Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

ER EITTHVAÐ FREKAR MARK TAKANDI Á ÞEIM NÚNA EN FYRIR ÁRI SÍÐAN??????

Þessir "SNILLINGAR" sáu ekki fyrir bankahrunið og efnahagserfiðleikana í heiminum, fyrir ári síðan, í það minnsta voru þeir EKKIað láta vita af því.  Þessir menn í þessum svokölluðu "greiningardeildum" stóru bankanna hafa sagt hverja vitleysuna á fætur annarri og fjölmiðlar "gapa" alltaf upp í þá eins og þeir séu að segja einhvern HEILAGAN SANNLEIK.  Miðað við reynsluna undanfarið þá er ekki undarlegt að maður spyrji: Til hvers í ósköpunum er verið að halda þessum "Greiningardeildum" viðskiptabankanna úti?
mbl.is Spá kreppu hér næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLÆSILEGT, HVER ER EIGINLEGA TILGANGURINN MEÐ SVONA FRÉTTUM???

Flott að fá um það bil 2% launahækkun á ári í 12% verðbólgu.  Það er gott að Hagstofan reikni svona lagað út fyrir okkur þetta er auðvitað fyrir utan Ices(L)ave og allt annað sem almenningur þarf að greiða fyrir ÚTRÁSARVÍKINGANA svo koma til SKATTAHÆKKANIR sem "ríkisstjórn fólksins" leggur á almenning og skerðing almennrar þjónustu, svo tekur landinn á sig LAUNALÆKKUN.  Heilög Jóhanna og Steingrímur Joð eru bara ekki búin að leita nógu og vel, þau finna örugglega eitthvað til að SKERÐA kjör almennings enn meira.
mbl.is Laun hækkuðu milli ársfjórðunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEFUR MAÐURINN EKKERT FRAM AÐ FÆRA SVO MENN HUGA BARA AÐ ÞVÍ AÐ HANN ER LÁGVAXNARI EN GENGUR OG GERIST????

Ekki láta nú allir hæðina eða réttara sagt vöntun á hæð hafa áhrif á sig.  Samlandi Sarkozy, Napóleon Bonoparte var ekki hávaxinn maður og ein af mörgum sögum er sögð af því er hann var að teygja sig í rit eitt á skjalasafninu.  Þá kom til hans maður sem sagði: "Ég skal ná í þetta fyrir þig, ég er stærri en þú".  Napóleon svaraði: "þú ert kannski HÆRRI en ég en þú ert ekki STÆRRI".
mbl.is Stærðin sögð skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN ÆTTI ÞÁ AÐ GETA BEITT SÉR FYRIR AÐ "MANNRÉTTINDABROTUM VERÐI HÆTT Á ÍSLANDI?!?!

Úrskurðaði ekki Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna að Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi væri brot á mannréttindum?  Nýr Fiskistofustjóri, Jón Bjarnason og Guðjón Arnar Kristjánsson hljóta LOKSINS að taka á þeim málum?
mbl.is Árni Múli skipaður fiskistofustjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í HVAÐA HEIMI ER VIÐKOMANDI FRÉTTAMAÐUR??????

Þetta er bara allt annar raunveruleiki, sem þarna kemur fram, en sá sem almenningur hér í þessu landi upplifir, hver skyldi skýringin vera?  Ef þeir í Seðlabankanum hafa ekkert annað að gera en að "reikna" út svona blaður þá er spurningin hvort ekki sé þarna einhver ástæða til að beita NIÐURSKURÐARHNÍFNUM þar?  Þetta kallast að nota tölfræði til að aðstoða sig við lygar.
mbl.is Ráðstöfunartekjur jukust um 18% í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ÞURFTI BANKAHRUNIÐ TIL SVO FME FÆRI AÐ SINNA STÖRFUM SÍNUM!!!!

En þetta felst í orðum Gunnars  "Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að mál sem stofnunin hafi fjallað um eftir bankahrun og sent áfram til sérstaks saksóknara séu skýr lögbrot en ekki hafi verið komið auga á það, af einhverjum ástæðum, þegar þau áttu sér stað. „Við erum að tala um refsingar, fangelsisvist allt að tíu árum," "  Eru þá ekki mun fleiri aðilar og eftirlitsstofnanir sem hafa kóað með útrásarvíkingunum en hafa bara "sloppið"?
mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN LÝGUR UNDIR NAFNI!!!!!!!!

Þar liggur sjálfsagt munurinn, en það er náttúrulega óverjandi með öllu ef farið er að vera með einhverjar persónulegar "sögur", í stíl Gróu á Leiti, hvort sem er á netinu eða annars staðar.  Mér finnst nú persónulega að menn fari offari í því að gagnrýna bloggið, sannleikurinn er sá að mikill MEIRIHLUTI bloggara kemur fram undir nafni og er ekkert að reyna að hylja slóð sína hitt er svo annað mál að nokkrir koma fram undir nafnleynd í athugasemdakerfi bloggsins og ekki er svo gott að ráða við það.
mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG VIÐSKIPTAMÓDEL "ÚTRÁSARVÍKINGANNA" HELDUR ÁFRAM!!!!!!!!!!!

Kennitöluflakkið var nú þekkt fyrirbrygði áður og er greinilega við fullt lýði enn.  Ef svona gjörningar eru löglegir en á "gráu" svæði, hvernig stendur á því að svona lagað er ekki stoppað af til þess bærum yfirvöldum?
mbl.is Steinar Waage, Skór.is og Ecco undir nýja kennitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ!!!!!

á meðan ríkisstjórnin hefur verið upptekin af því að þrönga landinu í ESB og gera landsmenn að "nýlenduþrælum" Breta og Hollendinga, blæðir heimilunum út án þess að "ríkisstjórn fólksins" hafist nokkuð að.  Hvað skyldi eiginlega hafa orðið um þessa skjaldborg, sem átti að slá um heimilin, hefur einhver orðið var við hana?????  Þegar bankarnir, eru farnir að kalla eftir aðgerðum fyrir heimilin, er ástandið orðið slæmt.
mbl.is Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

  Einn gamall en kannski á hann alltaf við svona undir rós:

Þetta átti víst að hafa átt sér stað þegar Geir Haarde var "formaður" Sjálfstæðisflokksins en þá dreymdi Ingu Jónu Þórðardóttur víst eftirfarandi draum:  Hún , Geir Haarde, Þorgerðu Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason fóru í sumarbústað á Þingvöllum í vikutíma og eins og gengur og gerist var þar margt aðhafst meðal annars var farið út á Þingvallavatn á bát og átti að veiða þá stóru í matinn en ekki vildi betur til en að bátnum hvolfdi og drukknuðu þau eitt af öðru.  Það næsta sem þau vissu var að þau stóðu fyrir framan sjálfan Guð, hann byrjaði á að líta á Geir og sagði: "Hver ert þú og hvað gerðir þú í lifanda lífi"?

-"Ég er Geir Haarde og ég var formaður Sjálfstæðisflokksins".

-"Flott" Sagði Guð og setti hann sér við hægri hlið.  "En hver ert þú"? Sagði hann og leit á Þorgerði Katrínu.

Hún svaraði að bragði og sagði; "Ég er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þetta er maðurinn minn Kristján Arason." Sagði hún og benti á Kristján.

-"Ágætt" Sagði Guð og sagði henni að fá sér sæti vinstra megin við hann og sagði Kristjáni að standa aftan við hana.

Síðan snéri hann sér að Ingu Jónu og sagði "Og hver ert þú"?

-"Ég  er Inga Jóna Þórðardóttir og þú ert í sætinu mínu".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband