Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

LOKSINS KOM MAÐUR FRAM SEM GERIR EITTHVAÐ Í MÁLINU...........

Hann hefur þurft, ásamt fleirum, að horfa upp á það að slitastjórnin hefur lítið aðhafst til að kröfuhafar fái greiddar kröfur sínar.  Þess í stað er hangið á þessu eins og hundar á beini (enda hefur þetta gefið ágætlega af sér hingað til).  En vonandi verður þetta til að hreyfing komist á þessi mál og vel má leiða að því líkum að ef vel verður haldið á málum, þá hefur þetta góð áhrif á lausn gjaldeyrishaftanna.  Þarna er greinilega á ferðinni maður sem veit sínu viti og vel það og á gott með að koma skoðunum sínum á framfæri svo eftir verður tekið..........


mbl.is Vill gjaldþrotaskipti á Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ER MAÐURINN GJÖRSAMLEGA AÐ MISSA SIG.............

Oft hefur hann verið slæmur en nú gengur vitleysan, sem rennur út úr honum alveg um þverbak.  Og það að vísa í fréttir RÚV, gerir ekkert annað en að undirstrika það sem sagt hefur verið; að fréttastofa RÚV er aðalmálgagn vinstrimanna á landinu.  Það má kannski minna á það að þar til fyrir nokkrum vikum var ferðaþjónustan helsti aðilinn sem talaði fyrir "náttúrupassanum" á landinu og að tala um sérstakt gistináttagjald í staðinn brýtur í bága við reglur ESA því mjög einfalt væri að færa rök fyrir því að næstum allir sem kaupa gistingu á Íslandi séu útlendingar og þar með væri gistináttagjaldið orðið ólöglegt.


mbl.is „Nei, svona gera menn ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF FORMAÐUR BJARTRAR FRAMTÍÐAR GÆTIR EKKI AÐ SÉR ER LÍKLEGT AÐ HANN VERÐI ÞUNGLYNDI AÐ BRÁÐ.....

Ef marka má fréttir á mbl.is, þá hefur maðurinn áhyggjur af öllu mögulegu og ómögulegu.  Þannig er það bara nokkuð ljóst að maðurinn verður að huga vel að heilsunni og vera ekki að taka hlutina of mikið inn á sig...............


mbl.is Ekki bannað að fara í berjamó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER ALLS EKKI FLÓKIÐ................

RÚV er ekkert ríki í ríkinu og verður bara að aðlaga starfsemi sína að fjárheimildum sínum eins og aðrar opinberar stofnanir - þeir eru ekki í neinni aðstöðu til að setja fram  einhverjar kröfur.....


mbl.is Vill fund um fjárhagsstöðu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MISTÖK ALDARINNAR AÐ KAUPA ÞENNAN VANDRÆÐAGEMLING..........

Og frá því að hann far hrakinn í burtu frá Manchester City, vegna þess að það var engan veginn hægt að hafa nokkra stjórn á honum, hefur hann ekki sýnt nokkurn skapaðan hlut af sér, sem knattspyrnumaður, sem réttlætir það að hann eigi verðskuldaðan annan séns.  Hjá Liverpool hefur hann verið settur út úr byrjunarliðinu, meðal annars fyrir það að fara ekki eftir fyrirmælum þjálfarans.  Það hefði ekki verið réttlætanlegt að taka við honum þó hann hefði greitt stórfé með sér, hvað þá að greiða fyrir hann.....


mbl.is Balotelli áfram á meiðslalistanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ROTTURNAR FLÝJA SÖKKVANDI SKIP............

Er það virkilega svo að læknar séu það illa haldnir, í launum og öðrum kjörum, að þeir verði að forða sér til annarra landa?  Nei, þarna er eitthvað annað að baki og eins og sagt er "illa launar kálfurinn ofeldið".  Kannski er ekki sanngjarnt að tala um ofeldi í þessu tilfelli en það er búið að kosta miklu til við að mennta þetta fólk og er ekki hægt að ætlast til að þeir meti það að einhverju leiti?  Og svo kemur þetta eilífðar spursmál:  Er hægt að ætlast til þess að 320.000 manna þjóð sé með heilbrigðiskerfi eins og stórþjóð?  Væri ekki bararáð að skera þannig niður í heilbrigðiskerfinu, að við séum ekkert að rembast við að veita þessa þjónustu, sem kallar á dýrar og flóknar aðgerðir og útvistum þeim til ríkis, sem ræður almennilega við að veita þá þjónustu?  Þannig verður líka komið að miklu leiti í veg fyrir það að örfáir aðilar geti haldið þjóðinni meira og minna í gíslingu, eins og læknar gera í dag.........


mbl.is 4 meltingarlæknar hafa hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband