Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
14.5.2017 | 12:22
ENDA ER ÓHÓFLEG GJALDTAKA ENGIN VARANLEG LAUSN
Eina varanlega lausnin er heildaruppstokkun á kvótakerfinu og hreinlega að gera útaf við þetta SKRÍMSLI sem kvótakerfið er orðið og er að birtast alþjóð í hinum ýmsu myndum þessa dagana, vikurnar og mánuðina...
Gjaldtaka aðeins áhugamál Viðreisnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2017 | 17:32
VÍST ER HÆGT AÐ GREINA Á MILLI GISTI - OG VEITINGAÞJÓNUSTU
Það útheimtir bara meiri vinnu. Ég er einmitt að vinna svipað, reyndar með eldri tölur, en það skiptir ekki neinu máli í þessu tilfelli. En það er rétt að það komi fram að árið 2012, setti þáverandi fjármálaráðherra Katrín Júlíusdóttir, lög nr. 146/2012, sem kváðu á um sérstakt virðisaukaskattþrep fyrir ferðaþjónustuna. Þetta þrep var 14% og hækkaði þá ferðaþjónustan úr 7% í 14%, ekki man ég til þess að mikil umræða hafi verið um þetta útspil fjármálaráðherra á sínum tíma. Þetta þótti "Vinstri Hjörðinni" alveg sjálfsagt mál á sínum tíma. En sem betur fer tók almennileg ríkisstjórn við árið 2013 og þetta þriðja þrep virðisaukaskattsins var afnumið með lögum nr. 79/2013, enda var markmiðið að einfalda skattkerfið ekki að flækja það meira en orðið var.
Milljarðamunur eftir VSK-þrepi gistingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2017 | 17:06
ER EKKI RÉTTLÁTT AÐ "SAGAN" SÉ SKOÐUÐ OG HLUTIRNIR SETTIR Í SAMHENGI ÞÓ SVO AÐ ÞARNA MEGI SEGJA AÐ ÞARNA SÉU AÐ KOMA Í LJÓS STÓRIR ÓKOSTIR VIÐ KVÓTAKERFIÐ???
Þegar þessi ákvörðun var fyrst kynnt, var ljóst að hún var endanleg og allar viðræður HB Granda og Akranesskaupstaðar, voru líðið annað en sýndarmennska. Það er kannski rétt að rifja það upp að þegar Haraldur Böðvarsson hf og Miðnes hf í Sandgerði "sameinuðust", þá var ÖLL vinnsla Miðness hf flutt upp á Akranes. Nú er verið að gera það sama nema hvað Akranes er tekið í ra...... af Reykvíkingum. Hversu mörg sveitarfélög út um allt land hafa lent í þessu sama? Byrjunin á þessu var þegar Samherji hirti kvótann frá Hafnarfirði og þau skip sem eitthvað var varið í. Segja má að þar hafi verið lagður grunnurinn að Samherjaveldinu.....
Gríðarlegt högg fyrir Akranes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2017 | 15:32
SVONA LIÐ VILL "GÓÐA FÓLKIÐ" FÁ TIL ÍSLANDS
Það er alveg merkilegt hversu "blindir og heyrnarlausir" menn geta verið eða bara að þeir séu einfeldningar eins og Enskir segja um "DO GOODERS" sem er hugtakið "Góða Fólkið" er þýtt úr. En þetta fólk trúir því ekki að Íslendingar eigi eftir að glíma við sömu vandamál og nágrannaþjóðirnar.
ÍSLAND- PALESTÍNU LIÐIÐ ÆTTI AÐ HORFA Á MYNDBANDIÐ HÉR FYRIR NEÐAN KANNSKI ÞAÐ HUGSI AÐEINS UM HVAÐ ÞAÐ ER AÐ STYRKJA, EFTIR ÞAÐ ÁHORF?
Leita hryðjuverkamanna í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2017 | 21:54
KANNSKI HEFÐI HÚN KOMIST ÁFRAM EF LAGIÐ HEFÐI VERIÐ BETRA???
En við megum ekki alveg missa okkur í MEÐVIRKNINNI. Það verður bara að horfast í augu við það að lagið var alls ekki gott og flutningurinn hæfði bara laginu. EN ÞAÐ GÓÐA VIÐ ÞETTA ER AÐ ÍSLAND ÞARF EKKI AÐ HALDA EUROVISION-KEPPNINA Á NÆSTA ÁRI.....
Ísland komst ekki áfram í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2017 | 11:20
VIÐ GETUM ALVEG VERIÐ RÓLEG, LÍKURNAR Á AÐ HÚN VINNI ERU ENGAR...
Fyrir utan það að lagið er hundleiðinlegt er atriðið frekar rislítið og ekki mikill metnaður á bak við það. Flutningurinn á því er efni í heila bók og yrði sú bók ekki beint á jákvæðu nótunum. Það má þakka fyrir ef þessi hörmung kemst í úrslitakeppnina en ég er ekki bjartsýnn á að margir nenni að hlusta "tvisvar" á þetta, en maður veit aldrei. Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt lagið þar fyrir nokkrum dögum og viðbrögðin voru þessi: GUÐ MINN ALMÁTTUGUR OG VANN ÞETTA LAG, HVERNIG VORU ÞÁ HIN??????
Viljum við raunverulega vinna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2017 | 17:25
VAR ÞAÐ EKKI HANN SEM HEIMILAÐI VEÐSETNINGU AFLAHEIMILDA?
Og kom þannig af stað "braski" með aflaheimildir, sem sér ekki fyrir endann á. Halda menn virkilega að maðurinn sé þess umkominn að senda eitthvað frá sér sem getur orðið sátt um???? Þessi skipan Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfestir eingöngu að þarna er bara um PÓLITÍSKA SKIPAN AÐ RÆÐA.......
Þorsteinn Pálsson leiðir nefndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.5.2017 | 16:40
EKKI ER ÁHUGANUM FYRIR AÐ FARA...........
En kannski verður lítil þátttaka til þess að lýðskrumarinn Macron, kemst ekki að þrátt fyrir að ALLIR helstu fjölmiðlar heimsins ásamt "Góða Fólkinu" hafi keppst við að halda málstað hans og honum til streitu.....
28,23% kosningaþátttaka í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2017 | 09:58
DÆMIGERÐ VIÐBRÖGÐ MANNA SEM EITTHVAÐ HAFA AÐ FELA
Auðvitað á aldrei að STELA gögnum til birtingar, jafnvel þó eitthvað ´misjafnt sé í gögnunum og "einhverjir" telji að það geti varðað almannahag að þau séu birt þá er um þjófnað að ræða og síðast þegar ég vissi þá er þjófnaður glæpur. Og hvaða einstaklingur er þess umkominn að ákveða hvað sé gott fyrir almenning og hvað slæmt? EN SVO ER ANNAR FLÖTUR Á ÞESSU MÁLI EN ÞAÐ ER AÐ ÞAÐ SEM KEMUR FRAM Í ÞESSUM GÖGNUM ER JAFN TRÚVERÐUGT HVORT SEM ÞAU ERU FENGIN ÓLÖGLEGA EÐA LÖGLEGA...........
Fölsuð skjöl í bland við stolin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2017 | 00:07
Föstudagsgrín
Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína. "Jæja, frú Jóna," segir læknirinn, "hvert er vandamálið?" "Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana." Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir: "Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið." "Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?" "Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karl mann!"
Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segir nokkuð, svo móðirin spyr: "Er eitthvað að þarna úti, læknir?" "Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna"...................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)