Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

EKKI VAR ÞESSI KEPPNI MIKIÐ FYRIR AUGAÐ...................

Ég verð nú að segja að maður hefði kannski betur sleppt því að rífa sig upp til að horfa á beina útsendingu af Kóreukappakstrinum.  Ekki byrjaði það vel, keppninni var frestað um 10 mínútur vegna skilyrðanna það hellirigndi og brautin var þannig byggð að henni gekk ekkert of vel að losa sig við bleytuna sem safnaðist fyrir.  Loksins þegar keppnin byrjaði, byrjaði kappaksturinn aftan við öryggisbílinn, sem þýddi að ekki var um RAUNVERULEGA ræsingu að ræða.  Þeir náðu að lulla á eftir öryggisbílnum í fjóra hringi en þá var keppninni frestað aftur og nú í 20 mínútur.  Þá hófst keppnin aftur og aftur hófst hún fyrir aftan öryggisbílinn.  Aðstæður fóru ört batnandi og eftir ca. 15 hringi fór öryggisbíllinn inn og keppnin gat raunverulega hafist  Mikið var um afföll í keppninni og er það til marks um það hve aksturskilyrðin voru erfið.  Snemma í keppninni urðu Webber á slæm akstursmistök, sem urðu til þess að hann snerist á brautinni og Rosberg átti ekki möguleika á því að forða árekstri.  Þetta varð til þess að bæði Webber og Rosberg féllu úr keppni.  Button gerði mistök í dekkjaskiptum og tók einhver "ballettspor" á brautinni, slæmur dagur hjá honum.  Vettel var lengst af í forystu en þegar FIMM hringir voru eftir gaf vélin sig, þetta fullkomnaði alveg daginn fyrir Red Bull (engin stig í Kóreu á þeim bæ).  Þannig að Alonso kom í mark í fyrsta sæti, Hamilton í öðru, Massa í því þriðja og Schumacher í því fjórða sem er besti árangur hans til þessa á tímabilinu.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BETRA SEINT EN ALDREI...........................

Loksins, þegar hann var orðinn hræddur um "stólinn" sinn, þá fór hann aðeins að vinna fyrir þá sem hann hefur átt að vinna fyrir alveg frá því að hann var kjörinn til starfsins, en einhverra hluta vegna hefur hann ekki séð ástæðu til þess fyrr en núna.
mbl.is Á ekki að vera „hundahreinsun fyrir útrásarvíkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ÆTLAR AÐ VERÐA TÓMT VESEN MEÐ ÞETTA "KLÚÐUR"............

En svo er alveg með ólíkindum hvað menn geta verið meðvirkir í ruglinu og vilja engan veginn sjá hversu rosaleg mistök hafa verið gerð....  Það á bara að "redda" þessu einhvern veginn, en þessir spekingar, sem var rætt við í Kastljósinu í gærkvöldi sögðu ekkert til um það hvernig þeir ætluðu að "redda" þessu.  Að sjálfsögðu hefur enginn tekið ábyrgð á þessu kjaftæði og verður náttúrulega ekki meðan ekki hefur verið viðurkennt að mistök hafi verið gerð.
mbl.is Tvö dæluskip í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR RÁÐNINGIN ÞESS VIRÐI?????????

Var þessi maður sá "kraftaverkamaður", sem Heilög Jóhanna vildi meina að hann væri???????
mbl.is Með 228 milljónir í laun 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ GETUR VÍSITÖLUGRUNNURINN, SEM ER NOTAÐUR VIÐ ÚTREIKNINGANA, EKKI VERIÐ RÉTTUR...............

Á meðan launafólk upplifir það að það er alltaf að fást minna og minna fyrir launin, koma fréttir af þessu tagi.  Þarna er bara eitthvað sem ekki gengur upp...............


mbl.is Kaupmáttur launa hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM ER ÞESSI NIÐURSTAÐA FENGIN??????????????

Og hverjar eru eiginlega forsendurnar, sem gengið er út frá???????  Um það er ekki einn einasti stafur í þessari frétt.  Og það vekur einnig athygli mína að menn hafa áhyggjur af MINNKANDI frelsi fjölmiðla innan ESB ríkjanna.  Getur ástæðan legið í mikilli stækkun sambandsins til austurs??????  Það vekur óneytanlega athygli að frelsi fjölmiðla sé einna MEST hér á landi þegar þróunin hefur verið í þá átt að fjölmiðlar fjalla nær eingöngu um efni sem er stjórnvöldum þóknanlegt - Hver skyldi niðurstaðan hafa orðið ef hér á landi væri stunduð einhver gagnrýnin fréttmennska?????
mbl.is Frelsi fjölmiðla mest hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEFUR NÁTTÚRAN VERIÐ Í EINHVERJU ÓJAFNVÆGI UNDANFARIÐ??????

Og enn er talað um að það hafi safnast saman GOSEFNI fyrir framan innsiglinguna í Landeyjahöfn, þvílíkt kjaftæði, innan við 10% af því efni sem Perlan hefur dælt upp eru GOSEFNI hitt er SANDUR.  Staðkunnugir menn voru fyrir löngu búnir að segja að þarna væri EKKI HÆGT AÐ BYGGJA HÖFN, en það var ekki tekið mark á því og nú sitja menn uppi með þetta "risaklúður".  Ekki gat ég heyrt betur en að nýr Samgönguráðherra væri tilbúinn til að "henda" NOKKRUM HUNDRUÐUM MILLJÓNUM í að halda þessu opnu VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA HEFÐI VERIÐ SVO DÝR FRAMKVÆMD.  Væri ekki nær að sætta sig við orðinn hlut og fara að huga að ALVÖRU samgöngum milli Eyja og Þorlákshafnar??????
mbl.is Töfin í Landeyjahöfn tímabundið ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"HANDRIÐAKEPPNI"????!!!??????

Ég las nú fyrirsögnina tvisvar og það var EKKERT viðkomandi íþróttum, sem mér datt í hug við lesturinn, en þegar ég kom mér að því að lesa fréttina var þetta víst um einhverja snjóbrettakeppni í Svíþjóð.  En eitthvað þarf nú víst að endurskoða "hugsunarháttinn" .


mbl.is Skemmtilegt í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA...................

Ég fór í Bónus í Njarðvík rétt um upp úr hádegi í gær.  Þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir það (þeir sem þekkja til vita að við innganginn eru nokkur bílastæði sérstaklega ætluð fötluðum og eru vel merkt) að þegar ég kom þarna, sá ég að LÖGREGLUBÍL hafði verið lagt í eitt fatlastæðið, reyndar var hann í gangi og lögreglumaður undir stýri, reyndar var lögreglumaðurinn að vinna við einhverja pappíra og var því ekki mikið að fylgjast með því sem fram fór í kringum hann.  Einhver "púki" hljóp nú í mig og lappaði ég að bílnum, sá sem var undir stýri tók ekki eftir mér fyrr en ég bankaði á hliðarrúðuna, hann skrúfaði niður rúðuna og þá spurði ég hann að því hvort hann væri nokkuð fatlaður, hann hélt nú ekki og benti mér jafnframt á það að hann hefði EKKI lagt bifreiðinni þarna þar sem bíllinn væri í gangi og hann tilbúinn til að færa hann.  Þessi skýring fannst mér ekki alveg standast og mér er það stórlega til efs að hún hefði verið tekin gild af lögreglu ef einhver almennur borgari hefði komið með hana.  Ég gekk því frá bílnum, nokkuð hissa á þeim viðbrögðum sem ég hafði fengið.  Á leiðinni inn mætti ég lögreglukonu, sú leit út fyrir að vera í mjög góðu formi og hefði ekki átt í neinum vandræðum með að ganga frá "löglegu" stæði yfir í verslunina.  Þá er það spurningin Á MAÐUR EKKI AÐ GERA ÞÁ KRÖFU TIL LÖGREGLUNNAR AÐ HÚN SÝNI GOTT FORDÆMI ÚTI Í ÞJÓÐFÉLAGINU????? Ég sagði kunningja mínum frá þessu og hans orð voru bara "Jæja kallinn minn, nú er eins gott fyrir þig að fara varlega í framtíðinni - því nú ert þú kominn á "svartann lista" hjá löggunni".  Ég vona að þetta sé ekki alveg rétt hjá honum.............

Skemmtilegt að lesa svona fréttir...............

Svona yfirlýsingar bera vott um jákvæðni og að menn séu í þessu af áhuga, góður árangur skemmir ekki fyrir.  Þessi keppni var alveg óhemju erfið og reyndi mikið bæði á ökumenn og bíla, því er það afrek,útaf fyrir sig, að komast í mark.  Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum og þegar liðið hefur náð tökum á íþróttinni má kannski búast við honum nær toppnum en verið hefur.


mbl.is Síðastur en samt með sitt besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband