "HINNI STYRKU EFNAHAGSSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS" síðustu ár.  Hinn mikli afgangur, sem var alltaf á fjárlögum síðustu ára, hefði nú átt að fara nokkuð langt með að jafna út þá niðursveiflu sem þjóðin er í núna.  Einhverra hluta vegna er þetta ekkert í umræðunni núna heldur er engu líkara en að við förum í þessar þrengingar núna án þess að hafa NOKKRA einustu krónu til ráðstöfunar frá síðustu árum.  Ef farið yrði alvarlega skoðun gæti þá komið í ljós að afgangurinn á rekstri ríkissjóðs hafi LÍKA verið LOFTBÓLUPENINGAR?
mbl.is Ríkissjóður í jafnvægi 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband