Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

SÍÐAN HVENÆR ER ÞAÐ FRÉTT AÐ RÚÐA SÉ BROTIN??????

Ef það ætti að vera fréttaefni, öll rúðubrot í miðbæ Reykjavíkur og annars staðar um helgar, væri ekkert annað í fréttum............
mbl.is Rúða brotin í Alþingishúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"RÁÐSKONA" VEFHÓPS FEMÍNISTAFÉLAGSINS?????????

Kanntu annan betri????  Ég býst við að ef formaður vefhóps femínistafélagsins hefði verið kvenmaður hefði hún verið kölluð RÁÐSMAÐUR ég býst við að það væri alveg rökrétt.  En hvað sem því lýður þá er þessi kynjagreining á skýrslu, skýrsla er kvenkyns nafn, það er sennilega öll kynjagreiningin sem þarf eða hvað annað getur hangið á spýtunni????
mbl.is Fagna kynjagreiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUKNIR SKATTAR, AUKNIR SKATTAR OG ENN MEIRI SKATTHEIMTA!!!!!!!!!!

Virðist vera lausn Steingríms og Heilagrar Jóhönnu.  Hvenær ætlar þessu liði í "ríkisstjórn fólksins" að lærast sú einfalda staðreynd að lausnin á efnahagsvanda okkar Íslendinga ER EKKI FÓLGIN Í SKATTAHÆKKUNUM.  Hvað er eftir til að skattleggja; eru það atvinnuleysisbæturnar, örorkubæturnar, ellilífeyrinn????  Það sem er mest aðkallandi núna er að koma atvinnulífinu af stað, efla útflutning og spara í opinberum rekstri (minnka bruðlið hjá því opinbera) og með þessu aukast tekjur ríkisins.  En að ætla sér að hækka skatta og halda áfram á þessari braut eyðileggingar og niðurrifs, sem "ríkisstjórn fólksins" er á, eykur einungis á þann efnahagsvanda, sem þjóðin glímir nú við og ekki hjálpar það neitt til að hafa svona "leðurhausa" við stjórnvölinn.
mbl.is Skattar eiga að hækka um 11 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KYNJAGREINING, HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM ER NÚ ÞAÐ??????

Ég man eftir því, úr sveitinni í gamla daga, í sauðburðinum voru lömbin kynjagreind, það er að segja hvort það væri gimbur eða hrútur, sem kom í heiminn þetta var líka gert þegar beljurnar báru kálfum það þurfti að vita hvort um naut eða kvígu var að ræða.  Yfirleitt var þetta mjög einfalt en þegar merarnar áttu í hlut gat það stundum tekið einhverja daga að komast að því hvort folaldið var hestur eða meri.  En ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig er hægt að kynjagreina einhverja skýrslu og enn síður sé ég hver tilgangurinn getur verið?????
mbl.is Verður skýrslan kynjagreind?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT UPP Á BORÐIÐ - Nei sópa öllu undir teppið................

Þessi leynd, sem hvílir á ráðningarkjörum núverandi seðlabankastjóra, er alveg með ólíkindum.  Hver lofaði hverju og hver sagði hvað við hvern, eru spurningar sem enginn vill svara, kemst LANDRÁÐAFYLKINGIN með Heilaga Jóhönnu í fararbroddi, upp með þennan feluleik sinn????  Og svo þykist Steingrímur ekkert vita, trúir því einhver???????
mbl.is Embættismenn á nefndarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

  • Hvernig gengur????
  • Ja, svona upp og niður..............
  • En kynlífið, hvernig gengur með það???????
  • Ja, ég hef það nú alveg í hendi mér.................

EN HVENÆR ER SVO ÁÆTLAÐ AÐ SIGLINGAR HEFJIST???????????????

Kannski það væri nú ekki svo galið að menn vissu hvenær og hvort verður hægt að hefja siglingar um þessa höfn áður en samningar eru gerðir um framhaldið - eða er sjálfstæðisflokkurinn í Eyjum að nota þetta sem vopn í kosningabaráttunni?????
mbl.is Samið um fjórar Herjólfsferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER TEKIÐ TILLIT TIL ALLS ÞESS SKAÐA SEM ÞESSI MANNESKJA HEFUR VALDIÐ????

Það að hún skuli láta persónulegar skoðanir sínar hafa áhrif á embættisfærslur sínar, ætti eitt og sér að verða þess valdandi að manneskjan veldur ekki með nokkru móti starfi sínu og ætti því að setja hana af ekki seinna en strax.  Það að hún setur sig upp á móti ALLRI atvinnuuppbyggingu í landinu, nema fjallagrasatínslu sem gosið í Eyjafjallajökli hefur að engu gert, ætti að verða þess valdandi að draga ætti hana fyrir landsdóm, vegna landráða.
mbl.is Flóahreppur stefnir Svandísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÓRI LÆTUR EKKI TUNGUBRJÓTANA HAFA SIG AÐ FÍFLI.............

Heldur bara kemur hann með ný og nöfn á þessi fyrirbæri og gerir svo grín að þessu öllu saman...
mbl.is Kallaði Eyjafjallajökul Guðjohnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRILLIÐ KLÁRT!!!!!!!!!!!!!!!

Nú er hægt að segja að sumarið sé komið..................
mbl.is Fyrsta hrefna sumarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband