Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
3.9.2009 | 14:39
HANS MÁLATILBÚNAÐUR ER EKKI FYNDINN HELDUR HLÆGILEGUR!!!
Við að lesa það bull sem maðurinn lætur frá sér fara, verður manni hugsað til þess hvort maðurinn hefur aðgang að gögnum um sölu og markaðssetningu á hvalkjöt, í það minnsta virðist honum mikið umhugað að Kristján Loftsson sé að greiða of mikið fyrir þessa tvo þætti eða hefur hann einhvern annarlegan áhuga á þessu?
Segir sölu á hvalkjöti kosta mikið fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 09:39
LÍTUR ÁGÆTLEGA ÚT Á "PAPPÍR" EN GENGUR EKKI UPP Í PRAKSÍS.....
Eins og fram kom á stöð 2 í gærkvöldi, þá eru margir í þeirri stöðu í dag að GETA borgað lánin sín í dag en sjá EKKI tilgang með því að halda greiðslum áfram, samkvæmt þessari hugmynd er EKKI ætlunin að aðstoða þetta fólk neitt, svo þessi hugmynd er með öllu HANDÓNÝT og ber því að kasta henni út í hafsauga. Það að pissa í skóinn sinn er bara þægilegt meðan hl.... er volgt en það kólnar fljótt og þá versnar ástandið til muna.
Grunnur að lausn á vanda heimila? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2009 | 07:43
HANN ER BÚINN AÐ "TRYGGJA" SINN STAÐ Í ÍSLANDSSÖGUNNI!!!!!!!!!
Ekki getur hann reiknað með neinum hástemmdum lofræðum, en kannski fer það eftir því hver "skrifar" söguna?
Yfirlýsingin hefur ekkert lagalegt gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 15:56
SÁ SÍÐSTI ÚT SLÖKKVI LJÓSIN!!!!!!!
Það eru einmitt "þröngir flokkshagsmunir og flokkatengsl" sem er viðhaldið með þessari ákvörðun. Séu skoðaðar pólitískar aðstæður þegar forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin og svo bornar saman aðstæðurnar þegar Ices(L)ave er til umfjöllunar, kemur munurinn í ljós. Ekki ríður forsetinn feitum hesti frá þessu máli enda hefur hann sýnt það og sannað að hann á að halda sig fjarri hestum.
Þröngir flokkshagsmunir þurfa að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 19:44
HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST???????
Hvernig getur eiginlega staðið á því að ríkisstjórn sem stendur að því að gera landsmenn að þrælum Breta og Hollendinga og framselja okkur til ESB, sé að auka fylgi sitt??? Þetta er mér gjörsamlega hulin ráðgáta og ég get ekki annað en sett spurningamerki við áreiðanleika þessara könnunar því ekki trúi ég því að samlandar mínir séu þeir "masórkistar" að vilja meira af svona niðurlægingu eins og hefur verið hjá þessari "ríkisstjórn fólksins".
Fylgi stjórnarflokkanna eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 07:53
VAR ANDSTAÐAN GEGN ÍSLANDI AÐ MESTU HRÆÐSLUÁRÓÐUR STEINGRÍMS JOÐ????
Þetta er oft búið að segja á meðan mest gekk á að gera Íslendinga að nýlenduþrælum Breta og Hollendinga og nú eru menn meira að segja farnir að tala um að Íslendingum beri ekkert að borga fyrir GRÆÐGI Breskra og Hollenskra sparifjáreigenda. Þeir tóku jú áhættuna af því að leggja peningana inn á þessa reikninga einhvern tíma var sagt að því hærri ávöxtunin væri þeim mun meiri væri áhættan en Breskir og Hollenskir sparifjáreigendur vildu bara hreinlega ekki taka mark á þessu. Eins og fram kemur í fréttinni er ekkert um annað að ræða en að setjast við samningaborðið og semja upp á nýtt og þá á einhverjum VITRÆNUM forsendum.
Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |