Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

HVAÐ ÆTLI SÉ SVONA "FALLEGT" VIÐ ÞESSA EYMD???????

Í það minnsta er mér alveg fyrirmunað að sjá það.  Nú skilst mér að Þjóðverjar séu búnir að fá alveg upp í kok af þessu "frjálsræði" sem þeir tóku sjálfir upp í flóttamannamálum og séu búnir að virkja Dyflinarreglugerðina aftur.  Þeir einfaldlega sáu það að ef þeir rétta múslimunum litla fingur - þá hrifsa þeir til sín alla höndina og meira ef þeir geta.  Svo er nú einn hlutur sem er alveg stórmerkilegur, ef einhver VOGAR SÉR að tala um að ekki sé nú allt sem sýnist í þessum flóttamannamálum og það eigi nú að fara varlega og ekki að "kokgleypa" allt sem borið er á borð, þá er sá hinn sami tekinn og úthrópaður sem rasisti, nasisti, fasisti og allt mögulegt af einhverju "Rétttrúnaðarliði", sem telur sig hafa hina EINU RÉTTU SKOÐUN á málinu.  Íslendingar hafa löngum stært sig yfir að búa í lýðræðisríki en einhverjum virðist nú vera frekar illa við að fleiri en ein skoðun sé í gangi og gera flest til að koma í veg fyrir að skoðanir sem ekki samræmast þeirra séu í loftinu.  Kallast ekki svoleiðis einræði og verið sé með einræðistilburði????????


mbl.is „Ótrúlega fallegt að sjá þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENDA ENGINN Í SJÓNMÁLI SEM GÆTI KOMIST MEÐ TÆRNAR ÞAR SEM HANN HEFUR HÆLANA

Enda fáir sem hafa vaxið jafn mikið, sem leiðtogar og hann hefur gert undanfarin misseri.  Hann talar af mikilli yfirvegun og þekkingu, er mjög málefnalegur og svo nýtur hann mikillar virðingar bæði meðalsamherja og andstæðinga í stjórnmálum.


mbl.is Mótframboð „kæmi á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"SAMÚÐARHRÆSNI"!!!

Eins og Guðbergur Bergsson orðaði svo vel.  Þetta er bara ekki ásættanlegt ástand.  Hvernig væri nú að fólk færi nú aðeins að hugsa rökrétt og ráðast að rótum vandans?   Allt þetta fólk er að flýja heimalönd sín vegna stríðsátaka, er þá ekki nokkuð ljóst að vandamálið er stríð og er þá ekki nærtækast að gera eitthvað í því að taka stríðsherrana í viðkomandi löndum úr umferð.  Flóttamannavandinn er AFLEIÐING stríðsátaka en ekki ORSÖK.  Hverju heldur Ilmur Kristjánsdóttir að hún bjargi með því að taka EINN,TVO eða jafnvel ÞRJÁ flóttamenn heim til sín?  Það koma fleiri þúsund flóttamenn á dag til Evrópu.  Það er vissulega slæmt að horfa upp á neyð þessa fólks.  En finnst engum neitt athugavert við það að ARABARÍKIN taka ekki á móti EINUM EINASTA FLÓTTAMANNISvona er nú samkenndin mikil hjá múslimum.


mbl.is „Snýst um að bjarga lífi fólks“
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

AÐ SJÁLFSÖGÐU ÁTTI ÞETTA AÐ GERAST UM LEIÐ OG BANDARÍSKI HERINN FÓR HÉÐAN

En annað hvort er "fattarinn" svona lengi að virka hjá stjórnvöldum eða eins og talað hefur verið um, að mikil andstaða hafi verið við þessa flutninga hjá helstu yfirmönnum Gæslunnar.....


mbl.is Vilja enn flytja Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDU KANARNIR VERA BÚNIR AÐ SJÁ AÐ ÞAÐ VORU STÓR MISTÖK AÐ FARA HÉÐAN???????

Á sínum tíma var það nokkuð klárt að við áttum ekkert upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnumog eitthvað hefur Bush ríkisstjórnin hlaupið á sig og er þá framganga Rumsfields sérstaklega furðuleg.  En kannski erum við bara að sjá fram á það að Bandaríkjamenn séu að koma aftur en hlutirnir verða ekki eins og ekkert hafi gerst..........


mbl.is Bandaríkjaher skoðar mannvirki á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVONA UMFJÖLLUN HLEYPIR "MÓÐURSÝKINNI" AF STAÐ..............

Ekki það að ég sé neitt að draga úr neyð flóttafólksins, síður en svo.  En hver skyldi vera rót vandans?  Það hefur ekki nokkur einasti kjaftur talað um "af hverju fólk er að flýja heimkynni sín".  Jú það er talað um að fólk sé að "flýja í öryggið" í Evrópu, það eru stríðsátök í heimalandinu (flóttamennirnir koma mest frá Sýrlandi og Lýbíu og nú bætast við Súdan, Eritrea og fleiri), er þá ekki nokkuð ljóst að það eru STRÍÐSHERRAR þessara landa sem eru vandamálið?  Og það eru þeir sem þarf að taka úr umferð svo fólkið geti lifað áfram í sínu heimalandi.  Í staðinn fyrir að vera að elta vandamálið þarf að taka á rótum þess og höggva meinið í burtu. Ein kenningin er sú að "Íslamska ríkið" (ISIS) "smali" fólkinu saman og sendi til Evrópu til að dreifa kröftum ESB og vestrænna ríkja og séu þannig að styrkja vígstöðu sína, en þetta er ein af þeim kenningum sem er í gangi.......


mbl.is Örmagna á langri leið til lífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á EFTIR AÐ SJÁ AÐ VÖRUVERÐ LÆKKI EITTHVAÐ...............

Það er bara staðreynd að ALLAR virðisaukaskattslækkanir, tollalækkanir, afnám vörugjalda og aðrar álögur sem hafa verið afnumda, skila sér ALDREI til neytenda..............


mbl.is Dæmi um sparnað við afnám tolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GOTT OG VEL - EN HVAÐ MEÐ KOSTNAÐINN OG HVAÐ MEÐ ÁSTANDIÐ HEIMA FYRIR????

Kostnaðurinn við hvern flóttamann er að lágmarki fjórar til fimm milljónir á ári.  Sem þýðir að kostnaðurinn, að lágmarki, við þessa 50 flóttamenn sem var talað um í upphafi að taka við er 200.000.000.  Nú vill fólk taka við fleirum og heyrst hafa tölur að lágmarki 500 (5.000 er alveg út úr korti og í sjálfu sér er alveg ótrúlegt að nokkrum skuli hafa dottið það í hug), en ef taka ætti við 500 manns er verið að tala um að lágmarki 2 milljarða á ári í kostnaðFólk er að DREPAST hérna vegna þess að við höfum ekki efni á að kaupa handa þeim nauðsynleg lyf, heilbrigðiskerfið er í rúst hérna vegna þess að við höfum ekki efni á að borga heilbrigðisstarfsmönnum almennileg laun, 400 - 500 manns standa í biðröð eftir matargjöfum hjá mæðrastyrksnefnd vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa sér mat. HEFUR ENGUM DOTTIÐ Í HUG AÐ STOFNA TIL FACEBOOK VIÐBURÐAR TIL AÐSTOÐAR HJÁLPARÞURFI ÍSLENDINGUM?????  Hvaða móðursýki er eiginlega í gangi?????


mbl.is Mega ekki verða fréttir gærdagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐVITAÐ Á HANN EKKI AÐ HÆTTA SEM FORMAÐUR FLOKKSINS

Því það gæti orðið til þess að fylgið myndi hætta að falla.  Forysta flokksins á helst að haldast alveg óbreytt.  Þá heldur fylgi flokksins áfram að falla og ef allt verður eins og best verður á kosið hverfur flokkurinn af þingi í næstu kosningum...............


mbl.is „Þetta snýst ekki um mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI, ÞVÍ ÞEIR VILJA LÍKA KOMA ÍSLANDI Í ESB

Svo það er ósanngjarnt að segja að þeir vilji BARA breyta klukkunni.  En það er ekki heldur hægt að segja, með góðri samvisku, að þeir skilji einhver ósköp eftir sig svo komandi kynslóðir geti minnsts flokksins....


mbl.is Vill ekki nota peningana í partý
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband