Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
3.4.2016 | 17:35
GREIÐIR "VINSTRI HJÖRÐIN" EITTHVAÐ MEIRA TIL RÚV EN AÐRIR????
En "Vinstra Liðinu" innandyra á RÚV virðist samt sem áður þykja allt í lagi að leggja fréttastofu miðilsins og Kastljósið undir sig og nota til að koma eigin áróðri til skila. Á þetta ekki að vera apparat í þágu ALLRA landsmanna?
![]() |
Fremur verið að hanna atburðarás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2016 | 13:10
OG ENN HAMAST "VINSTRI HJÖRÐIN" OG FER FRJÁLSLEGA MEÐ STAÐREYNDIR
En auðvitað reynir þetta lið að afvegaleiða almenning í þessari umræðu eins og frekast er kostur, því ekki geta þau bent á nein lögbrot. Og þingflokksformaður LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, sem dauðlangar til að verða formaður þess flokks, tekur alveg steininn úr, með ruglinu og lyginni, þegar hann staðhæfir að fjármunir hafi verið fluttir úr landi í skattaskjól í hruninu. Við að lesa svona bull dettur manni helst í hug að viðkomandi sé eitthvað "tregur", í það minnsta er hann ekki alveg í lagi. Það hefur oft komið fram að þessir fjármunir voru settir þarna löngu FYRIR hrun. Samskonar bull kom frá Svndísi Svavarsdóttur, þó hún hefði nú vit á að ljúga ekki til um það sem áður var búið að gera alveg ljóst.
![]() |
Óásættanleg hegðun forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2016 | 17:01
OG EKKI VAR TÍMATAKAN LAGFÆRÐ Í ÞETTA SKIPTI....
Nú er bara komin einhver "kergja" í málið. Eftir tímatökuna í Melbourne, sendu ALLIR forráðamenn keppnisliðanna frá sér yfirlýsingu (reyndar á faxi) þess efnis að horfið yrði þegar í stað aftur til sama fyrirkomulags í tímatökunni og var 2015. Þá sendu allir ökumennirnir bréf til forráðamanna formúlu1 með samskonar óskum. En þetta virtist fara frekar illa í Bernie Eccelstona (æðstráðanda í formúlunni). Hann sagði bara hreint út við Eddie Jordan að forráðamenn keppnisliðanna réðu engu um þetta og svo sagði hann hæðnislega, að hann gæfi ökumönnunum kredit fyrir að ráða við að skrifa bréf, þeirra starf væri að keyra keppnisbíla og þeir ættu bara að einbeita sér að því. En stjórn FIA ætlar að koma saman á morgun og ræða þetta mál. Þetta er í annað sinn sem enginn bíll var á keppnisbrautinni þegar 2,5 mínútur voru eftir af síðasta hluta tímatökunnar.
![]() |
Hamilton þurfti brautarmet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2016 | 07:43
Föstudagsgrín
Dag einn sagði Adam við Guð: Drottinn, ég er með vandamál.
Hvað er að? Spurði Guð.
Drottinn, þú skapaðir mig og þennan fallega garð og þessi fallegu dýr, en ég er samt ekki ánægður.
Hvernig má það vera? spurði Guð.
Ég er einmana. svaraði Adam.
Jæja. svaraði Guð. Ég kann lausnina á því. Ég bý bara til konu handa þér.
Hvað er kona?
Þessi kona verður gáfaðasta, umhyggjusamasta og fallegasta vera sem ég hef búið til. Hún verður svo gáfuð að hún veit hver vandi þinn er áður en þú segir henni frá því. Hún verður svo umhyggjusöm að hún veit alltaf í hvaða skapi þú ert og reynir alltaf að vera góð við þig og gleðja þig. Fegurð hennar skín frá henni hvernig sem liggur á henni og hún gerir auðvitað allt sem þú biður hana um. Vá, þetta hljómar mjög vel. segir Adam.
En þú þarft að borga mér fyrir hana. segir Guð.
Hvað kostar hún?
Hún kostar einn hægri handlegg, einn vinstri fót, eitt auga, eitt eyra og fimm rifbein.
Adam tekur sér góðan umhugsunartíma og segir loks við guð: En hvað fæ ég fyrir eitt rifbein?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)