Föstudagsgrín

Dag einn sagði Adam við Guð: „Drottinn, ég er með vandamál.“

„Hvað er að?“ Spurði Guð.

„Drottinn, þú skapaðir mig og þennan fallega garð og þessi fallegu dýr, en ég er samt ekki ánægður.“

„Hvernig má það vera?“ spurði Guð.

„Ég er einmana.“ svaraði Adam.

„Jæja.“ svaraði Guð. „Ég kann lausnina á því. Ég bý bara til konu handa þér.“

„Hvað er kona?“

„Þessi kona verður gáfaðasta, umhyggjusamasta og fallegasta vera sem ég hef búið til. Hún verður svo gáfuð að hún veit hver vandi þinn er áður en þú segir henni frá því. Hún verður svo umhyggjusöm að hún veit alltaf í hvaða skapi þú ert og reynir alltaf að vera góð við þig og gleðja þig. Fegurð hennar skín frá henni hvernig sem liggur á henni og hún gerir auðvitað allt sem þú biður hana um.“ „Vá, þetta hljómar mjög vel.“ segir Adam.

„En þú þarft að borga mér fyrir hana.“ segir Guð.

„Hvað kostar hún?“

„Hún kostar einn hægri handlegg, einn vinstri fót, eitt auga, eitt eyra og fimm rifbein.“

Adam tekur sér góðan umhugsunartíma og segir loks við guð: „En hvað fæ ég fyrir eitt rifbein?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2016 kl. 09:56

2 identicon

Vinur minn Grétar M. Sigurðsson skrifaði í athugasemd við óvandaðan pistil hjá þér í gær, svo stórkostlega athugasemd að ég táraðist við að lesa það sem hann skrifaði. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að fá að birta grein hans hér aftur:

Það er fínt að fá að ræða þau meintu afrek sem þessi ríkisstjórn sem er ein sú getulsusasta frá lýðveldisstofnun hefur náð. Sem eru nánast engin. 

Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem reysti íslenskan efnahag úr rústum eins mesta hruns veraldasögunnar miðað við höfðatölu sem kom til vegna stjórnarstefnju rísisstórnar Sjálfstæðisfloksk og Framsóknarflokks. Hún breytti 216 milljarða ríkissjóðshalla sem hún fékk í arf yfir í hallalausan rekstur á 4 árum og það án þess að þeir sem verst hafa það yrðu fyrir mikilli kjaraskerðingu. Hún náði atvinnuleysi úr tveggja stafa tölu niður í um 4% og var hratt lækkandi vegna aðgerða hennar. Hún kom Íslandi rækilega á kortið sem ferðamannalandi meðal annars með því að draga hingað alþjóðlegar kvikmyndasmsteypur með skattabreytingum sem varð til þess að heimsfrægir leikarar komi hingað og töluðu um Ísland í vinsælum spjallþáttum. 

Undir stjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var nánast lokið samningum við kröfuhafa þrotabúanna með samningi sem gerði kleyft að afnema gjaldeyrihöftin. Núverndi ríkisstjórn hætti þeim samningaumleigunum í tvö og hálft ár en endaði síðan með samning á mjög svipuðum nótum og voru nánast komnir í hús á fyrri hluta ársins 2013. Nánast eina ástæða hærri upphæða árið 2015 en menn voru að tala um árið 2013 er sú að einnlendu eignirnar sem voru aðallega bankarnir sem kröfuhafar voru tilbúnir að láta af hendi árið 2013 hafa hækkað gríðerlega í verðmati vegna mikils hagnaðar. Það var því ekki samið um neitt meira áirð 2015 heldur en árið 2013 enda samþykktu 99% kröfuhafa samningana strax enda búnir að semja um þetta tveimur og hálfu ári áður. Þessi töf á samningum og þar með töf á afléttingu gjaldeyrishafata hefur kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir enda gjaldeyrishöftin okkur dýr.

Núverandi ríkisstjórn hefur gert lítið annað en að skemma fhyrir þeim árangri sem ríkisstjónr Jóhönnu Sigurðardóttur náði og hefur því orðið til mikils skaða fyrir íslenskt samfélag að hún naði völdum. Við væru í mun betri stöðu ef síðasta ríkisstjórn hefði fengið að vera áfram og fylgja úr hlaði þeim milá árangri sem hún náði við að reysa Íslankan efnahag.

Og það er ekki hægt að tala um þann ávinning sem næst með samningum við kröfuhafa föllnu bankanna öðruvísi en að benda á að grunvöllurinn fyrir þeim árangri voru lög sem sett voru árið 2012 sem settu þrotabúin undir gjaldeyrishöft. Án þeirra værum við ekki að tala um neitt stöðugleikaframlag. Núverandi stjórnarflokkar reyndu að koma í veg fyrir það og greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn þeim lögum og þingmenn Framsóknaflokksins sátu hjá. Enda ekki skrítið þegar formaður hans og og maki voru meðal kröfuhafanna sem átti að loka inni í gjaleyrishöftum.

Góðar stundir.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 12:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Helgi, ertu bara ekki hágrenjandi ennþá?   Ég get nú ekki gert að því að ég hef ekki séð annað eins BULL í langan tíma og þennan pistil og fékk það endanlega staðfest að ykkur LANDRÁÐAFYLKINGARMÖNNUM er ekki viðbjargandi.  Það þyrfti kannski að koma af stað söfnun fyrir sálfræðiaðstoð handa ykkur, það yrði ekki svo dýrt, því þið eruð sem betur fer fáir eftir. wink

Jóhann Elíasson, 1.4.2016 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband