Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

AÐ SJÁLFSÖGÐU ÆTTI AÐ FLYTJA "GÆSLUNA" Á SUÐURNESIN..............

Það e ekki nokkur spurning.  Það er ekkert pláss fyrir flugrekstur LHG á Reykjavíkurflugvelli en aftur á móti er hætt við því að gæslumenn fengju víðáttubrjálæði vegna þess hve rúmt yrði um þá á Keflavíkurvelli.  Margar skrifstofubyggingar standa auðar á Keflavíkurvelli og ekki yrðu nein vandkvæði á því að hýsa starfsemi LHG.  Einhverjar endurbætur þyrfti að gera á hafnaraðstöðunni en á móti kæmi að u.þ.b ein og hálf klst sparast í siglingu til Reykjavíkur og annað eins til baka.  Oft hef ég séð varðskip "lóna" fyrir utan Garðskaga í meira en sólarhring og spáð mikið í hvað sé eiginlega verið að gera????  Það væri nú nær að heimahöfnin væri í Keflavík og hleypa "köllunum" bara heim til sín................  Getur verið að pólitík hafi eitthvað með málið að gera????
mbl.is Vilja fangelsi á Suðurnesin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVENÆR SEGIR ÞJÓÐIN - HINGAÐ OG EKKI LENGRA???????????

"Ríkisstjórn fólksins" hefur ítrekað sýnt sitt rétta andlit EN Á ÞOLINMÆÐI ALMENNINGS ENGIN TAKMÖRK??????
mbl.is „Leikritinu er lokið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef ákveðið að bjóða mig EKKI fram til setu á stjórnlagaþingi...............

Ég hef orðið var við það hérna á blogginu að menn og konur hafa verið að tilkynna um framboð sitt til stjórnlagaþings og því get ég ekki séð nokkuð því til fyrirstöðu að ég tilkynni það að ég sé EKKI í framboði til stjórnlagaþingsins.  En hugmyndin um stjórnlagaþing er allra góðra gjalda verð og er í sjálfu sér ágæt og það fólk sem hefur verið valið til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd er örugglega hið besta fólk sem vill vel og vinnur samkvæmt bestu getu, en því miður held ég að það dugi ekki til.  Eins og ég hef sagt áður hér á blogginu, tel ég, að núverandi stjórnarskrá sé í öllum aðalatriðum mjög góð og fullnægi reglum og þörfum lýðveldisins nokkuð vel, það er þörf á smávægilegum breytingum þó aðallega til að skerpa á nokkrum greinum og skýra þær betur út, EN HELSTA VANDAMÁLIÐ ER Á ALÞINGI EÐA RÉTTARA SAGT HJÁ ÞEIM SEM EIGA AÐ FRAMFYLGJA STJÓRNARSKRÁNNI, ÞAR ER ENDURBÓTA ÞÖRF OG ÞAR KEMUR STJÓRNLAGAÞING EKKI TIL MEÐ AÐ GETA BREYTT NEINU.
mbl.is „Stjórnarskráin er góð eins og hún er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN ÞRJÓSKAST HANN VIÐ - FYRIR HVERJA ER HANN AÐ VINNA??????

Er það ekki orðið nokkuð ljóst að Bretar og Hollendingar greiddu þarlendum sparifjáreigendum Ices(L)ave reikningana vegna þrýstings heimafyrir.  Mér er ekki kunnugt um það að Íslensk stjórnvöld hafi beðið þá að gera þetta (ég verð vonandi leiðréttur ef ég fer þarna með rangt mál).  Er það ekki ljóst að samningaviðræður um Ices(L)ave eru í andstöðu við vilja þjóðarinnar?????
mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Barþjónninn veit hver þú ert !

- drykkurinn segir allt...

Áður en þú pantar drykk á barnum ættirðu að lesa þetta vandlega. Sjö barþjónar frá New York voru spurðir að því hvort þeir gætu sagt til um persónuleika kvenna eftir því hvað þær pöntuðu sér á barnum. Þrátt fyrir að vera spurðir í sitt hvoru lagi voru svörin nánast þau sömu.

Niðurstöðurnar:

Drykkur: Bjór

Persónuleiki: Óformleg, ekki þurftafrek; jarðbundin.

Nálgun: Skoraðu á hana í billjard.

Drykkur: Hrærðir drykkir

Persónuleiki: Óáreiðanleg, síkvartandi, skapraunandi; alveg óþolandi.

Nálgun: Forðastu hana nema þú viljir vera skósveinninn hennar.

Drykkur: Blandaðir drykkir

Persónuleiki: Þroskuð, fáguð, þurftafrek, horfir í hvert smáatriði; veit upp á hár hvað hún vil.

Nálgun: Þú þarft ekki að nálgast hana. Ef hún hefur áhuga mun hún senda ÞÉR drykk.

Drykkur: Léttvín (Zinfandel hvítvín undanskilið)

Persónuleiki: Íhaldssöm og smekkleg; veraldarvön en fjörkálfur.

Nálgun: Segðu henni að þú elskir að ferðast og njóta rólegra kvöldstunda í góðra vina hópi.

Drykkur: Zinfandel hvítvín

Persónuleiki: Einföld; telur sig vera smekklega og veraldarvana en hefur í raun enga hugmynd hvað það er.

Nálgun: Láttu henni finnast hún klárari en hún í raun er... þetta ætti að vera einfalt skotmark.

Drykkur: Skot

Persónuleiki: Kann því vel að hanga með hóp stráka og er mikið fyrir að vera vel drukkin... og nakin!

Nálgun: Auðveldasta skotmarkið á staðnum. Þú hefur heppnina með þér. Gerðu ekkert nema bíða, en ekki reita hana til reiði!

Drykkur: Tequila

Engin þörf á frekari skýringum - segir allt sem segja þarf.

SVO, smá viðauki um karlmennina - en aðförin að strákum er alltaf Mjög einföld og skilvirk:

Innlendur bjór: Hann er fátækur og langar að ríða.

Innfluttur bjór: Hann kann að meta góðan bjór og langar að ríða.

Vín: Hann lifir í þeirri von að vínið gefi honum veraldarvant yfirbragð sem auki líkurnar á að fá á broddinn.

Viskí: Honum er skítsama um allt nema að fá á broddinn.

Tequila: Hann telur sig eiga sjens í tannlausu þjónustukonuna.

Zinfandel hvítvín: Hann er hommi!


AÐFÖRIN AÐ LÍFEYRISSPARNAÐI ER KOMIN FRÁ STJÓRNUM SJÓÐANNA..

Voru það ekki ákvarðanir stjórna lífeyrissjóðanna sem urðu til þess að þeir TÖPUÐU stórum hluta LÍFEYRISSPARNAÐAR félagsmanna sinna?????  Og svo leyfa "sukkararnir", sem stóðu fyrir stærstum hluta tapsins, sér að tala um aðför að lífeyrissparnaði..  Þessir "glæpamenn" eru með öllu lausir við allt sem heitir siðferðiskennd og þeir sjá ekki að þeir hafi nokkuð gert rangt í sínum störfum.  Hversu lengi á eiginlega að viðgangast að þessir menn gangi lausir um eins og ekkert sé og almenningur ætlar að láta það óátalið að þessir menn , sem eru með milljónatekjur á mánuði, "semji" um lífsviðurværi fólks og ákveði það að 130.000 eigi að vera nóg fyrir venjulegan mann,á mánuði til að lifa af????  Ættu þessir menn ekki að vera á þeim launum, sem þeir sjálfir semja um fyrir aðra????
mbl.is „Aðför að lífeyrissparnaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MJÖG GOTT MÁL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Loksins koma fram einhverjar alvöru tillögur á Alþingi en hættan er sú að þetta verði "svæft" því ef farið yrði eftir þessum tillögum sem flestar eru mjög góðar, eru margir sem myndu missa verulegan spón úr aski sínum (og þá sérstaklega ráðherrar "ríkisstjórnar fólksins") og er ansi hætt við að þeir myndu ekki láta svona nokkuð viðgangast.  Það yrði kannski mælikvarði á það hvort þeir meta meira þjóðarhag eða eigin hagsmuni????
mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOSTNAÐUR!!!???? FYRIR HVERJA!!!!?????

Þetta er nú með því aumasta sem ég hef nokkru sinni vitað og þó hefur nú margt skrautlegt á dagana drifið....  Nú kemur hver "spekingurinn" á fætur öðrum og SKELLA því fram að flatur niðurskurður upp á einhverja x prósentu kosti 220 milljarða.  Og þetta keppast allir fjölmiðlar við að birta og menn eru með hástemmdar  (spekingarnir) um að þetta sé algjörlega galið því það setji Íbúðalánasjóð á hausinn og jafnvel Lífeyrissjóðina líka.  Ég segi SKELLA, því svo furðulega vill til að þessir "spekingar" virðast ekki þurfa að leggja fram NEINA útreikninga máli sínu til stuðnings svo kokgleypa fjölmiðlarnir þetta alveg hrátt.  Það er búið að borga þessa svokölluðu "flötu niðurfærslu" marg oft í gegnum árin með því að verðtrygging hefur verið ofreiknuð og þar með hafa vaxtagreiðslur fólks og afborgun lána verið u.þ.b 30 - 60% of háar alveg frá því að verðtrygging var sett á.  Þetta hefur aldrei verið leiðrétt og bera ekki bankahallirnar þess vitni?????  Fyrst menn eru farnir að reikna svona lagað Hver yrði þá kostnaðurinn af fjöldagjaldþroti  og brottflutningi af landinu?????
mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI ER EIN BÁRAN STÖK .......................

Hvernig væri nú bara að hætta við þetta allt saman og sætta sig við það að þetta var VONLAUST dæmi alveg frá upphafi?????
mbl.is Rör brotnaði við dýpkun Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERÐUR MAÐUR EKKI AÐ FÁ SÉR SVONA GLERAUGU???????

Svo maður geti lesið "kynjuðu fjárlögin" þegar þau koma???? Wink   En kannski fjárlögin 2011 hafi verið kynjuð og ég hafi bara ekki skilið þau vegna þess að ég hafi ekki verið með "rétt"  gleraugu þegar ég las þau en þar var mesti niðurskurðurinn þar sem konur eru í meirihluta í þeim störfum sem er sinnt??????
mbl.is Skottur selja kynjagleraugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband