Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

OG VIRÐIST VERA FULL ÁSTÆÐA TIL...............

Ekki trúi ég að nokkur maður sé búinn að "GLEYMA" því að "Ríkisstjórn Fólksins" ætlaði að "láta" þingmenn samþykkja "Svavars-samninginn" óséðan og margt annað er nokkuð á reiki um margar og misjafnar embættisfærslur í tilefni við þetta mál allt saman.  Því þótti mér það nokkuð skondið hvernig viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur voru við því að henni var neitað um aðgang að öllum gögnum hagræðingarnefndar og það var mér algjörlega hulin ráðgáta hvað hún ætlaði að gera við tillögur almennings til hagræðingar.  Fyrir utan allt þetta gat ég ekki skilið hvað var eiginlega fréttnæmt við þetta.  Þessi afstað Svandísar núna til þess að ALLT EIGI AÐ VERA UPPI Á BORÐINU OG SÝNILEGT ÖLLUM SEM VILJA er svolítið furðuleg í ljósi þess að hún er nýlega komin úr ríkisstjórnarsamstarfi þar sem leyndarhyggjan var hvað mest í lýðveldissögunni.  En það virðist vera að sumir hafi greiðari aðgang að fréttamönnum en aðrir og það fari eftir pólitískum skoðunum fréttamanns hversu aðgangsharðir þeir eru í spurningum við viðmælendur sína.
mbl.is Vilja rannsaka embættisfærslur í tengslum við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI STAFUR UM ÚRSLITIN Í NORSKU BLÖÐUNUM...................

Þó svo að Ísland sé í sama riðli og Noregur.  En aftur á móti er mikið fjallað um Slóveníu - Noreg leikinn, það er nokkuð ljóst að norski þjálfarinn á enga sælutíð framundan og það er gerð sú KRAFA að Noregur vinni Ísland á þriðjudaginn................
mbl.is Lars ánægður með einbeitinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA RUGLUDALLUR VAR ÞAÐ EIGINLEGA SEM LÉT SÉR DETTA ÞETTA Í HUG OG FÉKK SVO AÐ FRAMKVÆMA ÞETTA RUGL??????

Ég bý ekki í Reykjavík (Sem betur fer segi ég bara) og gerði mér ferð til að skoða þetta fyrirbæri sem Hofsvallagatan er orðin.  Ég verð að viðurkenna að "sjón er sögu ríkari" allavega hvað þetta varðar.  Af myndum sem ég hafði séð af þessu, fannst mér þessi framkvæmd ekki svo voðaleg fyrir utan það að mér fannst nú ekki vera mikil prýði af þessu og svo minnti mig að gatan væri freka þröng og gæti varla "borið" þessar framkvæmdir.  En þegar ég fór að skoða þetta sá ég að minnið hafði svikið mig allhressilega, gatan var enn þrengri en mig minnti og þessar framkvæmdir komu mun verr út í raunveruleikanum en myndirnar gáfu til kynna.  Eru engin takmörk fyrir vitleysunni, sem forráðamenn Reykjavíkurborgar láta sér detta í hug og gera þeir sér ekki grein fyrir því að það eru skattpeningar borgarbúa sem þeir eru að ráðstafa í svona vitleysu????  Eru Reykvíkingar tilbúnir til að útsvarið þeirra sé  notað í einhverjar svona tilraunir???????????
mbl.is „Hreinlegast að stíga skrefið til baka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HVERNIG Á AÐ LEYSA SAMGÖNGUMÁLIN Á BREIÐAFIRÐI???????

Eða skiptir það engu máli?  Ég er ekki alveg viss um að fólk á Breiðafirði og sunnanverðum Vestfjörðum sé alveg sama hvort þessi leið verði farin án þess að neitt verði gert til að bæta samgöngur á svæðinu?  Þarna eru verstu vegir landsins og þeir verða ófærir í fyrstu snjóum..............
mbl.is Tilbúnir til að lána Baldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VINSTRI VITLEYSAN GAT EKKI FRAMKVÆMT ÞAÐ FREKAR EN ANNAÐ..

Þó ekki nema fyrir það að ríkisstjórn Geirs Haarde, hafði lagt fram drög að því að þetta yrði gert, en "Ríkisstjórn Fólksins" gat ekki með nokkru móti farið þessa leið, vegna þess að þetta var það sem FYRRI ríkisstjórn vildi gera og taldi best fyrir land og þjóð.  Þetta er örugglega ekki eina vitleysan hjá þeim Heilagri Jóhönnu og Gunnarsstaða Móra, sem á eftir að koma upp..............
mbl.is Dýrkeypt mistök eftir hrun hafi skapað þjóðarvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS ÞEGAR TEKIÐ ER ALMENNILEGA Á ÞESSU LIÐI...............

Væla þeir og fylgismenn þessara hryðjuverkamanna (sem reyna að dulbúa sig sem einhverja umhverfissinna).  Þeir virðast telja að þeir þurfi ekki að fara eftir neinum lögum eða reglum og verða svo alveg "kjaftstopp" yfir því að yfirganginum í þeim sé svarað á einhvern hátt.  Rússar eiga heiður skilinn fyrir að láta þetta lið ekki vaða uppi eins og er því miður gert alltof víða í hinum vestræna heimi.  Er aðbúnaður þeirra í fangelsinu nokkuð lakari en hjá öðrum föngum í landinu??????


mbl.is Segja brotið á Grænfriðungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ÞESSA VILLIMENN VILJA MENN ÓLMIR FÁ TIL LANDSINS............

Og hvað hafa þessir aðilar hugsað sér að gera þegar þessir villimenn hafa náð hér fótfestu og þessir sömu aðilar eru komnir á "dauðalista" villimannanna????????????????
mbl.is Talibanar enn á eftir Malala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MJÖG UNDARLEGT EF ÞEIR HEFÐU EKKI ORÐIÐ FYRIR VONBRIGÐUM

Það má lengi deila um hversu "ÁBYRG" stefna LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR er en það þarf ekki að deila mikið um "ÁRANGUR" fyrri ríkisstjórnar það sér það hver heilvita maður að hann var enginn og var frekar um afturför að ræða en hitt. Enda kemur hvergi fram, í þessari ályktun, í hverju þessi "árangur" liggur.  Það er ekki von á miklu frá "jafnaðarmönnum"  ef þeir þroskast ekki meira en þessi "ályktun" gefur til kynna.
mbl.is Hygla stóreignafólki á kostnað ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SIGUR Í NÆSTU KEPPNI ÞÝÐIR AÐ TITILLINN ER Í HÖFN ÞETTA ÁRIÐ.....

Það miklir voru yfirburðir Vettels í dag að það var í raun og veru aldrei neinn vafi á því hver yrði í fyrsta sætinu.  En það var mikil keppni um ÖLL sætin þar fyrir aftan.  Grosejan átti mjög góðan dag, eftir að Webber var færður aftur í 13 sæti á ráslínu, fluttist Grosejan upp í það þriðja.  En enn einu sinni sýndi Kimi Raikkonen úr hverju hann er gerður.  Hann hagnaðist líka á því að öryggisbíllinn kom tvisfar sinnum út í keppninni en það tekur ekki frá honum frábæran akstur í dag.  Það voru skondin viðbrögðin hjá honum þegar hann var spurður út í framúraksturinn á Grosjejan, þá sagði hann bara: "Hann gerði mistök og galt fyrir það".  En baráttan um fjórða sætið var einhver sú almesta skemmtunsem ég hef séð á kappakstursbrautinni.  Hvernig Hulkenberg tókst að halda Hamilton fyrir aftan sig var aðdáunarvert.  Einu sinni tókst Hamilton að komast framúr en Hulkenberg náði sætinu aftur.  Ég er ekki alveg viss en ég held að þessi slagur um fjórða sætið hafi staðið yfir í það minnsta í 15 - 17 hringi og ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir Hulkenberg og akstur hans í dag gerði hann örugglega að sigurvegara dagsins.  Það verður að hafa það í huga að hann var að fást við fyrrum heimsmeistara og á eftir þessum heimsmeistara, nánast í gírkassanum, var annar fyrrum heimsmeistari (Alonso).  Í viðtali eftir keppnina, var hann spurður að því hvort ekki kæmi til greina að hann færi til "stærri" liða, hann sagði að sér liði ágætlega þar sem hann væri og var því þá slegið föstu að hann væri búinn að semja við Sauber fyrir næsta ár.  Ennfremur var hann minntur á það að hann væri full hávaxinn fyrir þetta sport, hans svar væri að hann gæti ekkert gert við því en hann vonaðist til að það yrði ekki til trafala...
mbl.is Vettel: Höfum gaman af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BÓNUS Í BORGARNESI???????

Á ekki að vera sama verð í Bónus-búðunum um allt land?????????
mbl.is Ódýrast í Bónus en dýrast í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband