Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
15.8.2009 | 08:01
AF ÖLLUM, ÆTLAR FRAMSÓKNARFLOKKKURINN AÐ VERÐA EINI FLOKKURINN Á ÞINGI, SEM STENDUR Í LAPPIRNAR Í ÞESSU MÁLI???
Eða eru þeir einu, sem gera sér grein fyrir að einhliða FYRIRVARAR við UNDIRRITAÐAN samning HAFA ENGA ÞÝÐINGU. Samt sem áður er stór hluti þingmanna með LÖGGILT RUKKARAPRÓF, flestir frá Háskóla Íslands. Einhverjir þurfa kannski að fara að standa við "hótanir" sínar um að segja sig úr stjórnmálaflokkum verð þetta niðurstaðan.
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2009 | 22:16
SVONA EIGA SÝSLUMENN AÐ VERA!!!!!!!!
Eða var það ekki sýslumaðurinn fyrrverandi sem skoraði???
![]() |
Jóhann tryggði Fjarðabyggð sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 15:33
FYRIR HVERJA ER VERIÐ AÐ "ÞÝÐA" BORGARNÖFN ERLENDIS?????
Hvernig í ósköpunum stendur eiginlega á þessu séríslenska fyrirbrygði? Það kemur frétt um Bergen í Noregi og þá er það þýtt sem "Björgvin" í Noregi, það er bær rétt norðan við Bergen, sem heitir Björgvin, hvernig snúa menn sig út úr því ef eitthvað fréttnæmt skeður í Björgvin? London er þýtt sem Lundúnir og svo gekk nú ekki vel hjá mér ´landafræðinni í gamla daga að finna "Kænugarð" á nokkru einasta landakorti en eftir að mér var sagt að þetta væri Kiev lagaðist þetta. New York er þýtt sem "Nýja Jórvík" og okkar gamla höfuðborg sem "Kaupmannahöfn".
![]() |
Boða beint flug frá Akureyri til Lundúna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 12:16
EKKI VORU "ÖLL" DÝRIN Í SKÓGINUM LENGI VINIR!!!!!!!!
Þetta gátu menn nú sagt sér sjálfir strax þegar þessi "hreyfing" var stofnuð upp úr "drullupolli" mótmæla (svokallaðrar búsáhaldabyltingar). Síðan þetta lið, greinilega fyrir mistök, komst á þing hefur hver höndin verið uppi á móti annarri og þingmenn þessarar hreyfingar talið að þeim bæri til þess skylda að nota atkvæði sitt til "hrossakaupa" eitthvað fer nú lítið fyrir lýðræðinu hjá þessu fólki þegar upp er staðið.
![]() |
Þráinn segir sig úr þingflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 08:29
ÞÁ HÖFUM VIÐ ÞAÐ SKJALFEST!!!!!!
Þá höfum við fengið það STAÐFEST að þarna ER ÁSTÆÐA þess að Heilög Jóhanna og fylgdarlið hennar leggur svo mikla áhersluá að fá Ices(L)ave-samninginn samþykktan.
![]() |
Icesave ógnar ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 08:10
ENGIN SAMSTAÐA UM LANDRÁÐ Í BOÐI SAMFYLKINGAR OG VG!!!!!
Halda menn/konur virkilega að menn séu tilbúnir til að fallast á þessa nauðung sem Samfylkingin og VG eru að "troða" upp á þjóðina og sem meira er það hefur komið fram að u.þ.b 70% landsmanna eru þessum nauðasamningum mótfallnir en ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG er alveg sama um "skoðanir fólksins", það skiptir engu máli nema korteri fyrir kosningar fjórða hvert ár. Formaður Fjárlaganefndar er meiri leðurhaus en ég bjóst við ef hann heldur að það geti ORÐIÐ breið samstaða um þetta mál.
![]() |
Ekki breið samstaða um fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 17:47
ALVEG VIÐ HÆFI!!!!!!!!
Á meðan stendur yfir mótmælafundur á Austurvelli, til að mótmæla Ices(L)ave nauðasamningnum, er Fjárlaganefnd að komast að niðurstöðu um ORÐALAG þeirra fyrirvara sem á að setja við "nauðungarsamninginn". Þetta eru góðar fréttir en það virtist vera aðalmálið hjá forseta Alþingis að núna sæi hún fram á að komast í FRÍ. Nú sést kannski fram á það að þingheimur geti HAFNAÐ nauðunginni 63-0, en það er kannski full mikil bjartsýni en 60-3 er kannski nær lagi.
![]() |
Sátt að nást um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 13:55
SUMIR KUNNA EKKI AÐ SKAMMAST SÍN!!!!!!!!
Að ráðherra Samfylkingarinnar tali um það að Einar K. Guðfinnsson hafi EKKI haft áhrif á útþenslu bankanna, er alveg fáránlegt að heyra frá honum, því það var ráðherra Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, sem hafði þessi mál á sinni könnu en eins og Árni Páll kom að BRÁSThann algjörlega og ekki verður um það deilt að Ices(L)ave kom undir á hans "VAKT". Ekki hef ég dálæti á Einari og mun aldrei hafa en það er lágmarkskrafa að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari með rétt mál svona öðru hvoru. Svo var annað í máli Árna Páls, sem þarf að skoðast, en heldur maðurinn það (er hann virkilega svo tómur í toppstykkinu) að vextir hér á landi LÆKKIvið það eitt að samþykkja Ices(L)ave? Samfylkingarmenn og alhörðustu Evrópusinnar hafa haldið þessu fram ef við göngum í ESB en núna er Ices(L)ave komið í hópinn. Hvað verður í þeirra málflutningi næst? Ef verður gengið að öllu sem Samfylkingarmenn fara fram á endar með því að VEXTIR hér á landi verða NEIKVÆÐIR og það verður algjör lúxus að búa hér fyrir utan það að það verður búið að selja okkur í ÁNAUÐ, skuldir þjóðarinnar verða óbærilegar, landbúnaður og sjávarútvegur í rúst, mjög fáir verða eftir á landinu og Samfylkingin verður við völd. Glæsileg framtíð sem blasir við okkur???
![]() |
Klappstýra hrunsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 12:53
ER VERIÐ AÐ UNDIRBÚA STÝRIVAXTAHÆKKUN???????????????
Ætli það sé yfirlýst markmið "LEÐURHAUSANNA" í Seðlabankanum að koma atvinnulífinu hér á landi á kaldan klaka og þar með að leggja landið í eyði? Þessir leðurhausar sem virðast ekki vera í neinu sambandi við raunveruleikann VILJA ekki og GETA ekki heldur SKILIÐ það að STÝRIVAXTASTIGIÐ hér á landi hefur lítið sem EKKERT með VERÐBÓLGUNA hér á landi að gera. Ef aðgerðir Seðlabankans, í VAXTAMÁLUM eru skoðaðar, kemur í ljós að þær HAFA ENGU SKILAÐ verðbólgan bara hækkar og hækkar og gengi krónunnar LÆKKAR. Það er alveg kristaltært að þessar aðgerðir eru EKKI að virka ER þá ekki ráð að reyna eittvað annað?
![]() |
Verðbólguspá hækkuð umtalsvert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2009 | 22:45
"ÞISTILFJARÐARHEIMSPEKI"??????
Þór Saari hefur komið mér fyrir sjónir sem vandaður maður sem ekki fer með fleipur, en í fréttum sjónvarpsins í kvöld varð þar breyting á, þar talaði hann um að það þyrfti að beita öðru en einhverri "Þistilfjarðarheimspeki" við lausn eins viðkvæmra mála og Ices(L)ave er. Ekki veit ég hvað hann átti við en eins og hann talaði þá fannst mér að þetta orð "þistilfjarðarheimspeki" hefði einhverja niðrandi merkingu og þarna væri hann að tala niður til heils byggðarlags, sem ég veit ekki til að hafi neitt til unnið að farið sé einhverjum niðrandi orðum um. Þótt menn greini á þá er það óverjandi að fara með umræðuna á þetta "plan" og vona ég að framvegis láti menn sér nægja að fjargviðrast út í andstæðinga sína en fara ekki niðrandi orðum um byggðarlög eða heimaslóðir andstæðinga sinna.
![]() |
Leið Buchheits ekki fær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |