Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Föstudagsgrín


Jón var niðri í bæ og gekk illa að finna bílastæði.
Jón var trúaður og leit til himins og sagði: "Góði Guð, hjálpaðu mér núna. Ef
þú finnur fyrir mig bílastæði skal ég fara í messu á hverjum sunnudegi það sem
eftir er, ég skal hætta að drekka."

Skyndilega, eins og fyrir kraftaverk, birtist
bílastæði beint fyrir framan Jón. Hann lítur til himins og segir:

"Gleymdu þessu. Fann stæði!"


ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR LÁGKÚRUNNI SEM ÞESSI MAÐUR GETUR SENT FRÁ SÉR?????

Ekki þar með sagt að hann þurfi eitthvað að beygja sig mikið til að leggjast lágt en það er af líffræðilegum toga en það er ekki þar með sagt að hann þurfi neitt að setja þankaganginn alveg á sama plan og líkamlegt atgervi.................. 
mbl.is Árásin kemur Þór ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÓN ÁSGEIR FÆR ÞÁ "KLINK" FYRIR MEIRA DIET KÓKI.......................

Ég las nú fyrstu prentun af þessari bók og ekki gat ég nú séð að neitt væri þannig að gæfi tilefni til málsóknar, enda efast ég ekki um að Björn hefur látið lesa handritið yfir áður en bókin var gefin út.  Eitthvað segir mér að útrásarvíkingunum sé að vaxa ásmegin því þeir eru farnir að fá það á tilfinninguna að þeir "SLEPPI" alveg frá hruninu.................
mbl.is Tiltekin ummæli ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN - R.I.P.

Þá er komið að "formlegri" stofnun Breiðfylkingarinnar.  Eins og ég óttaðist þá hafa stefnumál Frjálslynda flokksins ÖLL orðið undir meira að segja hefur Hreyfingin fengið það inn "að það eigi að halda viðræðum áfram við ESB" og ekki hef ég nennt að athuga hvort "stjórnlagaráðstillögurnar" eru ekki í forgangi líka.  Því miður get ég ekki séð að það sé mikið af viti þarna og get ekki með nokkru móti séð neinar líkur á því að ég komi til með að fylgja þessu samkrulli að málum.  Baráttan gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu var vissulega alveg þess virði að vera með fyrir en það verður ekki betur séð en að nú sé endanlega búið að koma þeirri baráttu fyrir kattarnef..................

AFRIÐILL???????

Hvað er nú það???????
mbl.is Afriðillinn endurnýjaður hjá Fjarðaáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ GETUR "RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS" VERIÐ STOLT...........................

Því þetta er eitt af örfáum málum sem þessi ríkisstjórn hefur komið í gegn og þarna sýnir hún svo sannarlega vilja sinn og getu til að takast á við hrunið.................


mbl.is Aðalmeðferð hafin fyrir Landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ORSÖKIN ER ÓSKÖP EINFÖLD - HVORUGUR STJÓNARFLOKKURINN HEFUR STAÐIÐ UNDIR VÆNTINGUM.............

Þegar var farið út í kosningarnar síðustu var það eina sem BÁÐIR flokkarnir voru sammála um VAR AÐ ÞAÐ YRÐI AÐ GERA BREYTINGAR Á FISKVEIÐISTJÓRNARKERFINU. Það vita allir hvar það mál er statt núna.  Þeir sem eru fylgjandi "ríkisstjórninni" reyna að koma þessu klúðri yfir á Jón Bjarnason en það gengur einfaldlega ekki upp því að innan ríkisstjórnarflokkanna eru svo mikill ágreiningur um allr þær leiðir sem á að fara í þessum breytingum og svo eru hagsmunapotarar misjafnlega sterkir í þessum átökum og á meðan þetta "reiptog" á sér stað verður ekkert gert í þessu máli frekar en öðrum sem þessi ríkisstjórn kemur að...........................
mbl.is Fylgi VG ekki minna síðan 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞANNIG STÖÐVA "INNLIMUNARSINNAR" GAGNRÝNI...............

Áðan  átti ég orðastað við einhvern sem kallar sig Steina Briem á bloggi EVRÓPUSAMTAKANNA.  Þar benti ég á nokkrar STAÐREYNDAVILLUR sem samtökin hafa verið dugleg að halda fram og eins og venjulega kom þessi Steini Briem með þvílíkar langlokur, sem hann kóperaði einhver staðar frá og límdi inn í svarið.  Ég svaraði þessu bulli hans en þá kom hann með enn meiri þvælu sem ég ætlaði svo að svara - EN VITI MENN AÐ TIL ÞESS AÐ SETJA ATHUGASEMDIR INN Á SÍÐUNA ÞURFTI NÚ NOTANDANAFN OG LYKILORÐ, svo ekki hafði ég neinn möguleika á að svara þessu.  ER ÞETTA AÐFERÐ INNLIMUNARSINNA ÞEGAR ÞÁ VANTAR RÖK?????????

EÐLILEGA.............................................

Því Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða Móri stefna að því að taka hér upp evruna og eru því mótfallin allri umræðu um aðra gjaldmiðla.  Annars leysir það engan vanda, hjá okkur Íslendingu að tala um að skipta bara um gjaldmiðil.  Gengi krónunnar er alls ekki hennar sök heldur hefur efnahagsstjórnuninhér á landi verið algjörlega í rúst frá lýðveldisstofnun og er ennþá.  Nýr gjaldmiðill myndi engu breyta þar um.  Eins og umræðan hefur verið undanfarið um krónuna, af hálfu fjölmiðla, ASÍ, SA, stjórnmálamanna og einstaka "fræðimanna" ber svo ríkan keim af áróðri og nornaveiðum að það er til háborinnar skammar.  Menn ættu að gera sér grein fyrir því að ef við tökum upp annan galmiðil tekur sá gjaldmiðill EKKERT tillit til efnahagsaðstæðna hér á landi..........
mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KEMUR ÞETTA EINHVERJUM Á ÓVART???????????

Það var bara spurning um tíma hvenær ósannsöglin og kjaftæðið í Gunnarsstaða Móra kæmi í bakið á honum.  Alllir gera sér grein fyrir því núna að hann er EKKI heiðarlegasti "pólitíkusinn" á Íslandi.
mbl.is Tilnefningarnar klárar eða ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband