Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

ÞETTA ER NOKKUÐ SEM ÖLL RÍKISSTJÓRNIN HEFÐI ÁTT AÐ VERA BÚIN AÐ GERA FYRIR LÖNGU SÍÐAN....

Ögmundur virðist bara vera sá eini sem er með einhverja smá "glætu" í kollinum.  Sumir vilja meina að þetta sé bara upphafið að FALLI "ríkisstjórnar fólksins".


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER ENGIN FRÉTT - ÞESSAR HÓTANIR HAFA KOMIÐ ÁÐUR.

Hvað lengi ætlar þessi GUÐSVOLAÐA ríkisstjórn eiginleg að þvæla með þetta "blessaða" Ices(L)ave mál?  Það er orðið fullreynt með að það gengur ekki að  setja einhverja EINHLIÐA fyrirvara við það heldur eiga Heilög Jóhanna og Steingrímur Joð bara að HÆTTA að berja hausnum í steininn og SEMJA UPP Á NÝTT eða bara hreinlega að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort eigi hreinlega nokkuð að borga þetta.  Þessi barnaskapur að "hóta" stjórnarslitum fáist ekki hitt og þetta í gegn, er svo fyrir neðan allar hellur og sýnir "stjórnkænsku" manneskjunnar best.
mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ HÆTTA "SAMSTARFINU" VIÐ AGS NÚ ÞEGAR

Þótt fyrr hefði verið, greiða til baka 1 hluta lánsins og senda "landstjóra" þeirra heim.  Það er óþolandi með öllu að alþjóðleg stofnun, sem fengin er til að aðstoða við efnahagsuppbyggingu þjóðar, sé beitt við að RUKKA inn umdeilanlegar skuldir fyrir fyrir þjóðir sem vitað er að hafa STERK ítök í viðkomandi stofnun.  Svona framkomu eigum við ekki að þurfa að sitja undir enda fæ ég ekki með nokkru móti séð að þessi fyrirhugaða "aðstoð" geri nokkuð gagn fyrir efnahag landsins. 
mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Öryggisvarsla" oft BESTA leiðin til að komast í sem besta aðstöðu til að stela!!!!!!

Það eru mörg dæmi um þetta og það besta sem hægt er að nefna er að það voru "öryggisverðir" þess fyrirtækis, sem sá um "öryggisgæslu" á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem voru stórtækastir í því að taka til handargagns hin ýmsu verðmæti sem varnarliðið Bandaríska skyldi eftir við brottför sína svo sem líkamsræktartæki, húsgögn og hin ýmsu áhöld og tæki.
mbl.is Öryggisvörður uppvís að hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"EITTHVAÐ ANNAÐ"!!!!!

Þetta er fremur einfalt, Landráðafylkingin hefur látið af stuðningi við álver á Bakka, fyrir stuðning VG við umsókn Íslands í ESB.  Eins og allir vita þá er VG á móti "stóriðjum" hvaða nafni sem sú stóriðja heitir og þeim er alveg sérstaklega uppsigað við álver.  Það sem á að koma í staðinn er "bara eitthvað annað" án þess að þeir skilgreini það eitthvað frekar.  Reyndar er nokkuð vinsælt hjá þeim að tala um þetta "eitthvað annað" sem gagnaver í dag en gagnaver þarf ekkert minna rafmagn en álver og eins og nafnið gefur til kynna þá geyma gagnaver GÖGN og í þeirri "stórabróðurvæðingu" sem er innan VG, verður þá þeim gögnum sem verða geymd í þessum gagnaverum ekki skipt niður í ÆSKILEG GÖGN og ÓÆSKILEG GÖGN?  Sum gögn má geyma í þessum gagnaverum og önnur ekki?
mbl.is Vill fund í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÖRUGGT!!!!!!

Það er nú ofsögum sagt að þessi sigur hjá Hamilton hafi verið glæsilegur þótt hann hafi verið öruggur.  Til þess að sigurinn yrði öruggur þurfti hann á smá heppni að halda og heppnin gekk í lið með honum, fyrst missti Rosberg stjórn á bílnum þegar hann kom út úr þjónustuhléi og fór útfyrir hvítu línuna, honum tókst að komast inn fyrir hvítu línuna aftur en, samkvæmt reglunum fékk hann refsingu og varð að aka gegnum þjónustusvæðið og við það fór hann úr öðru sæti og niður í það 14.  Við þetta fór Vettel í annað sætið og Hamilton átti í mesta basli með hann því Vettel sótti hart að honum en í þjónustuhléinu gerði Vettel sig sekan um að aka of hratt á þjónustusvæðinu og fékk hann sem refsingu að aka í gegnum þjónustusvæðið, við það datt hann niður í níunda sætið og þá komst Glock upp í annað sætið og Alonso í það þriðja.  Eftir þetta var ekkert sem gat ógnað sigri Hamilton nema vélarbilun eða mikil ökumannsmistök og Hamilton hefur sýnt það að hann er ekki líklegur til að gera mistök. 


mbl.is Hamilton bensínþungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1 APRÍL??????

Það er ábyrgðarhluti að birta svona óstaðfestar fréttir.  Hefur verið reiknaður út kostnaðurinn við þessar aðgerðir?  Ekki eru margir dagar síðan Heilög Jóhann sagði að aðgerðir til bjargar heimilunum mættu helst ekkert kosta en þarna er verið að tala um "pakka" upp á hundruði milljarða, í það minnsta ætla ég ekki að fagna fyrr en þessar fréttir verða staðfestar.
mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞORRABLÓTUNUM BJARGAÐ - VONANDI FER EITTHVAÐ FLEIRA Á INNANLANDSMARKAÐ AF ÞESSUM GÓÐU AFURÐUM!!!!

Annars geta "Náttúruverndar-Ayatollarnir" með Árna Finnsson í broddi fylkingarinnar, örugglega fundið upp á einhverri þvælu til að ljúga að landsmönnum.
mbl.is 1.500 tonn af hval til Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ GETA VESTMANNAEYINGAR VARPAÐ ÖNDINNI LÉTTAR......

Alveg fram að þeim tíma sem á að taka "Bakkafjöruklúðrið" í notkun.  Það má reikna með því að hún verði alveg þokkaleg næsta sumar en þegar haustar er hætt við að gamanið kárni. 
mbl.is Herjólfur siglir á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STÝRIVEXTIR

Það er málið að Seðlabankinn HÆTTI þessum blekkingum og láti fólk bara vita af því hvað stýrivextirnir ERU í rauninni.  Stýrivextirnir eru ekkert annað en einhver tala á blaði, þeir segja bara til um það að ef viðskiptabankarnir fá lán hjá Seðlabankanum þá eru stýrivextirnir sú vaxtaprósenta sem viðskiptabankarnir þurfa að greiða í vexti af viðkomandi láni.  Svo hafa viðskiptabankarnir fundið það hjá sér að "yfirdráttarvextir" fylgdu stýrivaxtastiginu  en það er nefnilega málið að viðskiptabankarnir hafa EKKI tekið lán hjá Seðlabankanum til þess að lána almenningi og fyrirtækjum yfirdráttarlán og svo eru öll önnur lán háð stýrivaxtastiginu, hvernig má það vera þegar um er að ræða að lánin eru einnig gengistryggð?.  Í sjálfu sér má segja að stýrivextir hafi ENGIN áhrif á verðbólgu eða gengi í svona litlu hagkerfi eins og við búum við, enda hefur það sýnt sig að þetta brölt með stýrivextina undanfarin misseri og ár hefur ekki haft NEIN áhrif.  Því myndi það ekki skaða okkur neitt að setja stýrivextina niður í 5% og koma þá atvinnulífinu af stað á ný.
mbl.is „Ögrun við stöðugleikasáttmálann"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband