Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
2.12.2010 | 20:05
"RÍKISSTJÓRNIN GAFST UPP Í DAG"...................................
Sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður Lífeyrissjóðanna, í "Kastljósinu" í kvöld. Þetta þýðir væntanlega að Lífeyrissjóðirnir hafa fengið sitt fram að mestu leiti og að aðgerðirnar til að leysa skuldavanda heimilanna verða meira og minna í skötulíki eins og annað sem hefur komið frá "ríkisstjórn fólksins".
![]() |
Meginatriði samkomulags að nást |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2010 | 15:06
VERÐUR FARIÐ Í "KATTASMÖLUN"?????????????????
Eftir "kattaþvottinn"???? Því það vita það allir að þessi svokallaða "umbótanefnd" var ekki sett á til neins annars en að reyna að þvo spillingu og óráðsíu af Landráðafylkingunni, en þessi ósómi hafði safnast utan á hana á mörgum árum og að mati forráðamanna flokksins var þetta orðið of sýnilegt og þar af leiðandi var þessi "umbótanefnd" stofnuð og var það hlutverk hennar að gera ÓSÓMANN ósýnilegan almenningi. Það sést á laugardaginn hvernig hefur gengið.
![]() |
Skýrsla umbótanefndar kynnt á laugardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2010 | 22:30
ÞAÐ ER NÚ GOTT AÐ BORGARSTJÓRA SKULI LÍÐA VEL Í HJARTA SÍNU....
Með þessar sparnaðaraðgerðir en hvernig skyldi nú sálartetrið hafa það???? Alltaf verður álitið á þessum manni minna eftir því sem hann kemur oftar fram í fjölmiðlum og eftir frammistöðu hans í "Kastljósinu" í kvöld, er álitið á honum komið niður fyrir núllið, alkulið er -270 stig og allt útlit fyrir að álitið stefni þangað ef ekki verður lát á.
![]() |
Mikil vonbrigði með samstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2010 | 18:17
ER EITTHVAÐ SLÆMT Í DRYKKJARVATNINU??????????
Eða er þjóðin að komast á meðvirknistigið?????? Hvernig er annars hægt að skýra fylgisaukningu "ríkisstjórnar fólksins" sem ekkert hefur gert nema skattpína þjóðina, staðið fyrir harkalegum niðurskurði á velferðarkerfinu, sem þjóðin er ekki enn farin að finna fyrir, ekki komið með úrræði við skuldavanda heimilanna, staðið vörð um hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings, staðið fyrir kaupmáttarlækkunum hjá almenningi sem ekki eiga sér neina hliðstæðu,............... og reyna að þvinga landið inn í ESB í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar?????? "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur".
![]() |
Stuðningur eykst við ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2010 | 10:14
LOKSINS!!!!!!!
Lilja Mósesdóttir og fleiri hafa talað um það lengi að aðkoma AGS að efnahagsmálum hér á landi hafi verið algjörlega óþörf og jafnvel skaðleg fyrir Íslenskt efnahagslíf. Ef farið er yfir aðgerðirnar, sem AGS hefur lagt blessun sína yfir, sést það að þetta er alveg rétt ályktað hjá þeim og síður en svo of djúpt tekið í árina. Hér hafa orðið alveg stórkostlegar skattahækkanir á almenning og fyrirtæki, rekstrarumhverfi fyrirtækja er orðið með öllu óviðunandi, Bretar og Hollendingar ætluðu sér lengi vel að nota AGS til að þvinga Íslendinga til að greiða Ices(L)ave, AGS hefur haldið vöxtum hér á landi óeðlilega háum,................... Nú er loksins komin fram tillaga á Alþingi um að við losum okkur við þessa óværu en það má reikna með að Gunnarsstaða-Móri berist gegn þeirri tillögu með kjafti og klóm því ekki hefur hann verið að vinna hingað til með hagsmuni lands og þjóðar í huga.
![]() |
Vilja efnahagsáætlun án aðkomu AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |